Fjallkonan - 01.07.1897, Síða 3
1. jftlí 1897.
FJALLKONAN.
103
að tveimr gufuskipum væri haldið °úti milli Reykja-
víkr og Akreyrar, og gangi annað austr um land enn
hitt vestr um land. Verði samið við útlent félag,
álítr fundrinn nauðsynlegt, að félagið hafi varnar-
þing á íslandi í þeim málum sem útgerðina snerti. —
4. lækkun eftirlauna. — 5. stofnun holdsveikisspítala. —
6. læknamálið. Fundrinn var á móti launahækkun
lækna og taxtahækkun, enn með því að skifta landinu
1 alt að 40 læknishéruð. — 7. — 8. að þingið veiti
ríflegan styrk til Hólaskóla, Ytri Eyjarskóla og mat-
reiðsluskólans í Reykjavík. — 9. styrkr til búnaðar-
félaga, eins og áðr, og auk þess lán til búnaðarfyrir-
tækja gegn verði og með vægum kjörum.
Eyfirðingar héldu þingmálafund 12. júní. Þar
var álykíað, að halda stjórnarskrármálinu áfram í
frumvarpsformi. í samgöngumálinu urðu fleiri á því
að haida áfram eimskipa-útgerð landssjóðs. Mælt með
því að þingið styrkti sjávarútveg. Beðið um innlenda
brunabótaábyrgð. Óskað umbóta á sóttvarnarlögun-
um, beðið um löggildingu verzlunarstaðar á Hjalt-
eyri o. fl.
Reykvíkingar héldu þingmálafifnd sinu 26.
júní. Þar var rætt: 1. stjörnarskrármálið og samþykt:
Komi vissa fyrir því, að samkomulag fáist við stjórn-
ina um verulegar umbætr á stjórnarfyrirkomulagi
laudsins, skorar fundrinn á þingið, að hafna eigi
slíku samkomulagi, þó eigi fáist í einu allar kröfur
vorar, enn án þess þó að gefið verði eftir neitt af
réttarkröfum vorum. — 2. Samgöngumálið. Samþykt
að taka boði gufuskipafélagsins, enn reyna að ná
sem aðgengilegustum kjörum með tilliti til fjárfram-
laga og tíma þess sem samningar eru gerðir fyrir.
— 3. fréttaþráðrinn. Samþykt með rómi (accla-
mation), að þiugið veitti nægilegt fé til hans. — 4.
lœknaskipunarmálið. Þingi bent til, að fara gætilega
í fjölgun lækua og launahækkun þeirra. — 5. holds-
veikisspítalinn. Skorað á þingið, að leggja fram nægi-
legt fé til áhalda hans. Feld tillaga um að spítal-
inn verði ekki settr nær Reykjavík enn í Lauganesi.
— 6. tollmál. Mælt í einu hljóðl móti tolli á mar-
garíni. — 7. þilskipaúivegr. Mælt með, að þingið
veiti lán til þilskipakaupa með góðum kjörum.
Þegar þessum málum var Iokið, varð að slíta
fundi, af því að flestir fundarmenn vóru komnir á
burt, enda var þá komið miðnætti.
Samkeppni stórveldanna. Það kemr sífelt í
ljós, að stórveldin í Evrópu koma sér ekki saman, því
öll vilja þau ná sem mestum völdum í Evrópu. Eink-
um er mikil keppni milli Þýzkalands og Englands
og mest af hálfu Þýzkalands. Englendingar taka. öllu
rólega og gera sér gaman af látum Þjóðverja. í
þýzkum blöðum eru sífelt mjög harðorðar greinir um
Engleudinga. Menn segja, að alt af þurfi Englend-
ingar að fá eitthvað fýrir snúð sinn, og er það að
vísu satt, að enska stjórnin hefir um langan aldr
farið mjög kænlega með sínu valdi og aukið lönd sín
og yfirráð meir og meir. Það geta aðrar þjóðir ekki
fyrirgefið.
Enn nýlendustjórn Breta er næsta ólík þýzkri ný-
lendustjórn t. d. — Bretar stjórna nýlendum sínum að
kalla án hermanua, og sýna með því meiri hyggindi
og mannúð enn aðrar þjóðir.
Frökkum er heldr ekki um Englendinga, enda
hafa völd Breta sífelt aukizt jafnframt því sem völd
Frakka hafa mínkað. Enn Frakkar gera sér enga
von um æðstu völd í Evrópu, og fara því stillilega.
Kali þeirra til Englendinga fer minkandi og sömu-
leiðis óvildin til Þýzkalands. Þeir láta sér nægja að
vera mentaþjóð í fremstu röð.
Þjóðverjar eru mestir keppinautar Breta og Ame-
ríkumanna í verzlun og handiðnum. Þar á móti vant-
ar Þjóðverja nýlendurnar til að geta jafnast við Breta.
Ef þeir ættu miklar nýlendur, stæði þeir líkt að vígi
og Rússar og Englendingar. Enn Englendingar hafa
lagt undir sig heiminn og Þjóðverjar flytja heldr til
enskra enn þýzkra nýlendna.
Rússar eru svo öruggir og öflugir, að þeir bera
engan öfundar eða óvildarhug til Englendinga.
Eugland og Rússland eru fremst allra stórveldanna,
og má kalla að þau standi jafnt að vígi. Frakkland
er í annari röð. Þýzkaland vill komast í fyrstu röð,
enn Euglendingar eru í vegi fyrir þeim.
Alþingi.
I.
Alþingi sett í dag.
Séra Sigurður Jensson sté í stólinn.
Síðan var gengið í þingsalina.
Kosinn forseti í efri deild Árni Thorsteinsson land-
fógeti með 11 atkv.
Kosinn forseti í neðri deild séra ÞórhallrBjarnar-
son með 11 atkv.
Kosinn forseti í sameinuðu þingi Hallgr. biskup
Sveinsson með 18 atkv.
‘Smásaxast á limina lians Björns míns’. Þá
eru nú ekki eftir nema þrjú kjördæmi á öllu land-
inu sem halda við Benedikt Sveinsson og vilja enn
halda fram stjórnarskrárfrumvarpi undanfarandi þinga
óbreyttu.
Þessi kjördæmi eru: Eyjafjarðarsýsla og báðar
Þingeyjarsýslur.
Synodus var haldin 29. júní og óvanalega fjöl-
menn. Þar voru saman komnir 33 prestar. Þrjú höfuð-
mál voru þar rædd: — 1. breyting handbókar prest-
anna; var Iagt fram frumvarp til breytinga á henni,
enn með því að þar þótti enn margt við að athuga,
var afráðið, að senda frumvarpið fyrst öllum prestum
landsins til álita. Tillögur þeirra skulu síðan teknar
til meðferðar og nýtt frumvarp lagt fyrir næstu syno-
dus. — 2. skilnaðr ríkis og kirkju. Um það mál
urðu margar umræður, og virtust allmargir prestanna
vera hlyntir fríkirkju. — 3. innheimta prestgjalda.
Prestarnir vildu sumir, að sýslumönnum væri falin
innheimtan á hendr, og verðr þetta mál flutt á al-
þingi, enn engin líkindi eru til þess, að það fái nokk-
urn byr.