Fjallkonan


Fjallkonan - 01.07.1897, Síða 4

Fjallkonan - 01.07.1897, Síða 4
104 FJALLKONAN XIV 26. Þrjú þilskip fórust úr Eyjafirði í vor í maí- hretinu: ‘Draupnir’ með 9 mönnum, ‘öestr’ með 11 mönnum, og 'Storrnr’ með 12 mönnum. Er þar eftir fjöldi af ekkjum og munaðarlausum börnum. Maðr hrapaði í Málmey á Skagafirði snemma í júní, en komst heim að bæ sjálfr, og var síðan farið i land að leita honum lækninga. Yar þá farið til Jóns Arnljótssonar, skottulæknis, sem hefir verið í Eeykjavík, og þykir því ‘forframaðr’ í Skagafirði. ‘Hann sat yfir manninum 3 daga þangað tii hann dó, en héraðslæknisins var ekki vitjað. Sýnir þetta, hve alþýða er enn trúuð á skottulækna. Maðrinn hét Sigmundr Ingólfsson, og var duglegr maðr á bezta aldri’. Skag-aflrði, 17. júní: 'Nú um tíma hefir tíð verið hér köld og grasvöxtr lítr út. — Skepnuhöld hafa víða verið ill, og einkum hafa vorlömb dáið’. Akreyri, 15. júní: ‘í byrjun þessa mánaðar var 17° hiti og gerði gróðr, enn 11. þ. m. gerði norðanhret sem hefir staðið til þessa og snjóað í fjöll ofan til miðs, 3° — 6° hiti um miðja daga. Kyrkingr í öllum gróðri. Alment heyleysi. Enginn á- setningr er enn kendr á búnaðarskólunum!’ Gufuskipið ‘Ásgeir Ásgeirsson’ kom hingað 27. júní af Áust- flörðum með kolafarm. Farþegi: sr. Jóhann Lúther frá Hólmum. Gufuskip fiá þeim Zöllner & Yídalín kom hingað í gær. ‘Bremnæs’, strandferðabátrinn, kom 28. júní af Áustfjörðnm Farþegar: Guttormr alþingismaðr, Þorgrímr læknir með frú, séra Pétr á Kálfafellsstað, séra Þorsteinn Benediktsson, Eggert verzlunarstjóri af Papós með skyldulið sitt (reisir bú á Laugar- dælum í Flóa), Jón Runólfsson, sýsluskrifari, Björn Eiríksson frá Karlsskála o. fl. Druknun. Maðr druknaði af báti á Hánefsstaða- eyrum í Seyðisfirði, Guðjón Jónsaon að nafni sunn- lenzkr. Fiskilaust og síldarlaust var á Austfjörðum er ‘Bremnæs’ fór þaðan. Fénaðarhöld mjög ill víða um land í vor. Hefir fé í mörgum héruðum víðsvegar um land drepizt af ýmsum kvillum, sem munu vera eitthvað i ætt við hor eða ilt fóðr. Sauðburðr hefir þó ekki gengið mjög illa. ___________ Yeðrið er nú orðið hlýtt og gott síðustu daga, enn gróðr mjög rýr vegna undanfarandi kulda. Dáinn Jón ólafseon útvegsbóndi í ’Hlíðarhúsum’ í Reykjavík, einn af efnuðustu bændum hér í bænum og dugnaðarmaðr mikill. Leiörétting. í 24. tbl. Fjallk. hefir fallið burt ein lína úr greininni, þar sem talað er um stækkun borganna: 1831 hafði Ámeríka 4 stórborgir með 510 þús. íbúum, 1891 56 störborgir með 11 miij. 700 þús. íbúum. Hvort heldr 1 eða 2 samliggjandi herhergi í hinu nýja og vandaða húsi mínu í Suðurgötu, geta þingmenu fengið til leigu nú þegar. Þingmenn, sem eigi enn hafið leigt herbergi, komið sem fyrst og lítið á mín herbergi, er eg hefi til boða. Rvík “•/«. ’97. Andr. Andrésson. v verzlun Magnúsar Einarssonar á Seyðis- íirði fást ágæt vasaúr og margskonar smekideg- I ar, f&sénar og vandaðar vörur með mjög sanngjörnu verði. 1871 — Jubileum — 1896- Hinn eini ekta (Heilbrigðis matbitter). í öll þau mörgu ár, sem almenningr hefir notað bitter þenna, hefir hann rutt sér í fremstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðst út um allan heim. Honum hafa hlotnazt hæstu verðlaun. Þegar Brama-Iífs-elixír hefir verið brúkaðr, eykst öllum líkamanum þrbttr og þol, sálin endrlifnar og fjörgast, maðr verðr glaðlyndr, hug- rakkr og starffús, skilningarvitin verða næmari og menn hafa meiri ánœgju af gæðum lífsins. Enginn bitter hefir sýnt betr að hann beri nafn með rentu enn Brama-lífs-elixír, enn sú hylli sem hann hefir náð hjá almenningi, hefir gefið tilefni til einskisnýtra eftirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim. Kaupið Brama-lífs-elixír vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Ákreyri: Hr. Carl Höepfner. ---- Gránufélagið. Borgarnes: Hr. Johan Lange. Dýrafjörðr: Hr. N. Chr. Gram. Húsavík: Örum & Wulffa verslun. Keflavík: H. P. Duus verslun. ---- Knudtzon’s verslun. Reykjavík: Hr. W. Fischer. Raufarhöfn: Gránufélagíð. Sauðárkrókr: ------ Seyðisfiörðr: ------ Siglufjörðr: ------ Stykkishólmr: Hr. N. Chr. Gram. Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde. Vík pr. Vestmannaeyjar: Hr. Halldór Jöns- 8on. Ærlækjarsel: Hr. Sigurðr Ghmnlögsson. Einkenni: Blátt Ij'on og gullinn hani á einkennismiðanum. Mansfeld-Bullner & Lassen. hinir einu sem búa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-elixír. Kaupmannahöfn, Nörregade 6. Kristján Þorgrímsson tekr að sér að panta frá útlöndum, frá þeirri stærstu og beztu verksmiðju, alls- konar ofna og eldavélar eftir ný- justu tizku, ásamt tilheyrandi járn- rörum og tilsniðnum, eldföstum steini. Ennfremr: eldunarpotta, kaffihrenslupotta, steikarapönnur, kolaskúffur og kolakassa, ásamt ótal fleiri járn- ílátum, sem fólk þarf með. Uppdrætti getr hver sem vili fengið að sjá með hjásettu verðl. Yerðið er hið sama hér og hjá verksmiðjunni að viðbættri fragt. Borgið Fjallkonuna í réttan gjalddaga Útgefandi: Vald. Ásmnndarson. FélagsprentsmiOjan.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.