Fjallkonan


Fjallkonan - 04.11.1897, Page 1

Fjallkonan - 04.11.1897, Page 1
Kemr út um miðja viku. Árg. 3 kr. (erlendie 4 kr.) Auglýsingar mjög ódýrar. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júli. Upp sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstrœti 18. XIV, 44. Reykjavík, 4. nóvember. 1897. Ásetning. Árið 1874 vóru talin 1000 ár frá þvi er bygð hófst á ísiandi. Allan þenna tíma hefir kvikfjárrækt verið aðal-atvinnuvegr landamanna, svo eðlilegaat væri, að landsmenn hefðu lagt raikla rækt við þennan inndæla og arðsama atvinnuveg, enn það hefir því miðr ekki farið að vonum. Á hverri öld hefir mikiil grúi horfallið af kvikfénaði. enn það af honum, sem ekki hefir horfallið, hefir einatt dregizt fram með ógurlegum kvölum, svo gagnið liefir rýrt orðið, og mjög hefir á skepnunum skinið grimd og illmenska og fáráðlingsskapr. Fyrir rúmum 50 árum er samt eins og góðr andi hafi svifið yfir landsmenn, og alt af síðan meir og meir breiðst út betri og mildari meðferð á skepnum, enn áðr var. Sumstaðar er með- ferðin orðin góð, sumstaðar sæmileg, enn því miðr sumstaðar óhæfileg, hvað lítið sem út af ber með árferði. Mikið af neyð og bölvnn lands vors hefir stafað af hirðuleysi, fásinnu og grirad í meðferð kvikfénað- arins. Enn^ ekkert ok er eins inndælt og samgróið hjörtum manna eins og vaninn, hvort sem hann er betri eða verri. Ok þetta er vanalega sætara enn framfarirnar í fyrstu, hve harðir fjötrar og hver ó- lyfjan, sem í því liggr, og það er enginn hægðarieikr að varpa því af sér. Enn nú hefir mér svo virzt, sem margir landsmenn séu hjartagóðir og allskyn- samir í eðli sínu, ef þeir gætu komið þessu fyrir sig, og þó þeim hafi lítiil sómi verið sýndr, hvað upp- fræðingu snertir, þá ættu þessir mannkostir, sem ég taldi að landsmenn hafi, að vera mikill styrkr til þess, að yfirvega þetta málefni nokkurn veginn ræki- lega. Fyrst sjáum vér, að allir fyrningamenn lifa eins og ungi í eggi, og ástæðan er engin önnur enn sú, að þeir eru fyrningamenn. Allir geta borið sam- an gagiismunina hjá sjálfum sér, þegar fénaðrinn gengr iila undan, við það þegar hann gengr vel und- an; allir geta borið það saman, hvort arðsamara er að missa skepnuna úr hor, eða skera hana í haust- holdum. Hitt er vandreikoaðra, hve mikið tjón er að því, að missa lieyið frá hinum skepnunum, er hor- dauðu skepnurn&r hafa eytt. Einnig mætti fá hag- skýrslur yfir arð af fénu hjá bændum, sem alt af fara vel með það, og arðinn hjá hinum, sem lakar fóðrar. Þessar hagskýrslur gætu ef til vill fengizt nálægt búskólunum, og væri þá ekki fjarri sanni, að þeir söfnuðu þeim. Allir setja ofmargt á í gróða- skyni, enn með engu draga menn sig eins hrylliiega á tálar í velgengninni, eins og með ilíri ásetning, og þegar bændr hvekkjast ekki á þessu flæðiskeri, sýn- ist það muni fremr vera af kæruleysi enn vitskorti, ellegar þá af tilfinningarleysi fyrir velgengni. Ef vel væri, ætti aldrei að setja lakar á enn svo, að bóndinn gæti gefið sauðfé til fardaga, enn kúm til Jónsmessu. Á útigangsjörðum og í neyðarárum er þess að gæta, að vogunin sé sem allra nettust og minst að verða má. Vér börmum oss um fátækt, enn mörg miljónin fer enn í dag fyrir vansemd í kvikfjár- ræktinni. Mikil fjársala hefir ill áhrif á ásetninguna. Allar lambakreistur eru settar á, til að geta selt sem mest; spillir það fjárkyni, og veldr oft miklu fjártjóni þeg- ar heyafli er slæmr, því þá mætti stundum ekki setja á nokkurt lamb, stundum ekki nema hið allra vænsta at þeim, svo óhætt er að draga meiri hey- skapar kostnað, og stundum mikið lambahrun frá hinum mikla fjársölu gróða, sem skín svo lítið á landsmöunum. J. B. Kenningar Leo Tolstojs. (Niðrl.). Þá er spádðmrinn, að sá tímí muni koma, að menn- irnir taki eftir gnðs orði, og hætti að mæla stríðunum bðt, og smiði plðgskera úr sverðunum og ljái úr spjótunum, — það er þýtt á vora tnngu, sem nú lifum, að kastalar, fangelsi, háskði- ar, hallir og kirkjur standi tðmar, og að allir gálgar, byssur og kanónur standi ðnotaðar, — þessi spádðmr er ekki neinn draumr, heldr lífsins nýja form, sem mannkynið fer að nálgast með vax- andi hraða. Bnn hvenær mun það verða? Pyrir 19 öldum heflr Kristr leyst úr þessari spnrningu, og sagt að heims endir (þ. e. endir hinnar heiðinglegu heimsskip- unar) muni koma, þegar þrenging mannanna er mest og fagnað- arboðskaprinn Um guðs ríki — það er um framkvæmanlega nýja mannfélags tilhögun — verði prédikaðr öllum þjóðum (Matth. XXIV. 3.—28.). „Enn enginn veit nær sá dagr eða tími muni koma, utan faðirinn einn“, segir Kristr. Enn sá tími getr komið þegar sízt varir. Upp á spurninguna, hvenær sá tími korai, svarar Kristr því, að um það vitum vér ekkert, enn einmitt þess vegna eig- um vér ávalt að vera reiðubúnir eins og sá, sem vi!l gæta húss síns fyrir þjófum, eins og meyjarnar, sem áttu að hafa lampa sína tendraða fyrir brúðgumanum, og enn fremr eigum vér að gera alt sem í voru valdi stendr, til þess að þessi tími komi sem fljótast, eins og þjónarnir áttu að verja því pundi, sem þeim var fyrir trúað. Annað svar enn þetta fæst ekki. Menn geta ekki vitað daginn né stundina þegar himnaríki er nálægt, því tilkoma þess er eingöngu undir sjálfum þeim komin. Svarið er því áþekt öðru svari, sem vitringr einn gaf veg- farandi mönnum, er spurðu hann, hvort þeir mundu verða lengi að komast til borgarinnar. Hann svaraði: „Haldið áfram“! Hveinig verðr það vitað, hvort mennirnir verða lengi að ná takmarkinu, þegar vér vitum ekki, hvernig þeir stefna að því, og þegar það í annan stað er undir þeim sjálfum komið, hvort þeir vilja ganga áfram eða standa kyrrir, hvata sporina eða greikka það? Enn það vitum vér, hvað mannkyninu her að gera til þess að himnaríki verði nálægt. Vér þurfum ekki annað enn að byrja á því, sem vér eignm að gera, vér þurtum ekki annað enn að lifa samkvæmt hinum kristilegu sannindum, sem lögð eru í hjörtu vor. Þá mun það ríki til vor koma, sem guð hefir heitið oss og hver maðr þráir. Eins og sjá má af þessu litla sýnishorni, ber Tolstoj saman við „anarkista11 í því, að hann álítr að mannfélags bygging sú

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.