Fjallkonan


Fjallkonan - 22.01.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 22.01.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um miOja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júli Upp sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 3. ReykjavíK, 22. janúar. 1898. FJALLKONAN 1898. Þetta ár verða myndir í hverju blaði Fjallkonunnar, bæði af merkismönnum útlendum, viðburð- um og mannvirkjum og innlendar myndir. Um stjórnmál verða að eins stuttar greinir teknar í blaðið. Stuttar praktiskar ritgerðir um atvinnumál vill blaðið fá sem flest- ar og geldr þá ritlaun fyrir, ef þær eru svo úr garði gerðar, að ritstjórninni líki. Sögur verða í hverju blaði, bæði innlendar sögur (sem ekkert annað blað hefir að bjóða) og út- leudar, skemtilegar sögur. Af innlsndum sögum, sem koma áðr laágt iíðr, má nefna þátt af íííels skálda með inynd af hon- um. Fréttabréf vill Fjallkonan fá úr öllum héruðum, oinkum ef eitt- hvað ber nýrra við. Þeir sem senda blaðinu stöðugt fréttir geta fengið það ðkeypis. Útgefandinn. Salisbury. Ráðaneytisforseti Englendinga, sem nú er, BohertArthur Cecil, markí af Salisbury (Soisbörri) er fæddr 1830. Hann hefír verið þingmaðr síðan hann var rúmlega tvítugr og setið mjög oft í ráð- gjafasæti. 1886 varð hann ráða- neytisforseti eftir lát Disraelis. Hann er rammr íhaldsmaðr, enn hefir jafnan verið talinn meðal hinna mælskustu og atkvæðamestu stjórn- máiamanna á Bretlandi. Einkum hefir þótt mikið kveða að stjórn- kænsku hans og framkvæmd- um í utasríkismálum, og ekki sízt i „austræna málinu", þótt ekki fari miklar sögur af fram- kvæmdum hans í stríði Tyrkja og Grikkja síðast. Hann heflr oftar enn einu sinni orðið að þoka með ráðaneyti sitt fyrir Gladstone og hinum frjálslynda flokki; þeir hafa skifzt á um völdin á Englandi yíðustu tiu ár- in; en þótt Gladstone nái eigi framar sæti i ráðaneytinu fyrir elli sakir, er mjög líklegt «ð ráða- neyti Salisburys eigi sér ekki langan aldr héðan af, enda gerist hann nú líka aldrhniginn. Alþýðurödd um stjórnarmálið, Vér höfum,sveitabændmir,reynt að fylgjast með í þessu máli í sumar; enn þrátt fyrir prédikanir blaðanna munu margir litlu nær og í mikluni vafa. Vér höfum séð ávarp Valtýs- manna og þar letrað stórum stöf- um: „að skipaðr verði sérstakr ráðgjafi fyrir ísland, er eigi hefði önnur stjórnarstörf á hendi, skildi og talaði íslenzku. eða með öðrum orðum, væri íslendingr, ætti sæti á alþingi og bæri ábyrgð fyrir því á allri stjórnarathöfninni". Vér höfum skilið Valtýsmenn svo, sem ganga megi að þvi vísu, að þetta yrði fáanlegt, ef alþingi vildi þiggja það. Enn vér. bændrnir, þurfuni að gjöra oss það Ijóst, &ð hverju leyti breyting þessi t-é til batn- aðar, ef hún fengist, og þetta finnst oss vér bezt geta með því, að virða fyrir oss, hvernig hið nýja endrbætta fyrirkomulag mundi reynast í íramkvæmdinni. Vér góngum þá út frá því, að til sé sérstakr íslandsráðgjafi, ís- lenzkr í húð og hár. Að hann sé hinn vandaðasti og lærðr vel. Að hann sé framfara og áhugamaðr, hafi engin önnur störf á hendi og sé þvi vakinn og sofinn yfir því, að hugsa um framför landa sinna, smíða ný lagafrumvörp, efla sam- göngur, auka mentun o. s. frv. Þessi góði íslandsráðgjafi á nú að mæta á alþingi íslendinga og þar skyldi maðr ætla, að kæmi mikill og fagr ávöxtr iðju hans. Enn blessaðr ráðgjafinn á nú sæti í ríkisráðinu, og á þar að eins ráð á sínu eina atkvæði. Enn undir ríkisráðið í heild heyra síðustu úrsiit allra íslenzkra Iög- gjafarmála. Hlýtr þá ekki ráðgjafinn, áðr enn hann fer til þings, að bera undir ríkisráðið öll góðu laganý- mælin sín ? Hlýtr hann ekki að spyrja dónsku ráðgjafana að því, hver af nýmæludum þeir aðhyllist? Getr ráðgjafinn borið þau laga- frumvörp undir þingið, sem rikis- ráðið þegar hefir felt með at- kvæðafjölda? Erþá svo ólíklegt, að blessað ríkisráðið stytti mörg- um af góðu frumvörpunum ráð- gjafans aldr og eyðileggi þannig mest af óllu hans mikla og góða starfi? Svo kemr nú ráðgjafinn til þings með hinar helga leifar, sem slopp- ið hafa gegnum hreinsnnareld ríkisráðsins. Þingið aðhyllist sumt óbreytt, öðru vill það breyta meira eða minna. Enn breyting- um þessum gat ráðgjafanum ekki hugsast að gjöra ráð fyrir og bera þær í tíma undir ríkisráðið. Hvað getr hann þá sagt ? Hverju getr hann lofað ? Oss finst hann að eins geta svarað þessu gamla: „Ég veit ekki". „Þetta hefir ekki borið á góma og þvi óvíst, hvernig stjórnin tekr í það." Frá þjóðinni streyma ýms laga- nýmæii inn á þingið. Sum af

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.