Fjallkonan


Fjallkonan - 01.02.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 01.02.1898, Blaðsíða 3
1. febr. 1898. FJALLKONAN. 19 borið þá fregn, að 2 menn væru hönduin teknir, sem grunaðir vóru um að sitja um líf keisarans. FriðrÍDn milli Tyrlija og Qríkkja er nú unairritaðr. Fossarnir á íslandi. í norsku blaði „Yerdens Gang“ erþess getið, að frakknesk tímarit skýri frá nýju landi, sem vert sé að veita athygli. Þetta land er ísland. „Hið gamla söguland11, segir blaðið, „er ákaflega auð- ugt af ám og fosaurn. Vatnsaflið í ánum og fossunum er nægilegt til þess að framleiða ljós og hita handa íbflunum, ef það væri notað, og meira en það. — Þeir 3 fossar, Álafoss(!), Gullfoss og Goða- foss geta til samans framleitt meirikraft heldr enn hinir stærstu fossar í Norðr- álfunni, Allr sá vatnskraftr, sem finst á eynni, getr reiknast til þflsund miljóna hesta-afla. Jafnvel þó strykuð væru í burt tvö öftustu nfillin, er af miklu að taka. Reykjavík gæti fengið ljós og hita, sem hún þarf með, frá árfossi, sem er ð kilómetra frá bænum. — Þar að auki eru eldfjöllin á eynni rík af verðmætum steinefnum, sem mætti vinna og færa sér í nyt með hjálp rafmagns- ins. ísland er einnig ágætr staðr fyrir veðrathuganir, sérstaklega ef það stæði í fréttaþráðarsambandi við Norðrálfuna. Það gæti verið mikilsvcrt, að fá þaðan vitneskju og viðvaranir um storma, og vísindin mundu fá uýtt þýðingarmikið efni, að því er veðrfræðina snertir, til að rannsaka. Athuganir um jarðskjálfta gætu orðið greiðari, og norðrljósin eru þess verð, að þau væru athuguð“.— Grein þessi hefir einnig staðið í dönskum blöð- um og vakið athygli manna á Islandi, sérstaklega að því er fossana snertir og þann mikla auð, er þeir hafa í sér fólginn. S. S. Prestr með uppreistar-anda. Að slíta ísland frá Þanmörku. (Eftir dönsku bl. „Tidens Krav“ 29. des. f. á.) Frá Kristiania er ritað 18. þ. m. til „Frankf. Zeitung“: „Hér hefir verið í nokkra daga íslenzkr prestr [Jfllius] Þórðarson, sem virðist vera hingað kominn til að komast eftir, hvernig Norðmenn mundu taka þvi, ef íslendiugar vildu segja skilið við Dan- mörku og ganga í samband við Noreg. Séra' [Jfllíus] Þórðarson segir, að Norð- menn séu mjög hlyntir íslendingum.-------- íslendingar lesa mjög bækr eftir norska höfunda, og skilja vel norska bændr, enn eiga mjög erfitt með að skilja hugs- unarhátt Dana. — Hinar nýju íslenzku bókmentir eru mjög auðugar; af hinum íslenzku skáldum er Stgr. Thorsteinsson fremstr. — í engu landi eru jafnmörg blöð að tiltölu sem á íslandi. ÍEeykja- vík koma flt 8 blöð [á að vera 14]“. Octavius Hansen og íslenzka stjórnarinálið. Frá Octavius Hansen, málaflutnings- manni í hæstarétti og ríkisþingsmanni, hefir Fjallk. fengið bréf þetta: — Til ritstj. Fjallk. llér hefir verið bent á, að í ýmsum blöðum í Reykjavík, og þar með yðar heiðraða blaði, hafi staðið langir útdrætt- ir af umræðum. sem urðu i „Studenter- samfundet“ í Kaupmannahöfn í nóvember í vetr eftir fyrirlestr, sem dr. Yaltýr Guðmundsson hafði haldið um stjórnar- mál íslands. Þar sem ég tók þátt í þess- um umræðum, verð ég að segja, að mér kom ekki til hugar, að orð mín nytu þeirrar virðingar, að verða sögð i fit- drætti í íslenzkum biöðum. Það er ekki veDja, að þessar kveldræður yfir toddy- glösum í „Studentersamfundet11 sé gerð- ar almenningi kunnar. Ég tók að eins þátt í umræðunum af því, að mig fýsti að verða vísari um það hjá dr. (Valtý) Guðmundssyni, hvernig íslenzku stjórn- ardeilunni væri háttað nfl sem stendr. Ég hafði — þó skömm sé frá að segja — ekki gert mér svo sjálfstæða grein fyrir þessu máli, að ég gæti haft neina ákveðna skoðun á því. Það sem mig einkum fýsti að vita, var það, af hver- jum ástæðum ráðgjafi íslands héldi því fram, að ríkisráðið danska yrði sífelt að hafa íslenzk sérmál til meðferðar. Þá er dr. (Valtýr) Guðmundsson út af fyrirspurn minni hafði gert grein fyr- ir þeim ástæðum, sem ráðgjafinn mundi hafa til að halda þessu fram, og skýrt frá, að tillaga hans á alþingi mundi ekki hafa í sér fólgna viðrkonning þess, að ráðaneytið hefði á réttu að standa i þessu máli, tók ég fram, hve æskiiegt það væri, að Danir gætu að miklu leyti orðið við óskurn íslendinga og einkum vonaði ég, að hætt yrði að halda fram þeirri kröfu, að farið væri með sérmál íslands i danska rikisráðinu. Við þetta tækifæri tók ég enga stefnu í málinu, hvorki í mínu nafni og því síðr nokkurs annars pólitísks flokks. Ég hefi ekki að neinu leyti fallizt á pölitík dr. (Valtýs) Guðmundssonar og mér kom ekki heldr til hugar, að vera á móti henni. Mér fiDSt dr. (Valtýr) Guðmund3- son eiga þakkir skildar fyrir það, að hann við þetta tækifæri fræddi að mun meðal annars danska stjórnmálamennum helztu atriðin í stjórnardeilu íslendinga. Dönum er ekki vanþörf á upplýsingum í þessu máli. Fyrsta skilyrði samkomu- lags er, að menn skilji hvorir aðra. Væri ríkisþinginu ljós ágreiningrinn milli al- þingis íslendinga og ráðgjafa íslnnds, mundi ríkisþingið ef til vill geta greitt fyrir því, að hin margra ára stjóruar- barátta yrði á enda kljáð. Þá yrði lik- lega álitið, að þess gerðist engin þörf vegna hagsmuna Danmerkr, að neita al- þingi Islendinga og ráðgjafa þess um sjálfstæð og full ráð, bæði í löggjöf og umboðsstjórn, að þvi er kemr til sér- mála íslands. Að minsta kosti mundu menn geta sannfærzt um, að hér væri engin hætta- búin hagsmunum Dana, ef unnið væri að málinu af góðiim hug á báðar hliðar. Ég þarf ekki að taka það fram, að Dönum er vel til íslands og ís- lendinga. Hins vegar væri æskilegt, að Danir hefðu meiri áhuga á íslenzkum málum og þektu þau dálítið betr enu ufi gerist. Enn ætli íslendingum sjálfum sé þar ekki að nokkuru leyti um að keuna? Kaupmannahöfn, 10. jan. 1898. Virðingarfyllst. Octavius Hansen. Druknuu í Khöfu. Á aðfangadags- kveld jóla druknaði í kalkbrensluköfuinni í Kaupmannahöín Þorlákr Jónsson, stud. mag., soar Jóns alþm. Sigurðssonar á Gautlöndum. Hann hafði eigi sézt frá þvi seint um kveldið, og vissi enginn hvað af honum várð, unz lögregluliðið fann lík hans daginn eftir. Af bréfum, er vóru í vasa hans, þektist hann þegar Hvernig slysið hafi til orðið, er mönnum ókunnugt, enn sennilegast talið, að hann hafi eigi gáð aö sér í nætrmyrkrinu, enn gengið í ógáti í sjó fram, enn enginn maðr í nánd á þeim tíma, og steinkampr ióðréttr upp, svo að ömögulegt er hjálp- arlaust upp flr að komast fyrir þann, sem fram af dsttr. Likið var alveg ó- skaddað, nema hruflur á hnjánum, er hann virðist hafa fengið við tilraunir

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.