Fjallkonan


Fjallkonan - 08.02.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 08.02.1898, Blaðsíða 1
Gialddagi 15. júli. Upp- sogn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstrœti 18 Kemr út um miflja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ödýrar. FJALLKONAN. XV, 6. Reykjavlk, 8. febrúar. 1898. Stjórnarmálið. Enginn ávæningr heyrist um það, að stjórnin ætli að gera neitt i stjórnarskrármálinu íslenzka að siuni, eða svara þinginu neiuu um það, fyrr enn ef það yrði rétt fyrir alþingi 1899, enda er stjórn- in ekki vön að taka þau mál til álita, sem ekki eru til lykta leidd á þinginu. — Húu mun heldr al- drei hafa haft neinn áhuga á máli þessu, fremr enn öðrum íslands- málum, þótt hún ætti að sjá, að það gæti haft nokkura þýðingu fyrir hagsmuni Dana, hvaða stefna verðr ofan á í stjórnarmálí ís- Iendinga. Ef taka má mark á uinræðum þeim sem nokkrir merkir þing- rnenn Dana hafa haft um þetta mál á málfundi þeim í „Student- erssmfundet“ í vetr, sem tíðrætt hefir orðið um hér heima, eru vinstri menn Dana á móti land- stjórafrumvarpinu og ráðgjöfun- um íslenzku, hvað þá hægri menn. Þeir eru þannig á móti endrskoð- unarfrumvarpi Benedikts Sveins- sonar og á móti miðluninni frá 1889. Þeir álíta, að bæði land- stjórahugmyndin, og þá ekki síðr jarlshugmyndin, miði til þess að veikja sambandið milli Danmerkr og íslands, eða slíta það. Þar á móti stefnir pólitík sú sem kend er við dr. Valtý, þótt hann sé ekki upphafsmaðr henn- ar, heldr að því að tryggja sam- bandið. Dr. Valtýr vildi líka eitt sinn, að Danakonungr, nefadist „konungr yfir íslacdi", og var það í sömu átt. — Enn ef sam- bandið er óeðlilegt og getr hindr- að framfarir landsins, hvernig sem um hnútana væri búið, sem naum- ast mun verða neitað, þá ættu Jandsmenn ekki að fara að styrkja það. Hins vegar væri íiklegt, að það gæti verið stjórninni áhuga- mál. Enn það er ekki, af því að þessi stjórn sem vér höfum nú, er svo dauf og aðgerðalaus. Hún íill að li'kindum helzt að alt sé kyrt og óhreyft í þessu máli. Og satt að segja ætlum vér það einnig ráðlegast, að íjalla sem minst um þetta mál við þá stjórn, sem nú sitr að völdum; það mundi verða árangrslaust og jafnve! til að spilla fyrir viðgangi málsins á sínum tíma. Endrskoð- unarfrumvarpið verðr aldrei sam- þykt af stjórriinni og miðlunar- frumvsrpið frá 1889 ekki heldr; Valtýs-frumvarpið með ríkisráðs- ráðgjafanum yrði líkiega ssmþykt, enn margir munu i vafa um, hvort nokkuð væri unnið með því,með- al annars &f því, að vér vitum ekki nú sem stendr af' neinum manni, sem þjóðin mundi treysta til að sitja í því ráðgjafasæti. Enn þótt vér færum hægt í sakirnar við stjórnina í þessu máli að sinni, gætum vér unnið mikið að því heima fyrir. Og til þess að koma málinu í gott horf og fylkja liðinu, sem alt er á sundrungu, mundi tiltækilegast að fulltrúafundr væri haldinn í Reykjavík nokkru fyrir alþingi 1899, helzt á næsta hausti, til að ræða um stjórnarbótarmálið og kjósa nefnd manna til að búa málið undir alþingi. Merklslbændr. Fjallkonan ætlar framvegis að flytja stnttar minningargreinir um merkis- bændr, sem nú erw uppi, og heiir lagt drög fyrir, að fá fregnir og skýrslur um þá sem flesta, og myndir þeirra, ef aostr er á. Hér kemr fyrsta greinin, þðtt mynd fylgi ekki. Það getr verið ánægjusamt fyrir ættingja og vini að lesa í blöðunum réttar og sannar æfi- minningar, og gagnlegt fyrir aðra, og hvöt til að geta sér líkan orð- stír, enda er ekki svo mikill hörgull á dánarskrám, og þeim all-íburðarmiklum á stundum. Þeir sem kunnugir eru geta bezt borið um, hvort þar er ekki of eða van. Hitt er miklu sjaldn- ar, að ýmsra mjög nýtra manna í einni og annari sveit sé opin- berlega getið, meðan þeir eru fyr- ir moJd ofan, sem er þó ekki nema verðugt. Þér hafið, herra ritstjóri, mælst til þess, að ég gæti þeirra manna, er sköruðu hér fram úr í einhverju. Á þessu. skal ég nú sýna lit með því, að geta eins nýtasta bóndans hér. Hann heitir Guðmundr Þórar- nsson og býr á Yestrhúsum, 47 ára að aldri. Hann ólst upp á góðu heimili undir Eyjafjöllum, kom hingað bláfátækr fyrir innan tvítugt, giftist og reisti hér bú nokkurum árum síðar á ábúðarjörð sinui, þá niðrniddri og~í verstu órækt. Túnið hefir hann sléttað að miklu Ieyti, stækkað það um x/4 og afgirt með vönduðum grjót- garði í stað moldargarðs, er áðr var. Af túninu fær hann nú orðið fjórfalt við það sem fyrst. Mat- jurtagarða hefir hann í betra lagi og vel girta. Á jörðinni hefir hann bygt vandað íbúðarhús af timbri og járni; heyhlöðu með samrjáfra geymslu og áföstu lamb- húsi af sama efni; ennfremr stórt fjárhús með járnþaki; svo og fleiri hús. Lengst hefir hann þófverið einyrki. Hann mun vera orðinn fjáðasti bóndinn hér, enda tekr hann öllum fram í fjárhirðingu og meðferð á skepnum. Börn á hann 4 mannvænleg, og vel upp alin, sem ekki er miust í varið. Að gáfum er hann í meðallagi, enn einn í þeirra tölu, sem ekki átti kost á mikilli mentun. Hann er gildr meðalmaðr að burðum. Jafnframt því sem Guðrún Er- lendsdóttir kona hans hefir verið honum samhent og ekki síðr í sinni stöðu enn hanu í sinni, hef- ir hann verið forsjáll, iðjusamr, atorku og reglursaðr, manna hjálpfúsastr og áreiðanlegastr í viðskiftum. Guðmundr hefir alla tíð ver- ið yfirlætislaus og frásneiddr því, að ganga um bæi til að segja hreystisögur, né lygasögur af sér eða öðrum, eða flytja skaðlega

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.