Fjallkonan - 08.02.1898, Side 2
22
fjallkonan:
XV 6.
\J
dagdóma og rógburð. Þeim sem
vilja verða nýtir bændr og menn
i mannfélaginu, er óhætt að taka
Guðmund til fyrirmyndar.
Eftir beztu vitund.
Vestmannaeyingr.
ÍSLENZKR SÖGUBÁLKR.
Æfisaga J óns Steingrímssonar,
prófasts og prests að Prestsbakka.
[Eftir eiginhandarriti. Lbs. 182, 4to].
2. Nú skal fyrBt sýna, hversu guð
með undarlegum enn J>6 dásamlegum
hætti stjórnar hlutum náttúrunnar og
sýnir oft fyrirfram það, er hann vill láta
síðar sjást og fram koma manneskjunni
til varúðar og ýmislegs góðs, enn sér til
dýrðar; hér þvert á móti vill sá vondi
andi fordjarfa slíkt á allan veg, mann-
inum til örvinglunar og alls ills, hvar
upp á er eftiifylgjandi dæmi. Þegar min
góða móðir var ólétt að mér, dreymdi
hana, að henni væri sagt, að hún gengi
með hvíthyrndan hrút, hvorn hún mnndi
víst af sér fæða. Hann yrði ei drepinn,
því hann ætti að eyðileggja heilar sveit-
ir í landinn. flér við varð hún skelfd,
meira enn frá megi segja, og vogaði eng-
um að fortelja drauminn, sem þó varð æ
þyngra, því nú sat sá vondi andi sig ei
úr færi, að smeygja sér því framar inn
í þankana, setti henni alt ilt fyrir sjón-
ir og útlagði þetta fyrir henni á versta
veg. Og nær sem so hættast stóð, kom
til heAar af hendingu, — ég held fram-
ar af guðs ásettu ráði — áðr nefnd karl-
skepna Páll Skúlason, enn so sem hún
þekti hann frómlyndan og fámálugan,
þá sagði hún honum upp alla þessa til-
bnrði. Karlinn hughreysti hana strax,
og sagði þetta guðs bendingu, er hefði
það að þýða, að það sem hún gengi með
væri piltbarn. Hann mundi eyða ein-
hverju vondu skikki, verða einn yfir-
maðr, so sem hrútrinn væri sem höfuð
og herra hjarðarinnar. Hann færði henni
dæmi, að hún hefir sagt mér, af annari
konu, sem dreymt hefði hún gengi með
geltandi hund, blóðugan á síðunum og
hetði sá orðið mikilmenni etc. Yeit ég
nú vel, hvaðan hann hefir haft þá frá-
sögu. Við þessar útþýðingar, frásögur
og hughreystingar styrktist hún aftr,
lét hún so vdfa hjá sér þar til guð leyBti
hana frá sinum burði og ég fæddist i
heiminn, hvar þá karlinn var við. Guð
fer ekki í mannvirðingar, heldr lítr á það
lága og það sem foraktanlegt er fyrir
heiminum. Það hefir hann sér tíðum út-
valið. So lítið sem mér fanst til þess-
arar frásögu á mínum gjálífis aldri, so
hefir hún síðan alloft stungið mig, síðan
guð gerði mig að yfirmanni, að ég skyldi
gæta að minni skyldu og sjá hversu guð
fyrirhugaði mig til þess, þá ég var enn
í móðuriífi. Helga Eiriksdóttir hét sú
sem nokkra stund lá undir mér. fíún
giftist Símoni Þórðarsyni. Eitt þeirra
harn hét Jón, bæði at frændsemi og í
þakklæti minning viðmóður hans; kendi
ég honum siðan til skóla. Hann varð
útlærðr og síðan djákni, misti geistleg-
heitin og býr búi sínu fyrir norðan.
Tveir drengir vóru þar jafnaldrar mínir;
hét annar Bjarni Eiríksson, annar Er-
lendr Sigurðsson; kemr sá fyrri ei hér
framar við. Jafnöldru og skyldmenni
átti ég þar; okkr var jafnað saman sem
margir gera, hvað þó er ei so gott ætíð,
því mig má til minna, hvað ilt það ætl-
aði að leiða hér eftir sig. Þá ég var
4ra vetra, man ég fyrst til mín af for-
myrkvan, sem skeði um vorið, að sóíin
formyrkvaðist so um nónbilið, að lengi
varð dimt sem nótt væri komin. Um
þessar mundir tóku foreldrar mínir stúlku-
barn af afa mínum, hálfsystur móður
minnar, sem heitir Guðfinna Hjálmsdótt-
ir; hún var méryngri, enn í miklu yfir-
skýrari. Hjá foreldrum mínum var og
móðurafa systir mín, áðr nefnd Guðný
Stephánsdóttir; lá þessi stúlka á fótum
hennar. Þessi mín afasystir hafði fóstrað
móður mína upp, og so séra Jón Egils-
Bon í Laufási, eftir það þau hvort um
sig mistu foreldra, eðr réttara mæður sín-
arl Þvi tók móðir mín hana aftr. Var
hún látin hafa so mikið úr jörðunni og
málnytju peningi sem henni ásamt greindu
stúlkubarni nægði til góðrar forsorgunar
og klæðnaðar. Eftir fráfall föður míns
var hún hjá móður minni alt til danða-
dags, með sömu kjörum. Þá fór og
greind stúlka til annara frænda sinna,
giftist síðan, býr með manni sínum og
á mörg böm.
3. Hér skal leiða fyrir sjónir, hversu
fólki var háttað á fyrri öld, og taka mína
fyrrgreindu afa systur til sjónarspegils
þar upp á. Húu var há og gildvaxin,
stórskorin í andliti, Bterk og stórlynd,
hreinlynd og frjáls í tali; aftr gæflynd
og meðaumkunarsöm við þurfandi og fá-
tækar manneskjur. Hún var skrifandi
og lesandi, er mikið þótti á þeim dögum.
Hún kunni slátt og var ágætr ljáasmiðr,
að allr fjöldi sótti sín ljásmíði til henn-
ar, er slógu henni aftr, að ei þurfti slíkt
út að kaupa. Hún var so ættfróð, að
nálega vissi hvers manns ætt, so sá rekstr
gekk stundum langt á kvöld, er hún
fékk nokkurn, sem þar í var ei fram-
andi, eðr fræðast vildi af henni. Hún
kunni fingrarím það gamla og rímtal
eftir þeim forna móð, enn af fornfræð-
um, kveðiingum, sálmum so mikið, að ó-
trúlegt mætti sýnast. Alt inntak úr Odds
Gottskálkssonar Nýjatestamenti, er hún
átti, vissi hún. Ég segi ei framar. Hve-
nær sem hún fyrirsettist og var vakandi,
var hún að fara með eitthvað af þessn.
Eftir því sem ég vitkaðist, var ég því
fúsari, að spyrja hana að ýmsu, sem
sumum ungmönnnm er tamt, heyra og
læra af henni, hvað mér síðar í Nýja-
Testam. að miklu gagni kom. Hjá henni
var sem öðrum mikill átrúnaðr um huldu-
fólkið, so bæði bygði hún heima á nýárs-
nótt, gerði smáelda í kringum öBkustóna
handa jólasveinum og markleysur fleiri.
Enn þar hjá so trúarsterk, að þá stór-
viðri upp á kom, kvæði hún nokkurum
sinnum „Krosskvæði“ eðr „Jesú minn-
ing“ eðr þennann sálm: „Jesús sté í
þann tíma“, slotaði veðrinu að óskum.
Hargar trölla-, drauga- og aftrgöngu
frásögur kunni hún, og hverninn klukkna-
hringar væru þénanlegar að fæla slíkan
fans i burtu. Hún hafði og séð þá
klukku, sem fanst í jörðu að yfirhvolfdu
keraldi i nokkuru plátsi fyrir framan
Hof í Skagafjarðardölum. Skyldi þar áðr
hafa verið eitt klaustr og eyðilagzt i
stóru plágunni 1404. Veit nú enginn til
þessa. Á greindri klukku stóðu þessi
orð: Vox mea est bamba, possum de-
pellere Satan; það þýðir: „Mitt hljóð
er bamba, burt rek ég Satan“. Var
klukka sú flutt að Goðdölum, enn nú
síðar um steypt. Hfin trúði sem aðrir
á þeirri öld, að guð mundi láta klukkur
hringja á síðasta degi til að kalla þá
dauðu saman og fæla djöflana ofan L
Helvíti etc. Þessa stöku man ég eftir
henni:
Fagr er söngr í himnahöll,
þar heilagir englar syngja.
Skjálfa mun þá veröldin öll
þá dómklukkurnar hringja etc.
(Framh.)
Endiinörk allieimsins.
(Að mestu eftir “The Weekly Oregonian").
„Arnfleygur liugur,
hœttu nú sveimi,
sárþreytta vœngi
síga láttu niður“.
Spursendill (interviewer) einn
kom fyrir skömmu &ð máli vid
Simon Newcomb (njúkóm), ein-