Fjallkonan


Fjallkonan - 08.02.1898, Side 4

Fjallkonan - 08.02.1898, Side 4
24 FJALLKONAN. XV 6. ast að ratm nm, að foreldrarnir geti ráð- ið því, livort börn þeirra verða piltbörn eða meybörn. Héðan af geti því þeir foreldrar, sem vilja, eignazt aonu eða dætr eftir vild. Hann ætlar innan skamms að gera þetta leyndarmál lýðum ljðst. Ljósmjndii' af Imgsunum. Sonr Edisons heitir Thomas, eins og faðir hans, og er að eins 21 árs. Hann er hug- vitsmaðr mikill eins og faðir hans. Hann hefir fyrir skömmu gert tilraunir til að taka Ijðsmyndir af hugsunum manna, og er það gert með rafmagni, Röntgens geislum og ljósmynda áhöldum. — Hann lét t. d. mann hugsa sér silfrpening, og mynd af peningnum kom út í Ijósmynda- plötunni, segja blöðin. Á vatnsskíðum yflr Atlantsliaf. Á vatns-skíðum má ganga á sjó og landi, og hefir það jafnvel verið reynt hér á landi. Nú ætlar amerískr íþróttamaðr, er Oldrieve (óldrív) heitir, að ganga á skíð- um yfir Atlantshaf. „Það er alls ekki ó- fært“,sogir hann; „éghefiárumsaman tam- ið mér að ganga á vatnskíðum og ég hefi komizt á það lag, að láta öldurnar ýta mér áfram“. í því er líka íþróttin fólg- in, enn bún mun vera mjög vandasöm. Oldrieve hefir gengið á skiðum yfir stór- vötnin í Ameríku og ýmis stór fljót, og kveðst aldrei hafa dignað í fætrna. Lengsta vatnsganga hans var frá Albany (eftir Hudsonsfljótinu) til New York. Það eru 40 danskar mílnr. Sem auðvitað er, getr hann ekki hald- ið áfram dag og nótt. Hann verðr því að hafa með sér skip, svo hann geti neytt svefns og matar. Oldrieve hefir því samferðamann, sem ætlar að fara með honum einn á bát yfir Atlantshafið; bátrinn er 14 fet á lengd og 5 fet á breidd, og svo léttr, að hann getr haldið á honum undir hendinni. Þeir félagar ætla að fara ferð þessa í júnímánuði í sumar. Veðrið hefir nú um tíma verið snjó- samt, og er kominn talsverðr snjór hér nærlendis. Yeikindi óvanalega mikil eru hér í bænum. Kvefveiki hefir gengið hér síð- an löngu fyrir jól, og er ekki aflétt enn. Yermenn að norðan og vestan hafa verið að koma hingað þessa dagana, enn fiskilaust er í veiðistöðum öllum, að því er til hefir spurzt. Jóhannes Bððvarsson, sem barinn var á götunum um daginn, er nú kom- inn á fætr, enn óvíst, að hann verði nokkurn tíma jafngóðr. Annar maðrinn scm barði hann dæmdr í 20 kr. sekt; hinn er ódæmdr. Eins og oft er, reynd- ust vitnin hvorki með fullri sjón né heyrn, og leikr grunr á, að eitt þeirra hafi gefið ranga skýrslu. David Östlund, frá Noregi, trúboði „adventista", dvelr hér í bænum í vetr, og er farinn að prédika á íslenzku. Hann kunni ekkert í íslenzku, þegar hann kom hingað i haust, enn hefir þegar náð þess- ari kunnáttu í málinu og þykir það vel gert. — Hann ætlar til Noregs í sumar að sækja skyldulið sitt, og býst svo við að setjast hér að. — Einn íslenzkr prestr, séra Lárus Halldórsson, fylgir að sögn trúarskoðunum „adventista". Einar Helgason garðyrkjufræðingr kom með síðasta póstskipi frá Danmörku. Hann hefir stundað nám við garðyrkju- skólann í Vilvorde á Sjálandi rúm 2 ár, og tók þar próf í vor ið var með bezta vitnisburði. í sumar fór hann til Sví- þjóðar til að kynna sér skógrækt þar í landi, fór þar viða um, og kveðst síðan vera vonbetri um að skóg megi planta hér á landi. — í vor og aftr í haust og vetr fram yfir nýár var hann við til- raunastofnun í Askov á Jótlandi. Hann ætlar nú að setjast að hér á landi og gera tilraunir bæði með trjáræktun og matjurtir. Kvennaskólinn á Ytri-Ey. Þar eru nú að eins 12 námsstúlkur, enn 4 kenslu- konur, og er búizt við, að skólinn verði fluttr þaðan áðr enn langt líðr. Yestrfarir. Bréf úr Skagafjarðarsýslu segir, að þar sé „einstöku maðr að gera ráð fyrir að flytja til Ameríku á næsta sumri. Þykja tímar fara versnandi“, segir bréfritarinn, „útgjöld hækkandi, auðr smækkandi, viðlagasjóðr þverrandi, eftir- launamenn fjölgandi, enn vinnandi fólk fækkandi og fyrirhyggja þings og þjóðar minkandi“. Tvö ný blöð íslenzk eru farin að koma út i Vestrheimi. Blöð sem nú koma út á íslenzku eru nú hálfr þriðji tugr, og er það meira enn dæmi eru til nokkurs- staðar í heimi. Leiðrétting. í bréfið frá Octavius Hansen í Fjallk. vantar í setninguna: „Ég hefi ekki að neinu leytl fallizt á skoðun" dr. V. G. á að vera: „Ég hefi ekki sagt, að ég að neinu leyti fallist á o. b. frv“. — Þetta er rétt í „Þjóðólfi“, sem annars hefir tekið þýðingu Fjallk. orðrétta. Barnablaðið er skemtiblað banda bðrnum með myndum. — Blaðstýra: Bríet Bjarnhédinsdóttir. „Barnablaðið" kemr út einusinni i hverjum mánuði. Árgangrinn kostar 50 aura fyrir Jcaupendr „Kvennablaðsinsu, en 75 aura fyrir aðra; í Reykjavik kostar það þð að eins 60 aura fyrir þá, sem ekki kaupa „Kvennablaðið". í Ameríku 30 cents; [35 cents prentv. i Kvennabl.], bæði blöðin þar 75 cents og borgist þar fyrir fram. Þeir sem útvega 6 kaupendr fá 6. eintakið í sölulaun. Þess er óskað, að kaupendr „Kvennablaðsins", sem jafnframt kaupa „Barnablaðið“, sendi helzt alt andvirði „Barnabiaðsins“, eða að minsta kosti helming þess, um leið og þeír greiða fyrri borgun „Kvennablaðsins11 á árinu, og að alt andvirði „Barnablaðsins“ verði í síðasta lagi greitt að fullu í júlímánuði, eins og andvirði Kvennablaðsins. Barnablaðið verðr samið við hæfi allra barna, sem farin eru að iesa, yngri og eldri, og hefir að færa skemtilegar smásögur, sem bæði eiga að menta börnin og glæða hjá þeim góðar tilfinningar. Líka verða ýmsar frððlegar frásagnir í biaðinu, svo sem dæmi frægra manna. Myndir eiga að vera í hverju blaði. Efnið verðr alt vand- lega lagað eftir skilningsþroska barna á ýmsum aldri. Blaðið ætti að geta orðið hið nauðsynlegasta uppeldis og ment- unar meðal barna og unglinga hér á landi. Fái það svo marga kaupendr, að það geti stækkað að mun, mun það geta fullnægt þessum kröfum. Útgefandi: Yald. Ásmundarson. Félagsprectsmiójan.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.