Fjallkonan


Fjallkonan - 15.02.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 15.02.1898, Blaðsíða 4
28 FJALLKONAN. XV 7. sé það kunngert, að vér erurn komnir saman til að syrgja burtför hennar; vér höfum mist góðan og duglegan félaga; gagnlegr félagi er horfinn íir félagi voru. Þvi er samhrygð vor hér með kunngerð hinu særða ættfólki hennar. Og sé það enn fremr kunngert, að eitt eintak af þessari auglýsing sé fengið vandamönnum hinnar látnu, og að tún verði rituð í bækr stúkunnar, og sömu- leiðis birt í blöðum þeim er koma út hér í bænum.“ Peary norðrheimskautsfari hélt í desember f. á. fróðlegan fyrirlestr í land- fræðifélagi í London. Alt mið-Grænland sagði hann, væri samfeld snjóeyðimörk, Sahara norðrheimsins, svellbreiða eða ís- jökull einn þakinn snjó, sem er misþykkr eftir þvi, hvort logn er eða vindr; ef hvast er verða skaflarnir einatt 30 metra háir. Yfir Grænland sé eini vegrinn sem komizt verði til norðrheimskautsins. Hann heldr, að Eskimóar þeir er búa við Hvalasund sé upphaflega komnir frá Si- beríu yfir sundið þar og komnir af Kín- veijum. Gullaflinn árið sem leið er metinn 238 milj. doll. Hlntr Bandaríkjanna í því fé 60 milj., eða fullr ’/<• Kínverjar eru farnir að temja her- lið Bitt eftir hætti Evrópu þjðða, og eru þýzkir hermenn kennarar þeirra í þeirri grein og láta vel yfir framtör þeirra. Fullnuma eru þar 8000 manna. Enn ekki kemr það Kínaveldi að haldi, úr því skifting þess milli Evrópu þjóða er kom- in á dagskrá. Skurðr milli Eystrasalts og Svartahafs. Rússastjórn hefir í hyggju að gera skípgenga leið milli Eystrasalts og Svartahafs, frá Riga til Cherson, með skurði, sem tengir saman árnar Diina, Beresina og Dniepr. Hann á að vera 65 metra breiðr, 36 metrar niðr við botn, dýptin 81/2 metr. Lengd þessarar vatna- leiðar verðr rúmar 200 mílur, og mun taka 6 sólarhringa að fara hana. Frum- drögin til þessa mikla mikla mannvirkis eru þegar samþykt af stjórninni, og er kostnaðr talinn 400 milj. króna. Full- gert á það að vera 1902. Skipaleið þessi verðr mjög þýðingarmikil bæði fyrir verzl- un og á ófriðartímum. Reykjavík. Fréttir úr liöfuðstaðnum: Bæjarstjórn Reykjavíkr hafði ákveð- ið að kaupa hitunarvél í hið fyrirhug- aða barnaskólahús Reykjavíkr, enn hefir síðar snúizt hugr og samþykt þvertofan í sjálfa sig, að hafa fjölda af ofnum i skólanum i staðinn, sem verðr margfalt dýrara og óhagkvæmara, að þeirra manna dómi, sem betr hafa vit á því enn bæjar- stjórnin. Það er kominn tími til að fara að leggja niðr hina mörgu ofna og hafa einn ofn í húsi, þar sem því verðr við komið, eins og tíðkast i Ameríku og víð- ar. Jafnframt þarf að útvega betri kol enn þau, sem hingað hafa verið flutt, svo sem harðkoi (anthraeit-kol), sem eru miklu drýgri (hitameiri). Þau eru nú mjög brúkuð í Noregi, og ætti kaupmenn að vera svo framtakssamir, að flytja hingað dálítið af þeim til reynslu. Ágætt hvalslýsi er til sölu hjá Rafnl Sigurðssyni. Horflnn járnkall. Nú veit ég hver tekið hefir járnkallinn hjá „rull- unni“ á Schans túni. Verði hann ekki látinn við dyrnar í Sandvik, mun ég benda á manninn. W. 6. B. Hjálpræðisherinn hér í bænum fekk í vetr nýjan fyrirliða H. C. Bojsen, drótt- stjóra (stabs-kaptain), sem flutti hingað með konu og 3 börnum. Hann hefir áðr starfað mikið fyrir „herinn“ í Danmörku, komið hernum þar inn í yfir 50 bæi og stjórnað mörgum stofnunum hersins. „Kærleikssambandið“ heitir barnafé- lag, sem dróttstjórinn hefir stofnað hér i sambandi við herinn. í því eru börn, sem koma saman tvisvar í viku í kast- alanum til vinnu og bænahalds. Inn- tökugjald er 15 aurar og mánaðargjaid 10 au. Börnunum er þar kendr heimil- isiðnaðr (slöjd), einkum að búa til ýmsa smáhluti úr tré, stúlkunum saumar og hekl; sumir drengirnir eru við teiknun, sumir að ríða fiskinet o. s. frv. Þessi tilraun, að kenna fátækum börn- um að vinna, er allra þakka verð, ekki sízt hér á landi, þar sem heimilisiðnaðr- inn er svo skamt á veg kominn, hversu sem litið er á önnur störf „hersins". Vandað yaðmál Þeir sem kynnu að vilja kaupa mjög vandað peisufatavaðmál eða innlenda dúka eru beðnir að láta mig vita það áðr enn pðstar fara næst. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Útgefandi: Yald. Ásmundarson. élagaprentsmifijan. 1871 — Juhileuin — 1896 Hinn eini ekta Brama-llfs-elixlr, (Heilbrigðis matbitter). í öil þau mörgu ár, sem almenningr hefir notað bitter þenna, hefir hann rutt sér í fremstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðst út um allan heim. Honum hafa hlotnazt hæstu verðlaun. Þegar Brama-lifs-elixír hefir verið brúkaðr, eykst öllum líkamanum þróttr og þol, sálin endrlifnar og fjörgast, maðr verðr glaðlyndr, hug- rakkr og starffús, skilningarvitin verða nœmari og menn hafa meiri ánægju af gæðum lífsins. Enginn bitter hefir sýnt betr að hann beri nafn með rentu enn Brama-lífs-elixír, enn sú hylli sem hann hefir náð hjá almenningi, hefir gefið tilefni til einskisnýtra eftirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim. Kaupið Brama-lífs-elixír vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Akreyri: Hr. Carl Röepfner. ---- Gránufélagið. Borgarnes: Hr. Johan Lange. Dýrafjörðr : Hr. N. Chr. Grram. Húsavík: Örum & Wulff s verslun. Keflavik: H. P. Duus verslun. ---- Knudtzm’s verslun. Reykjavík: Hr. W. Fischer. Raufarhöfn: Gránufélagíð. Sauðárkrókr: ------- Seyðisfjörðr: ------- Sigiufjörðr: Stykkishólmr: Hr. N. Chr. Gram. Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde. ^ Vík pr. Vestmannaeyjar: Hr. Halldór Jóns- sm. Ærlækjarsel: Hr. Sigurðr Gunnlógssm. Einkenni: Blátt Ijón og gullinn hani á einkennismiðanum. Mansfeld-Búllner & Lassen. hinir einu sem búa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-elixír. Kaupmannahöfn, Nörregade 6.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.