Fjallkonan - 05.04.1898, Blaðsíða 4
56
FJALLKONAN
XV 14.
Tveir merkir bændr á Vestrlandi dáu-
ir fyrir sköinmu: Arni J. Thoroddsen
frá Látrum og Gísli Bjamason á Ármúla.
26. marz lézt ftr brjóstveiki Sigrjón
Jónsson trésmiðr og kennari við barna-
skólann á Vatnsleysuströnd.
9. febr. lézt húsfrú Valgerðr Jónsdótt-
ir að Staðarfelli, kona Hallgríms hrepp-
stjóra Jónssonar.
26. febr. lézt Ólafr Jónsson veitinga-
maðr á Oddeyri og b. d. Einar Gíslason
bóndi á Holtsmula á Landi.
24. marz lézt Þorsteinn Guðrnundsson
bðndi á Flðagafli.
Ennfremr eru dámr:
Brynjólfr Gíslason verzlunarmaðr á
Seyðisflrði, Guðleif Jónsdóttir ekkja á
Grýtu í Eyjafirði, Guðrún Ólafsdóttir
ekkja í Selsundi á Rangárvöllum á 90.
ári, Eans Baldvinsson á Upsum, Hall-
dór Sigurðsson á Kálfaströnd, J6n Thor-
lacius frá Hálsi í Eyjafirði, Kristín Sig-
urðardðttir kona Árna Magnussonar í
Rauðuskriðu í Þingeyjarsýslu, Sigurð*-
Jónsson bðndi á Draflastöðum í Hnjðska-
dal, Stefán Jónatansson bðndi á Sandá
í Svarfaðardal, Valdimar Guðlauusson
bðndi í Engidal í Bárðardal, Þorbjiirg
Jónsdóttir ekkja frá Baugaseli í Hörg-
árdal, Þur'tðr Magnúsdóttir kona Sigr-
geirs Indriðasonar á Hóli í Hnjóskadal.
„Nýja Öldin". Til þess að koma í veg
fyrir misskilning, skal þess getið, þð þes^
sé naumast þörf, að þð það standi í grein
eftir „Kveldúlf-1 i nr. 1,1. af „Fjallk." þ.
á. að „sagt sé" að Jón Ólafsson hafl feng-
ið ritstarfastyrk sinn hjá þinginu til að
gefa út „N.-Ö.", þá er það alknnnugt,
að styrkrinn var alls ekki veittr í þvi
skyui, og að útgafa „N. A." kemr ekki
því iniili við. Greinarhöf. getr að eins
um þetta sem orðróm, sem að eins sé
sprottinn af því, að þingmenn séu stuðn-
ingsmenn „N. A.", og að eigi hafi verið
ákveðið til hvaða ritstarfa hr. J. Ó. var
veittr styrkr.
Leiðrétting. í 3- nr. Pjallkon. þ. á.
stendr að Jarðabðtafélag Merkrbæja hafi
myndast árið 1896, en þaö er rangt; síð-
an það hðfat eru nærfellt 12 ár. Það
var í marzmánuði árið 1886.
Einnig er sagt að félagið hafi verið
stofuað af 5 mönnum, enn er ekki heldr
satt, það var upphaflega stofnað af fjðr-
nm bændum, nefnil. bóndanum í Syðstu-
Mörk og öllum þremr bændunum í Stóru-
Mörk; þó einhver viljí vera meðsáfimti,
sem stofnandi þess, þá er honum of-
aukið. J. S.
Skófatnaðar vinnustofa og verzlun
Rafns Sigurðssonar í Austurstræti
(við kliðina á Hótel ísland að austanycrðu)
hefir til eölu miklar birgðir af öllum skófatnaði, t. d.:
KarlmannSSkÓr parið kr. 6.00, 8.50, 9.00, 9.50, 10.00 (smíðaðir á vinnustofu minni).
KvennskÓr parið kr. 4.50, 5 50, 6.00, 7.25, 8.00 og 9.00 (geitaskinn og: lakk, mjög fínir,
smíðaðir á vinnustofu minni).
BamaskÓr, mjcg margar tegundir (úr hestaleðri, geitaskinni og lakkskiuni frá kr. 1.20 til 2.80.
Unglingaskór hneptir, og fjaðraskór, afaródýrir.
MorgimskÓr, margar tegundir, frá kr. 1.75 til 3.00.
Barnavatnsstígvél með laklisMnnskraga fyrir að eins 6 kr.
Mikiar birgðir af afarvönduðum karlmanna-vatnsstígvélum.
TÚrÍStaskÓr, afaródýrir, koma í verzlunina fyrst í maímánuði, 150 pör, og sömuleiðis miklar birgðir
af brúnelsskóm og öðrum kvenskóm af mörgum tegundum, ált tnj'óq ódýrt.
fflf^ý^* BíðÍð að kaupa yðr skó annars staðar þar til ég fæ nefndar birgðir.
Af ofannefadum karlmannsskóm eru þegar á reiðum höndum í verzluninni yfir hundrað pör,
afarvönduð, eem verða seld ódýrara enn hjá nokkrum öðrum skósmið í Reykjavík (sbr. ofanskrifað
verði ___________________
Allar pantanir á nýjum og viðgerðir á slitnum skófatnaði skulu fljótar, betr og ódýrara af
hendi leystar enn hjá nokkrum öðrum skósmið hér í hænum.
Þá er ekki að gleyma hinum um alt land að gæðum þekta
vatnsstígvélaáburöi,
sem hvergi er til jafngóðr, samkvæmt sögu þeirra, er hafa notað hann ár eftir ár. Þeir vilja ekki
annan áburð. ___________________
^r-^so FERÐAMENN, sem komið til bæjarins á koinandi vori og sumri! Ef þið á annað borð
þurfið að fa yðr á fæturna skó eða vatnsstígvél, þá koniið fyrst í
SKÓFATNADARVERZLUN RAFNSSIGURÐSSONAR.
1 því munuð þið græða til muna. Það munuð þið sanna með reynslunni. Hver maðr, sem
gengr nm göturnar í miðjnm bænnm, á leið fram_hjá verzlnninni._________________________________
Útgefandi: Yald. Ásmnndarson. F«agsprentsmi»jaii.