Fjallkonan


Fjallkonan - 05.04.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 05.04.1898, Blaðsíða 2
54 FJALLKONAN. XV 14. jarðyrkjustörfum í tiltölu við önn- ur lönd. Þar sem í Danmörku er reiknað, að úti megi vinna hér um bil 300 daga, þá eru það að eins rúmir 100 dagar hér á landi. Kuldinn gerir það og að verkum ásamt vatninu, að jörðin íúnar hér svo seint og efnaskiftin ganga því seinlega. Af þessu leiðir, að hér þarf afarmikinn áburð. Á íslandi eru hálfgrösin aðal- grastegundirnar, enn skepnurnar eru orðnar svo vanar við þau, kynslóð eftir kynslóð, að þær þrifast ágæta vei af þeim. Höf. er ljóst, við hve mikla erfiðleika íslendingar eiga aðstríða frá náttúrunnar hendi, svo sem kuldann og strjálbygðina, enda dæmir hann allar vorar framfarir eftir því, og þykir furðu gegna, hverju vér höfum komið til leið- ar á siðari árum, svo sem i vega gerð og brúa. Hann telr búnað- arskólana og búnaðarfélögin lík- leg til þess að hrinda iandbúnað- inum í betra horf og lýkr lofs- orði á alþingi fyrir búnaðarstyrk- inn. í öðru riti hefir hr. Feilberg skýrt frá ferð sinni hér um land- ið 1896 (Et Besög paa Island, Khavn 1897). Hann skoðaði þá alla búnaðarskólana og lætr yfir- leitt vel yfir. Hann leggr þeim öllum eitthvað gott til, talar um þrifnað og jarðabætr á Eiðum, túnsléttan og vatnsveitingar á Hólum, jarðabætr, verkfærasmíðar og bókasafn í Ólafsdal og þrifn- að og góða umgengni á Hvann- eyri; segir, að ef Hjörtr fái að vera þar nokkur ár, muni hann skapa snotran praktiskan skóla úr þeim óskapnaði, sem hann tók þar við. Heldr að varla sé siík jörð á landinu sem Hvanneyri til búfjárræktar og mjólkrbúskapar, bæði af því að engjarnar eru lik- lega hinar beztu á landinu, um 1000 dagsláttur að stærð, og að þaðan er skamt til markaðar (Rejkjavíkr). Höf. leggr til að síðustu: 1. að eigi læri fleiri í búnaðar- skólunum enn þörf er á til verk- legra búnaðarstarfa. 2. Það á að leggja mesta stund á verklegt nám, og öll kensla á að vera miðuð við það. Á vetr- um á að kenna, svo sem unt er, innlend bústörf. 3. Af því að sitt hentar hverj- um skóla, er liklegt, að þegar fram í sækir skifti þeir verkum með sér, þannig t. d., að á Eið- um sé sérstaklega stunduð sauð- fjárrækt, á Hvanneyri mjólkrbú, á Hólum vatnsveiticgar o. s. frv. 4. Á öllum skóluaum á að vera smiðja, eins og í Ólafsdal, svo að námssveinar geti lært að búa til og gera við einföld verkfæri. 5. Reikningsgerðin þarf að vera einfaldari enn nú er, og búreikn- ingarnir verða að vera út af fyrir sig, svo að nemendrnir geti tam- ið sér skynsamlega reikningsgerð. 6. Kenslubœkr þyrftu að vera betri, þjóðlegri, samdar af íslend- ingum og eftir landsháttum. 7. Skólarnir þekkja lítið hver til annars, og reynsla hvers skóla út af fyrir sig kemr hinum að litlu haldi. Það ætti að koma því svo fyrir, að skólastjórar fengi tækifæri til að finnast á víxl á hverju ári eða annað hvert ár á skólunum og mundi geta orðið töluverð not af því, og varla óframkvæmilegt eða kostnaðar- samt í samauburði við gagn- ið. 8. Það þarf að hafa umsjónar- mann yfir skólunum, eins og gert er í öðrum löndum, sem hafi gætr á því sem fram fer, gefi skýrsl- ur um fjárhaginn o. s. frv. Sem stendr fer yfirleitt alt vel fram á skólunum, enn það mundi þó verða hægra að halda öllu í góðu horfi, ef einhver hefði umsjón allra skólanna og stæði á milli lands- stjórnarinnar og þeirra manna, sem hafastjórn skólanna á hendi. 9. Þá er enn eitt atnði, sem getr einkum haft þýðingu síðar. Með því að námið á búnaðarskól- unum er að mestu leyti verklegt, er æskilegt að þeir námsveinar, sem vilja, geti komizt lengra á- leiðis í bóklegum efnum, þegar af skólunum er farið. Starfi skól- anna verðr víst lokið, þegar nógu mörg góð heimili verða fær um að veita ungu mönnunum þá verk- lega mentun, eem landsháttum hæfir. Enn tími er þangað til, og fyrst um sinn þurfa skólarnir kennara og Iandið alt ráðunauta í ýmsum greinum búnaðarius. — Þá virðist næst að stofna kenslu í efnafræði, jarðvegarfrœði, plant- frœði og búfjárrœkt í sambandi við latínuskólann, og þar með efna- fræðisverkstofu (labóratóríum). Það mundi kosta um 10,000 kr. að koma upp efnafræðisstofnuninni, og forstöðumaðr hennar þyrfti ekki að hafa meira enn 2000 kr. laun. Með því móti yrði hægt að ransaka efnasamsetning í islenzk- um fóðrtegundum, og í vörum þeim sem fluttar eru til Iandsins, sem ekki mun vera þýðingarlítið, eins og vezluninni er háttað; enn fremr mætti þá verða margs vís- ari um atriði, sem snerta túnrækt og vatnsveitingar. Aðrar breytingar í búnaðar- kenslu telr höf. ekki nauðsynlegar. Bæði fyrirlestrinn og ferðaskýrsl- an lýsa miklum velvildarhug til íslands og þekkingu á landshátt- um. Farmgjöld á strandferða- bátunum. „Hið sameinaða gufuskipafélag" hefir akveðið farmgjöld á strandferðabátunum kringum landið, og er hér tekinn út- dráttr úr þeirri skrá: Trjálitr (farvevarer), húðir og skinrt söltuð, járn, kaffi, málmr, neftóbak og munntóbak, rúsínur o. s. frv., sykr (ekki í toppum), smjör, sápa, öl og gosdrykkir og svipaðar vórur 75 aura fyrir 100 pd. Bækr og pappir, postulín og glervör- ur, feitmeti (flesk, ostr o. b. frv.), ávext- ir og grænmeti, járnvörur, færi, kaðlar, segldúkr, seglgarn, sildarnet, tvistr, járnsteypa, sykr í toppum, vínföng í kösBum og svipaðar vörur: 1 kr. fyrir 100 pd. Lyfjavörur, viðarull, hör og hampr, nýlenduvörur og efnivamingr (þar í niðr- soðinn varningr), vindlar og reyktóbak, smávarningr úr járni og bustaravarningr, vefnaðarvara, skófatnaðr, eldspítur o s. frv. 2 kr. fyrir 100 pd. Húsbfinaðr, rúmfatnaðr og annar léttr varningr: 3ð aurar fyrir teninysfet. Ef flutt er talsvert í einu af húsbún- aði og: flutningsvörum er farmgjaldið minna. Hafrar og malt i sekkjum pr. 100 pd. 0,60.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.