Fjallkonan


Fjallkonan - 18.05.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 18.05.1898, Blaðsíða 3
18. maí 1898. FJALLKON AN. 79 Fénaðarh’dld eru yfirleitt í góðu lagi; sauðfé gengr mæta vel undan og bcti enn í fyrra víðast. Aflabr'ögð. Yetrarvertíðin er nú liðin og hefir hfin verið mjög rýr. Fiskilaust á innmiðum Faxafióa þar til nfi rétt fyrir norðanveðrið, að Guðmundr Jóhannesson o. fl. hafa orðið vel varir í fáeinum róðrum. — Nokkur afli hafði verið á Austfjörðum, enn aðeins lítill er síðast fréttist. — Við ísafjarðardjfip hefir verið mokafli síðan á páskum, jafnt innarlega sem utarlega, enn áðr í vetr var þar fiskilaust í innri veiðistöðunum. — Nfi hefir aftr dregið fir aflanum þar, og er það kent fiskigufuskipi, sem liggr þar á miðunum. — Við Eyjafjörð hefir verið fiskilaust síðan í haust; fyrst aðeins fiskvart um 20. april, enn um 26. kominn góðr afli við Böggvisstaðasand (Svarfaðardal). Síld í lag- net hafði aflazt þar síðast í apríl að nokkrum mun, enn á Akr- eyri er ekkert íshús eða frystihfis. Hákarlaskipin eyfiizku lögðu út 14. apríl, og eftir rúma viku kom „Vonin“ á Siglu- fjörð með 202 tunnur lifrar og 27. apríl kom „Brfinn“, skip- Btjóri Kr. Þórðarson (eigandi kaupstjóri Chr. Havsteen) með 90 tunnur lifrar. Hafís hefir legið úti fyrir ísafjarðardjúpi til skamms tíma, og 2—3 sinnum rekið inn á fiskimið, enn horfið aftr. Segja hákarlamenn hann skamt undan Vestrlandi. Enn norðlenzk há- karlaskip hafa ekki orðið vör við ís fyrir Norðrlandi. Þilskip fórst 16. apríl, fiskiskip frá Ásgeirssons-verzlun á ísafirði, „Lilja“, með þeim hætti, að það rakst á hafísjaka og brotnaði og sökk eftir fáar mínútur. Mönnum varð bjargað af öðru fiskiskipi (Fönix). Skipstr’ónd. Tvö fiskiskip af Akreyri strönduðu 17. apríl í Smiðjuvík á Ströndum, „Akreyri“ og „Felix“. Mönnum bjargað. Ný þiískip tvö vorn bygð við Eyjafjörð í vetr; annað á Oddeyri fyrir Höepfners-verzlun af Bjarna stórskipasmið Einars- syni, „Flink“ (skipstj. Oddr Sigurðsson á Steindyrum); hitt bygði Jón bóndi Antonsson í Arnarnesi handa sjálfum sér. Dánir í apríl-mánuði: frfi Lára Sveinbjörnsdóttir í Mjóafirði, Hjálmar Hermannsson dbrm. á Brekku í Mjóafirði, Jón Sigffisson óðalsbóndi á Espihóli í Eyjafirði, ungfrú Jóhanna Einarsdóttir á Sandfellshaga í Axarfirði, Tómas Þorsteinsson í Höfnum á Skaga, Sigvaldi Jónsson á Syðri-Ey á Skagaströnd og Stefán Friðbjörns- son á Þórarinsstaðaeyrum í Seyðisfirði eystra. Elzti prestr landsins og elztr „lœrðra“ manna á Norðr- löndwm, séra Þórarinn Erlendsson á Hofi í Álftafirði, lézt 28_ apríl á 99. ári, fæddr 10. febrfiar 1800, eða nærfelt ári fyrir BÍðustu aldamót. Hann var fitskrifaðr fir heimaskóla af séra Árna Helgasyni (þá i Breiðholti) 1822, vígðr 1826 að Bjaraa - nesi, fekk Hof 1844 og var þar prestr til 1882, er hann lét af prestsskap eftir 56 ára þjónustu; prófastr var hann 1829—1844. At börnum hans 12 lifa 3: Þorsteinn prófastr í Heydölum, frfi Guðrún, kona konsfils Tuliniuss á Eskifirði og Þrfiðr kona Har- alds Briems í Bfilandsnesi. — Séra Þórarinn var fjörmaðr mik- ill á yngri árum og ern fram á síðustu ár, og svo var hann minnugr, að hann mundi eftir sér á 3. árinu (1802). Hann var sæmdarmaðr í öllum greinum. Úti varð rétt fyrir pálmasunnudaginn maðr frá Uppsölum í Seyðisfirði vestra, er hét Guðmundr Bjarnason; fanst ekki að kveldi, enn lá örendr hjá tfingarði um morguninn. Druknun. Fyrir skömmu druknaði í Langá á Mýrum ungr verzlunarmaðr fir Borgarnesi, Jakob Þorsteinsson, Einarssonar, veitingamanns i Borgarnesi; hefir ætlað að sundríða ána, enn af einhverjum atvikum losnað við hestinn. „Hann var lipr maðr og vel iátinn af öllum". Hjúskapr. 28. apríl giftust á Akreyri séra Theodór Jóns- son að Bægisá og frk. Jóhanna Gunnarsdóttir. Rangárvállasýslu (Vestr-Eyjafjallahr.), 21. apríl. Hinn nýaf- staðni vetr telst með hinum alira hörðustu vetrum, sem menn muna. Hann var umhleypingasamr og hroðafenginn, og því í meira lagi gjaffeldr, en þó snjóa lítillalt fram að Þorra komu; þá gekk hann í snjókomur og jarðbönn, sem héldust jafnt og þétt til Góu loka; þá kom góðr veðrabati um vikutíma, svo jörð kom að nokkru leyti upp, helzt við fjalllendi; þar á eftir kólnaði aftr og snjóaði nokkuð fram til páska; úr þvi létti af harðindunum alfarið. — Þegar batinn kom alfarið upp fir páskunum, munn fénaðarhöid hafa verið hér yfirleitt fremr góð, en af því margr var orðinn tæpstaddr með hey, er hætt við, að sumir hafa slept of fljótt hendi sinni af ám sínum, sérílagi á landléttum jörðum. Heyskorti er þannig háttað hér í hreppi, að margir verða tæp- staddir fyrir kýr BÍnar áðr lýkr, og sumir heyþrota, því menn eyddu frá þeim fyrir skör fram handa fitifénaði, meðan harðindin stóðu, enn þó mun það fara svo, að alt bjargist þolanlega yfir- leitt, með þeirri hjálp, sem einstökn menn í hreppnum geta látið af hendi rakna, einkum ef vel vorar. Ekki varð aí þvi að menn skæru hér af sér til muna í harðindunum. Einn bóndi skar eina kfi og um 40 gemlinga, annar eina nautkind og þriðji 10 gemlinga. Aflalítið hefir verið á þessum umliðna vetri hér með öllum Bangársandi, helst vegna ógæfta. Hæstr hluti rfimt 100. Mynd heíir ekki getað komizt í þetta blað vegna rúmleysis. Góö vín fást f vezlun Ben. S. Þórarinssonar, svo sem: Whisky, Banko, Sherry, Portvín, hið alþekta gæða - hrennivín. í sömu verzlun fæst einnig allskonar reylitónali, Vindlar. og munntótoals., alt með góðu verði. Vepzlun Ben.S. Þórarinssonar hefir að bjóða 3 tegundir af Zínk-hvítu, íernis, blýhvítu, terpentínu, törrelse, kvistlakk, kinrok, grænt dupt, blátt dupt, lím, gult og rautt okker. Allar þessar tegundir bæði góðar og ódýrar. ® góðr matarskápr, ^ lítið brúkaðr yfirfrakki og ~ 2 vasaúr*. Selt óskilatryppi. 1 vetr seldi und- ritaðr mertryppi dökkgrátt, vetrgamalt; mark: blaðstýft og fjöðr fr. h. Béttr eígandi gefi sig fram fyrir 20. jfilí þ. á. Oddstöðum í Lundareykjad. 19. marz 1898. Arni Sveinhjarnarson. Jónsbók, lögbókina, prentaða á Hólum, kaupir fitgefenda „Fjallk.“ mjög háu verði.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.