Fjallkonan


Fjallkonan - 01.06.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 01.06.1898, Blaðsíða 3
1. jflní 1898. FJALLKONAN. 87 um að fylgja politik öladstones, sem mörgum þótti of stórstíg, og skiftust Wiggar því í tvo flokka ÖIad8tone-inga og Úníonista. — Um þær mundir lagði hann til að sett yrði írskt parlament í Dyfliuni, enn það varð ekki samþykt. Hann leysti þá upp neðri deildina, enn kosningarnar fellu á mðti honum og ihaldsmenn komust að völdum (1886). Enn 1892 sigruðu Wiggar aftr við kosníngarnar og Gladhtone skipaði þá enn nýtt^ráðaneyti. Þótt hann þá væri 83 ára, hóf hann svo harða baráttu fyrir sjálfstjórn íra, að frumvarpið um heimastjórn írlands varð loks samþykt í neðri deild parlamentsins vorið 1893, enn lávarðadeildin feldi frumvarpið með miklum meiri hlut atkvæða. Hann lét þó ekki bugast að heldr, enn hóf nýjar atlögur og hreyfði því jafuvel að lávarðadeildin yrði afnumin. Enu þá er hann var að búast til nýs áhlaups á íhaldsmenn, varð hann fyrir því óhappi, að h&nn fekk svo mikla sjóndepru af ofmikilli áreynslu, að hann varð að fullu og öllu að hætta stjórnarstörfum (1894). Keyndar tókst augnalæknum að bæta honum sjónina að nokkuru, enn eftir þ&ð tók hann lítinn þátt í stjórnmálum. Hann var aldrei iðjulaus og hefir ritað mjög mikið, eigi að eins politisk rit, heldr og um mörg önnur efni, bæði í fornum og nýjum bókmentum, stórt rit verk um Hóiner og ýms rit trúarlegs efnis. Ófriðrinn. Ekki hefir enn frézt af neinum bardaga sem teljandi sé, nema þeim við Filippseyjarnar, sem háðr var 1. maí. Yfirmaðr (commodore) Bandamanna Dewey (djúi) v&nn þar mikinn sigr á Spánverjum, sem áðr hefir verið sagt. Það er talið víst í siðustu fréttum, að spænski flotinn sé eigi Iangt frá Cubu og að stórorrusta sé í nánd. ÍSLENZKR SOGUBÁLKR. Æflsaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Landsbðkas. 182, 4to]. (Prh.) Þð var ei þar með búið. Fyrir sunnan og ofan foss- inn er uppmjór klettr með skúta í að fltvestan hvar í einn hra,fn varp, enn bergflái með smáhellugrjóti að neðan.-- Yar talið ðmögulegt undan honum að steypa; klifruðumst við þar upp fjðrir og náðum ungunum. enn þegar við skyldum aftr ofan fara þetta lausa berg, komumst við í mesta lífsháska og vandræði, svo eg hvorki trfli né veit annað enn guð hafi látið BÍna heilögu engla bera oss og færa þaðan. Því hétum við af allri alvöru, að fara aldrei svo ðgætilega i kletta og klungr ef hann frelstioss þaðan, hvað og ent höfum eftir sem síðan endrvitkað- ir höfum að samfundum samanborið oss. — — — Þá skólinn var settr á haust, var venja, að einn af skóla- piltum skyldi lesa skðlafororðninguna; var mér nú til sagt það. Hafði þá skðlameistari ýmisleg brögð og hneyksli til þess eg skyldi stranda og ei komast ót með hana, enn eg kðfsvitn- aði af ilsku, sem yfirbugaði alla feimni og hræðslu, so Iestrinn komst af, og so var í fleiru, þó ekkert úr yrði. Nó kemr til mín um vorið, er upp var sagt skðlanum, þá hélt hann að venju eina latínska ræðu við forma, eða upphækkaðan skáp á skðlagðlfi; bý eg þá so um, er hanu er tekinn til að perorera, að honum kemr fyrir sjðnir skrifað blað, þð so hátt, að hann, sem var lágr maðr, náði ei til þess; varð haun nfl sárhræddr, að á þessu blaði, sem svo fyndilega blakti fyrir hans Bjðnum, mundi eitthvert ðlukku níð vera, sér eða öðrum til blamms, og komst so varla eða ekki flt með ræðuna af höstugri innbyrlingu og þönkum, er hann inn tóku af þessu. Að endaðri ræðunni seildist lókátriun eftir blaðiuu, því hann var hæstr yfirmanna þeirra er þar vðru viðstaddir, og fðru þeir með það fram í hfls sitt; var þá ei annað á því, enn iatínuvísur, sem þá gladdi aftr, og gátu til hver gert hefði.------Meðal annara smáleika og lista, er margir þá í skðla lögðu sig eftir, vðru sundfarir, sem er bæði auðvelt og gagnlegt, þeim er nema vill. Komst eg þó af hirðuleysi ei framar í þcirri list enn synda hér um 4 faðma fram og til baka. Var þar hlaðin sundtðft fyrir ofan tún staðarins af fornmönnum (annað eins form er fyrir ofan fjósið á Prestsbakka á Siðu); varð þar að hleypa í læk þeim sem rennr í gegnum staðinn, hvar við matseljur og brytar liðu stundum baga af vatnsskorti. Oss var vatnsveitingin í tóftina ei so vel liðin; brflkuðum því langan og hyldjúpan vatnsskurð þar til á eyrunum fyrir sunnan staðínn, sem áin hafði úr fallið. Binn mikið blíðan og ; heitan frídag erum við þangað komnir, og vðrum að því verki nær allsnaktir. Kalt var í vatni, so við urðum að hlaupa' okkr til hita, hvar við hestar, sem þar vóru á eyrunum, fældust og hlupu hingað og þangað. Biskup var flti og sá í kiki sínum þennan skripaleík, sendi eftir oss og hótaði því og því fýrirj læti þau, eðr ef so gerðum oftar. Oss þðtti stðrum fyrir, þó so yrði að vera. Enn á oss sannað- ist, að náttflran stríðir á móti því henni er bannað. Við tðk- um það ráð saman, að fara aftr þar i vatn, og enda flt með því daginn, sem hann eðr aðrir sæi ei til vor. Fyrir norðan staðinn rennr á, temmilega stór, í gljúfri, sem heitir Víðinessá: þar er í foss fyrir víst 6 faðma hár. Áin rann í stokk fyrir ofan. í hann köstuðum við oss, hver eftir annan, fleygðumst so ofan fyrir og fram á grynningar, hvar til ýmsir vóru settir til skiftis að taka á móti þeim er ei gátu fótað sig; gekk þetta so lengi dagB, þar til enginn gat lengr. Það yrði alt of langt ef fleira væri tilfært, sem við mig blítt og strítt fram kom um þennan tíma. Enn þð til leyfilegrar skemtunar og að guðs verði dýrðin af öllu, skal hér eftir sýnast, hversu til gekk mín fyrsta ferð hingað á Austrlandið, þá eg var búinn að vera nær- felt 3 ár í skóla. Var eg þá 17 vetra gamall. (Framkald). Vesta kom hingað á sunnudaginn norðan og vestan fyrir land með allmarga farþega. Þar á meðal var Jðn A. Hjalta- lín skólastjóri á Möðruvöllum. Veðrið er altaf mjög kalt og gróðr lítill. Hafís er þð hvergi nærri landi. Aílabrögð. Aflalítið hefir verið bæðí á Austfjörðum og Vestfjörðum, eftir því sem siðustu fréttir segja. — Hér í Faxa- flóa mundi vera nokkur afli, ef unt væri að stunda hann fyrir ógæftum, botnverpingum og þvi að bátafltvegr er hér enginn að kalla. Dáinn er 10. maí Indriði Gíslason á Hvoli í Saurbæjar- hreppi í Dalasýslu, rúmlega hálfníræðr, sour Gisla Konráðsson- ar sagnritara. Islendingar í gulllandinu nýja, Klondyke (Klondæk). Þeir eru eigi all-fáir komnir þangað. Fyrst fðr þangað Þorkell nokkur og fl. íslendingar frá Victoria á Kyrrahafsströndinni, og síðan hafa farið þangað fleiri og fleiri af Ameríku íslendingum. í vor er getið um að þessir hafi farið: Björn Magnósson, og Ólafr Jðnsson (báðir flr Landeyjum), Hjörtr Jðnsson, Jðn Bíld- fell, Jðn Valdimarsson, Jón Jðnsson, Teitr úrsmiðr, Kristján

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.