Fjallkonan


Fjallkonan - 01.06.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 01.06.1898, Blaðsíða 1
Kemr út n mloja viku. Árg. 8 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. GJalddagi 15. júli. Upp sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 22. Reykjavík, 1. júní. 1898. Skýjarof. Paria, 22. april. Nú rofar dálítið til, svo ég fæ ráðrúm til að senda Fjallk. nokkrar línnr héðan úr raannhylnum. Mér virðíst stefna hennar skynsamlegri enn sumra annara ísl. blaða, er meira slá nm sig, að því er hun lætr atvinnuvegi lands og efnahag sitja í fyrir- rúmi fyrir stjórnardeilum.—Hvað hefir stjórnarskrár- þrætan haft að þýða síðustu tuttugu ár? Danska stjórnin hefir annaðhvort virt kröfur íslands að vett- ugi, ekki einu sinni svarað, eða boðið lýðnum að eins nýj- an erindreka, sem að vísu væri íslenzkr og íslending- ingar gæti sett frá embætti, ef hann breytti út af fyrirlögum þeirra, enn að öðru leyti væri þeim að engu háðr, ekki einu sinni sem gísl. Hverju eru svo íslendingar nær? Hafa þeir þar með fengið þingræði? Víst ekki. Stjórnin fengi að eins nýtt tækifæri til að bregða íslendingum um handaskol í málum sínum og setja þá enn meira hvorn upp á móti öðrum. íslendingar þarfnast fulls löggjafar og framkvæmdar valds, og það geta þeir fengið með líku fyrirkomulagi og á sér stað í Kanada, þar sem landshöfðingi skrifar undir lagaályktanir þingsins fyrir hönd Bretadrotningar. Minna er þýðingarlaust. Enn úr því nú Dana stjórn hefir um meira enn 20 ár reynzt ófáanleg til að leyfa íslendingum þessa sjálfstjórn, enn beitir brögðum við þessa þegna sína; þá er árangrslaust að elta hana í alla króka og tor- færur. Hún virðist enn ekki geta skilið hugsunar- hátt né sögulega fyrirætlun íslendinga, og þjöð Dana, þó að mörgu leyti ágæt, er svo ólík íslendingum að uppiagi, mentun og lifnaðarháttum, að áhrif hennar á ísland geta vart annað enn valdið ágreiningi, svo lengi sem það stjórnarástand helzt sem nú er. Enn þvi ástandi geta íslendingar ekki breytt einir; til þess þurfa þeir fullting frjálslyndra og hygginna manna meðal Dana. Enn þótt þeir Danir sé til, sem unt gæti íslandi fullkominnar sjálfstjórnar, þá verðr tillögum þeirra naumast fylgt að sinni. Því um þessar mundir lítr svo út hér í Evrópu, sem flokka- dráttrinn, þjóðhatrið, rígrinn milli yfirvalda og alþýðu sé óðum að aukast, og að sama skapi herða þeir að, sem tóglin og hagldirnar hafa. Stjórnmálin eru yfir- leitt ekki lengr fagrstílaðar glósur eða stjórnarskrár, heldr samkepni um efnahag og réttindi. „Er þorri mannkynsins", spyrja hugsandi menn, „að eins til þess hæfr, að þræla fyrir fáa iðjuleysingja, hvort sem þeir nu eru kórónaðir eða ekki?" Og er það skipulag bezt, er gerir mismun þennan sem tilfinnan- Iegastan, sem t. d. gefr einum velbornum kvenmanni leyfi til að raka saman svo nemr sex hundruð milj- ónum króna á æfinni, án þess þó að snerta á nokk- uru ærulegu verki, og það þótt í höfuðborginni, þar sem þessi krýnda kona hefir þó einstöku sinnum aðsetr sitt, meira enn sex hundruð þúsundir manna og kvenna á öllum aldri sé útilokað frá tækifæri að vinna sér daglegt brauð?! Þetta er menning, þetta er stjórn og kristni! Það þarf ekki að fara til Rússlands til að finna þenna ægilega mismun, þetta djúp milli hins rika og hins fátæka. Það er að finna jafnvel þar, sem fegrstu stjórnarskrár gilda, eins og t. d. í Ameríku, þar sem stjórnarskráin er bygð á undirstöðu jafnréttisins, að allir hafi að eðli náttúr- unnar jafnan rétt til frelsis og til að leita sér far- sældar. Þar sem löndin eru fegrst og mannfrelsið er mest, þar er jafnvel þjóðin orðin ambátt peninga- valdsins. Hér í Prakklandi, þar sem hvert ráðhús, skðli og kirkja ber yfirskriftina „frelsi, jafnrétti, bróðerni" (liberté, égalité, fraternité), hér, þar sem menning Evrópu mun oinna mest, — hér er einnig að finna þessa plágu nútímans, kúgun auðvaidsins. Konungr og drotning hafa ekki mikið að segja í samanburði við þá sem eiga svo þúsundum miljóna nemr til umráða; peníngarnir ráða meiru enn her- vopnin og hugvitið. Peningarnir eru nú fremr enn nokkru sinni áðr afl þeirra hluta sem gera skal, afl- taugar stríðsjálkanna. Þetta er það sem býr undir þeirri atvinnustyrjöU, sem um mörg ár hefir gengið um vestr-Evrópu og Vestrheim. Það er ávöxtunarafl peninganna. Þetta mál, dregr vinnufólk af öllum þjóðum svo náið saman, að það gefr örlítinn gaum að stjórndeilum aðalsins og stjórnendanna, sem eink- um, ef ekki einungis, hirða um að nota alþýðuna sem vinnudýr, og það er af ótta fyrir þessu alls herjar sambandi verkmanna, að stjórnirnar halda við herbúnaði sínum og kjósa heldr að iáta þúsund eða jafnvel miljónir manna hníga, enn að slaka til með álögur sínar, eða rýra sinn peningalega ágóða að mun. Það er því ekki eintóm tilgáta, að styrjöld sú sem nú er að byrja milli Bandaríkjanna og Spánar, og náð getr víðar til, eigi áðr lýkr alt önnur upp- tök og alt aðra frumkvöðla enn á nafn eru greindir. Hin miklu auðregin sitja á bak við tjöldin hul- in skotreyk og tefla með Ieiðtogana eins og peð, og láta þá eigast ilt við þegar svo ber undir, og á með- an láta þau greipr sðpa um heimabú og hirzlur þeirra. Þetta ófriðar él Ameríku hefir verið aðsíga að í átta — að ég ekki segi tíu — ár, síðan peningahrunið byrj- aði þar fyrir alvöru og „peningaaðallinn" sem Ame- rikumennn sjalfir kalla „gorkúlu-aðal" (mushroom aristocracy), hann ætlar sér auðsjáanlega sð vinna lönd í staðinn. Það er miklu einfaldara enn að laga févaxta og peningalögin, einkum œeðan England hefir þar mest að segja. „Enn seinna koma sumir dagar og koma þó". Áðr mörg ár líða verðr okið svo þungt, að almennar tilraunir verða gerðar til að létta því af og sterkar skorður reistar tii að varna misbrúkun þess framvegis, ef eigi eyða því með öllu. Enn þótt flestir hagfræðingar sjái, að auðkúgunin á helztu upptök sín í fölskum verbmæli, og þótt ýmsir hafi íhugað, hversu heppilegast myndi að breyta þeim verðmæli sem nú er, þannig, að verð færi alveg eftir

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.