Fjallkonan


Fjallkonan - 28.06.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 28.06.1898, Blaðsíða 2
98 FJALLKONAN. XV 25. vóru þrælarnir gefnir lausir, en voru þó ekki frjálsir að fullu fyrr enn 1886, og gerði það ekki mikla breyting á högum þeirra. Löngu áður enn þræla- haldið var afnumið, fóru akureigendur að flytja þangað Kínverja, en svo illa var með þá farið, að sjöttungurinn dó á ieiðinni. Kínverjar á Kúbu eru nú taldir 3% af eyjarskeggjum, svertingjar og kyn- blendingar 32% og hvítir menn 65%. Eu tala hvítra manna er víst of há, sem kemur af því, að kynblend- ingar geta fengið að vera í tölu með hvítum mönn- um, ef þeír borga 680— 850 franka, og er það drjúg tekjugrein fyrir stjórnina. Helzti atvinnuvegur á Kúbu er akuryrkja, og er þó að eins % af eynni yrktur. í syknrrækt er Kúba fremst allra landa í heimi. Þaðan kemur % af öllum sykri, og 1890 voru flutt þaðan 645 þús. tons. Sykurakrarnir eru 3500 fer. kílómetrar á stærð, en fáir eru eigendur þeirra. Þar næst er tóbaks- ræktin; á Kúbu sá Kolumbus fyrst reykjandi menn. Enn fremur er þar ræktað kaffi, viðaruli og ávextir. Höfuðbærinn er Havanna á vesturströndinni, og þar eru einnig Matanzas og Santa Clara, en Santiago á austurströndinni. Kolumbus fann Kúbu 28. okt. 1492, oglöll var Kúba lögð undir Spán. Þar með hefst fjögra alda ánauð Kúbumanna, sem versnar þó fyrir alvöru á þessari öld, þegar spánskir landsstjórar og umboðs- menn þeirra koma tii valda. Þá eru beztu menn Kúbu hneptir í varðhöld, og eignir þeirra gerðar upp- tækar. Stjórn Kúbu frá 1825—1850 var svívirðing fyrir Spánverja. 1833 var fulltrúum frá Kúbu bann- að að sitja á spánska þinginu, og risu af þrí óeirðir á eynni; virtist Spánverjum þá ráðlegast að heita Kúbu stjórnarbót. Um þessar mundir kom upp hreyfing á Kúbu í þá átt, að ganga í samband við Bandaríkin og studdu Bandamenn hana af alefli; flokkur manna þar ætiaði að taka til vopna og hjálpa Kreólum (Kúbumönnum), en stjórnin tók þá í taumana — 1854 ætluðu Bandaríkin að kaupa Kúbu fyrir 120 milj. dollara, en eftir margar vifilengjur settu Spán- verjar þvert nei fyrir; reiddust þá Bandamenn og lá við sjálft að þeir færu í stríð við Spánverja, en þá laust upp þræla ófriðinum, svo að þeir höfðu við öðru að snúast heima fyrir. — En Spánverjar þótt- ust nú vita, að Bandamenn mundu horfnir frá að hjálpa Kreólum, gleymdu öllum sínum loforðum og stjórnin á Kúbu varð meira og meira í óreiðu. Nú var ekki um annað að gera fyrir Kúbu-mönn- um enn að hefja uppreist, og bjuggust þeir því til vopna. Sáu nú Spánverjar, að þeir yrðu að gera eitthvað fyrir Kúbu, eða eyða miljónum til að bæla niður uppreist, og af þeim höfðu þeir mjög iitið. Það var þá af ráðið, að 16 kjörnir menn frá Kúbu skyldu fara tii Spánar og semja við stjórnina. Þair voru kjörnir, og Kúbumenn árnuðu þeim allra heilla þegar þeir fóru. En þegar þeir komu heim til Spánar, vóru þeir fremur álitnir sem glæpamenn enn þjóð- fulitrúar; þeir vóru kallaðir fyrir rétt, og ýmsar nær- göngular spurningar lagðar fyrir þá. Reyndar var þeim heitið að sumum sköttum skyldi verða létt af þeim, en aðrir skattar vóru lagðir á þá jafnharðan og þyngri enn hinir fyrri. Þegar þeir komu heim aftur til Kúbu, urðu þeir fremstir í flokki til að hvetja lýðinn til uppreistar. Uppreistin hófst 1868 og stóð í tíu ár (til 1878). Eogin þjóð í heimi hefir barist með meiri hreysti enn Kúbumenn í þessi tíu ár. Uppreistarmenn höfðu að- eins 26 þús. manna, en Spánverjar höfðu 110 þúsund herliðs og flotann að auki. Þó stóðu uppreistarmenn talsvert í Spánverjum og gátu unnið þeim ekki alllítið tjón. En margar þús- undir af beztu mönnum Kúbu 3étu þá líf sitt eða voru hneptir í fangelsi. Jafnframt slógu Spánverjar eign sinni á 12,000 jarðeignir. Loks tókst Spán- verjurn að myrða hiun volduga foringja eyjarskeggja, Cespedes, og létu þeir þá ginnast aí fögrum loforð- um Spáuverja til að semja frið. Nú var þeim lofað stjórnarbót. Kúba átti að fá þing með 30 fulltrúum; 16 af þeim áttu að vera kjörnir af hinum hærri gjaldendum á Kúbu, enn 15 stjórnkjörnir. Að þessu ætluðu Kúbumenn að ganga þó ekki væri álitlegt, en svo varð ekkert úr efnd- unum af hálfu Spánverja. Loks hófst hin síðasta uppreist,og settu uppreistarmenn þegar í upphafi hennar lýðstjórn á eynni eftir amerskri fyrirmynd, og varð gamall markí af Santa Lucia forseti. Þingfulltrúarn- ir eru 20, og hafa Spánverjar sett geipimikið fé til höfuðs þeim. Enn fremur gerðu uppreistarmenn sendimenn til erlendra ríkja og settu embættismenn í landinu. Þeir hafa í rauninni haft stjórn allrar eyjarinnar á hendi í 2 ár, nema í héruðunum fyrir norðan Havauna, og mega þeir eiga það, að þeim heíir farið stjórnin vel úr hendi; póstgöngur eru betri hjá þeirn enn hjá stjórninni, en þeir láta líka hlýða sér. Neiti járnbrautarlest að flytja póst, er hún um- svifalaust sprengd upp í loftið. Það getur ekki skíft neinum togum, að Banda- menn vinni Kúbu, ef þeir setja þar herlið á land. En hver forlög eyjarinnar muni verða að ófriðnum loknum er ekki unt að segja. — Uppreistarmenn vilja að Kúba verði sjálfstætt lýðveldi, amerskir auðmenn vilja fá eyna undir Bandaríkin og einn flokkurinn vill hafa þar lýðveldi undir vernd Spánverja. Er því hætt við, að ekki verði fullur friður á eynni, þó þessi uppreist verði á enda kljáð. Þjóðjaröasalan. Margt hefir verið rætt um þjóðjarðasöluna á seinni árum, og eru ýmsir henni mótfallnir. Þó þeir kunni að hafa nokkuð til síns máls, munu þó ástæð- urnar með henni verða þyngri á metunum. Nú er landbúnaðurinn kominn í það horf, að búast má við að jarðir leggist í eyði hver af annari, einkum þeg- ar þilskipum fjölgar og fólkið streymir að sjónum, eða það fer til Ameríku. Horfur landbúnaðarins eru nú ískyggilegri enn þær hafa verið í manna minnum. Verzlunarvandræði og fólksekla eru að eyðileggja landbúnaðinn, og munu menn sjá alvarlegar afleiðingar þessa þegar þetta ár er liðið, þó margir sé svo blindir að sjá ekki hvert rekur. í ýmsum góðum sveitum standa uú góðar jarðir óbygðar, sem enginn fæst til að taka; eru þá sum- staðar sveitarlimir látnir hokra þar og sveitin stend- ur í ábyrgð fyrir gjaldinu. Jafnvel miklar hlunn-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.