Fjallkonan


Fjallkonan - 28.06.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 28.06.1898, Blaðsíða 3
28. júní 1898. FJALLKONAN. 99 indajarðir hér sunnanlands fengust eigi bygðar í vor nema að nafninu á þennan hátt. Helzt ætti að selja allar þjóðjarðir og kirkju- jarðir, og gera eigendum aear hægast fyrir að kaupa þær, t. d. með því að jörðin stæði sem veð fyrir 2/8— s/4 söluverðs og að lúka mætti verðinu á mörgum árum. x. Kvenfólkið þokar sér upp betur! Við megum vel unna kvenfólkinu þess, þó það tylii sér á skákarend&nn hjá okkur karlmönnunum og þoki sér svo upp, að einhverir af okkur verði að hröklast burtu. Þeir tímar fara nú bráðum í hönd, að þær þykjast jafngildar okkur til ýmsra at- vinnnbragða, sem við höfum áður verið einir um. Og því verður heldur ekki neitað, að þær geti engu síður haft hæfileika til sumra bókstarfa og lærdóms enn við. Ekki ættu þær að vera síður hæfar til kenslustarfa; konurnar, fóstrurnar og mæðurnar, virð- ast vera sjálfkjörnar til að kenna ungu kynslóðinni; þær þekkja bezt á börnin og standa þeim næst að eðli og skapfari. Prédikarastörf mundu þeim og fara vel úr hendi, af því þær eru svo tilfundningaríkar og viðkvæmar. Vel mundi þeim líka hent aðhjúkra sjúkum mönnum og Iækna; til þess hafa þær brjóst- gæði, lipurð og þol meira enn karlmennirnir. Sýslur (forretninger) munu þær geta stundað engu síður enn karlmenn. Það hafa einstakar konur sýnt, sem hafa haft stórum sýslum að gegna, verzl- unum, veitingahúsum o. s. frv. Nú hafa Reykjavíkur kaupmenn fyrstir orðið til þess, að taka ungar stúlkur til búðastarfay og má telja víst, að þær reynist þar engu síður enn kárl- menn; þær hafa að minsta kosti þann kost framyfir karlmennina, að þær eru lausar við drykkjuskap, og eflaust munu þær reynast fult svo áreiðanlegar. Nýr markaður fyrir íslenzkan saltfisk. Rússland. Nú má búast við, að Spánarmarkaðurinn fyrir ís- lenzkan saltfisk verði lokaður fyrst um sinn, því Spán- verjar munu verða kaupleysingjar, og munu þakka fyrir, ef þeir geta fengið brauðbita að borða, þó ekki fái þeir saltfisk. — Auðvitað er íslenzki saltfiskurinn ekki svo mikill, að ekki ætti að vera hægt að selja hann mestallan á enskum markaði, og það því frem- ur sem lítið er nú um norskan fisk, ef lag væri með, en þó má búast við, að salan gangi nú stirðlega. — í „Dagskrá" sá ég það lagt til um daginn, að flytja íslenzkan saltfisk til Brasilíu, og er sú tillaga fjarri öllu viti og þekkingu. En ef ræða skyldi um nyjan markað, þáerRúss- land einua álitlegast. Til norður-Rússlands er nú á hverju ári flutt mikið af norskum saltfiski,og er kaupþörfin þar stöð- ugt að aukast. Norðmenn segja nú, að þeir setji alt traust sitt til rússneska markaðarins, þegar spánski markaðurinn bregðist. Fiskurinu er fiuttur tii Arkangel, og hefir hinn sænsk-norski konsúll þar í bænum átt mikinn þátt í því að koma á þessari saltfisksverzlun. Ætli íslenzkir kaupmenn gætu ekki reyut þenna markað fyrir saltfisk sinn? Spádómur Crispis um stríðið. Einhver blaðamaður hefir fundið Crispi að máli, hinn gamla stjórnmálaskörung og fyrrv. ráðaneytis- forseta ítala, og spurt hann hvernig honum litist á stríðið. Hann sagði meðal annars: „Það eru lok Spánar. Sem ítali harma ég það, að vor rómverska systir skyldi rata í slík vandræði, og ég veit fyrir víst að hún sleppur ekki við stórtjón“. „Þeir eru harðir við hina hraustu Spánverja!" „Já hraustu og riddaralegu, en þessar dygðir heyra til miðöldunum, eins og Spánverjar hugsa sér þær. Það er praktiskt vit, sem á þarf að haida á þessari öld og það vantar þá alveg. Þeir hata drýgt ógurlegar syndir, og verða nú að bæta fyrir þær. Ég segi ekki að Ameríkumenn eigi með að sletta sér inn í Kubu-mál; en Spánverjar hafa sannarlega reynst grimmir og ósiðaðirogóhæfir til aðstjórna„perlu“ Vestureyja. Þessu veldur mest hin almenna fáfræði bæði meðal æðri og lægri stétta. Það er prestastéttin með sínu takmarkalausa valdi, sem hefir dregið þetta land í glötunina. Kaþólsku trúarbrögðin eru sannar- lega góð trúarbrögð; kristindómarinn hefir komið I miklu góðu til leiðar, en með sínum stöðuga aftur- haldsanda hefir klerkalýðurínn kaþólski uunið róm- önsku þjóðunum óbætanlegt tjón.“ „Hvernig haldið þér að stríðið muui fara?“ „Afleiðingarnar verða hryggilegar. Kúba mun verða dálítið lýðveldi eftir stríðið, og slík smálýð- veldi eru helzti mörg fyrir þar vestra; þar muu ekki ganga á öðru en uppreístum og gjaldþroti, en það er nú minst vert. Það er hætt við að Bandamenn, sem miklast af sigrinum, muni fara að seilast í Evrópu nýlendurnar í grendinni. Þeir taka eflaust Kanada einna fyrst, nema Englendingar og Bandamenn gangi í bræðra- lag, og það hygg ég að yrði hættulegt fyrir heims- friðinn. Ef Bandaríkin vinna Spán, sem þau líklega gera, munu þau neyðast til að auka herafla sinn, og Evróp8, sem vænzt hefir að vopn yrði niðurlögð, mun steypa sér í botnlausan herkostnað. Það verður að auka bæði landher og flota, og ég veit ekki hvar það lendir. Að minsta kosti uggir mig að ófriðurinn hafi í för með sér ýmsan óvæntan ófögnuð". „Haldið þér að Evrópa ætti að hjálpa Spánver- jum“? „Ja, Evrópa, hún er að vissu leyti i sömu fordæm- ingunni og Spánn. Alstaðar er stjórnleysi. Samráð stórveldanua eru þýðingarlaust humbug. Af þeím er einkis að vænta“. „Stefnum við þá beint í glötunina?“ „Við stefnum eitthvað út í bláinn. Hver veit hvað morgundagurinn færir? Við verðum að vera vongóðir“.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.