Fjallkonan


Fjallkonan - 28.06.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 28.06.1898, Blaðsíða 4
100 FJALLKONAN. XV 25. Aflabrögð ern yfirleitt lítil kringum alt land, og hafa verið í vor, nema þilskip hafa aflað allvel. Frá ísafjarðardjúpi er ritað: „Síðari hiut ver- tíðarinnar hefir hér verið lítill afli, því að síid hefir engin fengistu. Hákarlaveiði hefir gefist vel, þar sem hún hefir verið 8tunduð. Hvalaveiði á Yestfjörðum hefir gengið illa, þar til nú fyrir skömmu. Litlu lyrir miðjan þ. m. var Eliefsen búlnn að fá 80—90 hvali á 5 báta og Álfta- fjarðarféiögin annað 14, hitt 24 á 2 báta hvort. Slysfarir. Norðmaður einn druknaði frá hval- veiðistöðinni í Seyðisfirði vestra; vóru tveir að sigla á bát og kollsigldu sig; sá sem af komst synti til lands og sagði að hinn hefði ætlað að gera það sama, en þegar skamt var komið, hafði hann rekið upp hljóð og sokkið, og er haldið að hákarl hafi grandað hon- nm. Þrévetnrt barn frá Næfranesi í Dýrafirði drukn- aði þar i flæðarmálinu; var að leikum með fleiri börn- um, og hafði farið út á stein og dottið í sjóinn, og var dáið þegar að var komið. Maður druknaði úr Æðey er Magnús hét; hann var á opnum bát með öðrum manni og gekk fyrir borð; sagt er að þeir hafi báðir verið druknir. Um hvítasunnuna var franskur skipstjóri skot- inn til bana á Önundarfirði; óijósar sagnir um til- drögiu. Sýslumaður og bæjarfógeti Hannes Hafstein tók próf í málinu, og er sagt að sá sem haidið var að væri valdur að þessu verki muni verða sýknaður, því ekkert hafi sannast um sökina. Testurfarar nál. 80 fóru með pðstskipinu héðan aðfaranótt 19 þ. m., flestir af Mýrnm og flr Borgarfirði eða af Breiðafirði (Jón í B,auðseyjum); fáeinir að norðan, úr Húnavatnssýslu, og Iítilsháttar af Suðurnesjum. Um Landeyjaþing eru í kjöri: Jón Stefánsson prestaskóla- kand., Þorvarður Þorvarðarson prestaskólakand., og séra Magn- ús Þorsteinsson aðstoðarprestur í Landeyjaþingum. Heiðursgjöf. Nokkrir helztu bændurnir í Stóranúps- og Hrepphólasókn færðu 8 þ. m. sóknarpresti sínum, Valdimari prófasti Briem, heiðursgjöf frá söfnuðum hans í minning þess, að hann hafði þá verið prestur þeirra 25 ár. Var í fyrstu til- ætlað að velja til þessa prestvígslu afmæli hans, en til þess varð ofnaumur tími, og var því síðar valið afmæli innsetningar hans í embættið. Gjöfin var skrifborð með tilheyrandi stól og saumaborð handa frú hans. Gripina hafði Björn kaupmaður Kristjánsson keypt erlendis, og eru þeir mjög fagrir og vandaðir. Heiðursgjöfinni fylgdi ávarp frá söfnuðunum; það var í ljóðum og fagurlega skrautritað. Það hljóðar þannig: Vor faðir í anda, vor fræðari kær, vor foringi á kristindómsvegi! með virðingu’ og elsku þig ávörpum vær á embættis-minningar degi. Því aldar um fjórðung í embættis sess þú oss hefir helgað þinn starfa, sýnt oss alúð og kærleik í ástundun þess, sem oss er til sannastra þarfa. Sýnt göfugleik, viturleik, góðvild og snild í gjörðum og háttum og ræðum, haft andlega þroskandi áhrifin mild með andríkum, hjartnæmum kvæðum. Vort ávarp er þakklætis innilegt mál, í einu hið marga þð tínum, og blessunaróskir frá sérhverri sál í söfnuðum hjartfólgnum þínum. Vér óskum að votta það verklega nú, þinn verðleiki’ að dyljist oss eigi, og biðjum að minjagrip meðtakir þú til minningar prestvígsludegi. Nú gleðji og blessi þig drottinn í dag, og dag hvern á meðan þú lifir, hann blessi þína' ástfólgnu, blessi þinn hag, hans blessun sé starfi þínu’ yfir. (Br.J.) Dr. Jðn Þorkelsson yngri er væntanlegur hingað i sum- ar frá Kaupmannahöfn, alkominn, með fjölskyldu sína. Mun hafa fengið styrk hjá kenslumálastjórninni til að kynna sér söfnin hér. Forspjallsvísindapróf 17. þ.m. i prestaskólanum, yfir presta- skólastúdentum og læknaskóla: Böðvar Bjarnason vel -|-, Binar Gunnarsson dável -(-, Guðm. Guðmundsson vel -4-, Ólafur V. Briem ágætl. -4-, Sigurbjörn Á. Gíslason ágætl., Signrður Júl. Jóhannesson vel, Sigurjón Jónsson ágætl. Áður í vor tðk próf þetta Jónmundur Halldórsson og fékk dável -f. Dáin hér í bænum 15. þ. m. frú Johanne Louise Bemhöft (fædd Bertelsen), ekkja eftir Vilhelm heit. Bernhöft bakara, rúml. sextug að aldri, merk kona og vönduð, ráðdeildar- og at- orkusöm. Hún var eigandi elztu bakaraiðninnar hér í bænum, og stjórnaði henni í mörg ár, að tengdaföður BÍnum látnum, er var stofnandi hennar og lézt í hárri elli; maður hennar var látinn löngu á undan henni. Þeim hjónum varð 9 barna auð- ið, er öll eru á Iífi, 4 erlendis (3 synir í Ámeríku og 1 dóttir í Danmörku, gift) og 6 hér: frú Marie Hansen (L. Hansen, fyrv. verzlunarBtj.), frú Fransisca Olsen (Guðm. Olsen verzl- unarstj.), Vilhelmine, ógift, Daníel bakari og Vilhelm cand. med. & chir. og tannlæknir hér í bænum. Vikuna sem leið kom Fjallk. ekki út vegna veik- inda ritstjórans. — Úr þessu verður að vonum bætt síðar. OTTO MÖNSTEDS Margarine ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúffengasta smjörliki, sera mögulegt er að búa til Biöjiö því œtiö um OTTO M0NSTEDS Margarine, sem fæst keypt lijá kaupmonnunum. Daníel Símonarson selur soðla, hnakka og allskonar ólar með góðu verði. Hann óskar að fá búkhár keypt Beykjavik, Þingholtsstræti 9. Jónsbók, lögbókina, prentaða á Hólnm, kaupir útgefendi „Fjallk." mjög háu verði. Útgefandi: Vald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.