Fjallkonan


Fjallkonan - 14.07.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 14.07.1898, Blaðsíða 4
108 FJALLKONAN. XV 26. né gaman hafði hafði ég af honum i það sinni, því hann var og sjálfnr reisuferðugur til alþingis, að standa þar fyrir máli, er hann átti við þann prest, er hét séra Loftur Rafnkelsson, er hann hafði dæmt frá kjéli og kalli, og var þess vegna mikíð ýrður og í öðrum þönkum sem von var. Þar skildi eg við minn samferða kari; för bann austur í Mýrdalinn, enn ég gaf mig með hinum kompánunum út á so kallaðan Eyjasand. En þá við komum út fyrir álana, fréttu þeir og sáu, að sjör var orðinn 6f»r vegna brims út í Vestmanneyjar; skildu þar við mig án nokkurra orða eða ráða einsamlan, og héldu út á Eyrarbakka. Nú komst eg i standandi ráðaleysi; var þar í ökendu plássi, þekti þar engan mann, né neina þeirra háttsemi, hafði aldrei skip séð né á sjó komið. Þogar ég hafði um stund so sem agn- dofa verið, hvað af skyldi ráða, bað ég guð um hjálp að grciða fram úr vandræðum minum, og fæ so strax djörfung og móð að halda á leið til Eyjanna; kem að einu tjaldi, sem var þar í vegi á höfðanum; þar var ráðandi sá maður, er heitir Þorsteinn Þor- steinsson, búandi á Steinsmýri í Meðallandi. Hann spyr mig á alla vegi um mitt ferðalag, er ég hreint segi honum. Hann lætur mig fara inn í tjald með sér, gefur mér þar mat að borða sem ég vildi og 2 álnir tóbaks að skilnaði og segir: „Þessa þarft þú með; far heim að bæ sem hér er næst, sem er Bakka- hjáleiga; þar býr maður, sem Hrólfur heitir, frómur maðurjseg honum af ferð þinni; bið þú hann að taka af þér hesta þina, meðan þú fer út í Eyjarnar, og það þeim fylgja má, og gef honum nú hálft tóbak þetta, en hitt síðar, þá þú aftur kemur, ef ei eru önnur efni þín; bið hann að láta fylgja þér fram í Sand- inn; þar sér þú tjöld og menn fyrir, sem ætla út í Eyjar, og kom þér fyrir hjá einhverjum af þeimu. Ég þakka honum fyrir öll heilræði og velgerðir, fer svo so þaðan og gengur alt eftir því sem hann sagði og fyrir lagði. Nú síðar gaf guð mér bæði efni og tækifæri, að launa þessum ærumanni þennan volgerning. 14. Þegar ég kom á Sandinn, og fram að sjónum, sá ég þar mörg tjöld, smá og stór, og fjölda fólks; vóru þar mikil drykkjulæti og áílog; gekk þar verst fram Jón Brynjólfsson Thorlacius, og Jón Sigurðsson, kaupi að nafni; í soddan flokk vogaði ég ei að gefa mig, hvar soddan ókyrleiki var og flokka- drættir; tók það til ráðs, að vera utanvert við þennan soll, og fór því með trúss min undir hlið á einum Eyja teinárhring, sem þar lá uppi til að bíða þar útferðarinnar nær félli. Enn stúlka, sem mér fylgdi í Sandinn, fór heim aftur með hestana og reið- skapinn. Þá ég hafði þar um mig búið, gekk til mín einn mað- ur, er hét Bótólfur Þorvaldsson, lágur vexti, stuttleitur og harð- leitur, á lafakjól, vel við öl. Hann spyr mig að nafni, hvaðan ég sé og hvað ég ætli. Ég svara honum til þess með fæstum orðum. Hann segir aftur: „Þú skalt nú hér í framandi plázi njóta foreldra þinna, því þó nokkur ár séu siðan, hefl ég átt hjá þeim marga góða nótt, þá þau bjuggu á Þverá í Skagafirði. Var ég þá þénari Skúla fóveta, þá hann fór fyrst norður frá Bjarnanesi, og viljir þti nti gefa þig á mitt vald, þá vil ég reyn- ast þér trúr og ráðhollur í því ég megna". Ég þáði hans tilboð og fór með honum í tjald hans, þar ei sá nú betri kosti; var þar fyrir annar lagsmaður hans, sem heitir Björn Ingjaldsson, mikið skikkanlegur og frásnoiddur drykkjusvalli; leið svo af nóttin í miklum óróa. Daginn eftir kom leiði; kom minn góði Bótólfur mér i skip með sér; brá mér til sjósóttar, enn þá hann formerkti það, rak hann mig undir ár með sér og kendi mér áralagið, takandi upp á sig mitt forsvar í öllu því, sem Vest- manneyingar vóru að kalla að mér þar um farandi í fyrsta sinni og á sjó komandi, eftir gamansfullum sjóferðalögum þeirra. Síð- an kendi ég aldrei sjósóttar. fFramh.). Veiklndi mikil hafa gengið nyrðra og ganga enn eink- um i Skagafjarðar, Eyjafjarðar og Þingeyjar sýslum, þung kvef- sótt, taugaveiki og barnaveiki. Fyrir þá sök varð ekkert úr þjóðminningarhátíðarhaldi í Eyjafirði. Skagafjarðarsýslu, 28. júní. „Útlit fyrir allgóðan grasvöxt. Skepnuhöld góð, en talsvert borið á fjárkláða á stöku bæ, enda var fjárböðunum víða ekki skeytt. — Aflabrögð góð nú komin hér á firðinum og hafsild nokkur. — Þjóðminningar- dagur verður haldinn 2. júlí í Ási í Hegranesi". ísafjarðarsýslu, 3. júlí. „Tún verða hér með rýrasta móti, að undanteknum þeim, sem bætt hafa verið með rækt. Þerrir hefir verið langan tíma. Aflalaust við út-Djúp; lítill reyt- ingur við inn-Djúp á skelfisksbeitu. Aflalaust á þilskip; engin síld komin enn“. OTTO MÖNSTEDS Margarine ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og Ijúffengasta smjöriíki, sem mögulegt er að búa til BiðjiS þvi œtíö um OTTO M0NSTEDS Margarine, S8m fæst keypt hjá kaupmönnunum. Ég undir skrifuð hefi í mörg ár verið sjúk af taugaveiklun, og og hefi þjáðst bæði á sál og líkama. Eftir margar árangurelausar læknatilraunir reyndi ég fyrir 2 árum Kína-lífs-elixir frá hr. Waldemar Potersen i Fred- erikshavn, og þá er ég liafði neytt úr fjórum flöskum, varð ég undir eins rnikiu hressari. Eu þá hafði ég ekki föng á að kaupa meira. Nú er sjúkieikian aftur að á- gerast, og má sjá af þvi, að bat- inn var liinum ágæta bitter að þakka. Litlu Háeyri Guðrún Símonardóttir. Kína-Iífs-elixírinn fæst hjá flestum kauprnönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn okta Kíua-lífs-elixír, eru kaupendr beðnir að líta vel eftir því, að standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumið- anum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Danmark. Frá 1. jffl er veröiD á Kraftfóðri (hvalmjöli) 12 kr. fyrir pokann — 200 pd.1 Guano og beininjöli 7 kr. 50 au. fyrir pokann — 200 pd. 1 afhent við skipshlið. Hans Ellefsen, Lauritz Berg, Önundarfirði Dýrafirði *) Var misritað í fyrri angl.: 100 pd. átti að vera 100 kiló = 200 pd. Útgetandi: Tald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.