Fjallkonan


Fjallkonan - 10.08.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 10.08.1898, Blaðsíða 2
122 FJALLKONAN. XV. 31 Norski saltfiskurinn hefir það fram yfir hvíta fiskinn, að hann er rainna saltaður, og finst varla í heilum farmi sólsteiktur fiskur; hann hefir líka þann kost, að hann er vel þur, sem kemur sér vel í lofts laginu á Spáni. Af hvita fiskinum er það einuDgis skozkur fiskur, sem hefir hina sömu kosti, en íslenzkur og færeysk- ur fiskur er miklu lakari. Að vísu hefir verkun á íslenzkum saltfiski batnað á síðari árum, en hann er enn þá of mikið saltaður, svo að hann er alt af saltbrendur og sömuleiðis er hann hvergi nærri nógu vel þurkaður. Þegar flskurinn er meira eða rainna illa þnrk- aður, og þar á ofan saltaður um of, verður hann mjög óútgengilegur; saltið eykur vætuua í honum, auk þess sem loftslagið hér er mjög rakasamt. Eins og áður er sagt, er íslenzkur og færeysk- ur saltfiskur útgengilegastur á Spáni, ef hann væri vel verkaður; norski saltfiskurinn er einungis keyptur fyrir það að hann heldur sér betur. Svo er þess að gæta, að Norð- menn standa betur að vígi að selja sinn saltflsk, því þeir hafa stöðugar gufuskipaferðir árið um kring til Barcelona. Þriðjungurinn af öllum þeim fiski, sem Norðmenn hafa flatt að undanförnu á þessum gufuskipum, hefir verið íslenzkur (og færeysk- ur) saltfiskur, og flytja Norðmeun þannig meira en heiming af is- Ienzkum saltfiski, sem fluttur er til Spánar“. Loksins leggur konsúllinn til að sameinaða gufu- skipafélagið sendi skip sín að sumrinu (i apríl til október) með saltfi9k trá íslandi til Spánar og segir að þau gætu á heimleið haft erindi á Miðjarðarhafs- hafnirnar. Bismarck t Járnkanslarinn er Ioks fallinn í valinn. Bismarck dó 30. júlí eftir stutta legu, á 84. ald- ursári. Hefir því orðið skamt milli fráfalls tveggja hinna mestu stjórnskörunga þessarar aldar, er annan mátti kalla fremstan allra í framsókninni og hinn öflugastan i ihaldinu. Otto Edv. Leopold von Bismarck-Schönhaasen er fæddur 1. apríl 1815 í Schönhausen, sonnr ridd- ara höfuðsmanns Karls Vilh. Ferdinands Bismarcks (f 1845). Hann stundaði lögfræði við háskólann í Göttingen, og lauk þar prófi með bezta vitnisburði. Síðan var hann við búsýsiu með föður sínum og tók við búráðunum þegar hann dó. Sama ár var hann kjörinn til landþingisins í Saxlandi og 2 árura síðar til hins sameinaða landþings í Berlín, og varði hann þar hið algerða einveldí. Hann gerðist þá brátt foringi hægri manna og hina erfiðasti írjáls- lynda flokknum. Hann sá að sambandsstjórnin þýzka var Prússum að eins til meins, en til gagns Austur- ríki og suður-þýzku ríkjunum; varð hann því hinu skæðast óvinur Austurríkis og varð svo djarforður, að hann var gerður sendiherra í Pétursborg 1859 til þess að hann stofnaði ekki blöðunum í vanda með stóryrðum sínum. Síðar varð hann sendiherra í París, og 1862 var hann tekinn heim til Berlínar til að verða ráðaneytisforseti og utanríkisráðgjafi. Honum kom ekki saman við stjórnina um endurbæt- ur hermálarna, en hann hélt fram sínu máli, hvað sem hver sagði, og þá varð houum að orði: „Stórmál eru ekki til lykta leidd með ræðum og atkvæðaafli^ heldur með blóði og járni“. Sama ár leystl hann upp neðri deild þingsins, sem hafði neitað um fjár- framlög til hersins, og stjórnaði þá án nokkurra fjár- iaga. Þingdeildin fór því fram á, að keisarinn setti Bismarck frá völdum, en því var ekki siut. Um þessar mundir studdi Bismarck Eússa gegn uppreist Pölverja. Jafnframt fór haun að skifta sér af mál- um Danmejkur, sem varð til þess að Danmörk komst í ófrið við Pxússland og misti Holsetaiand, Slésvik og Láenborg. 1868 gerði Bismarck verzlunar- samning við Ítalíu, sem varð undsnfari sambandsins milli Prúss- lands og Ítalíu. 1866 laust upp ófriði milli Austurríkis og Prúss- lands, og beið Austurríki ósigur við Sadowa 3. júlís. á.; varþá Aust- urríki lokað út úr þýzka ríkja- sambandinu, en Prússar höfðu þar öndvegisvöldin og Norður- Þýzkaland alt varð að Iúta þeim, en við smáríkin voru gerðir sam- bandesamningar. Nú hafði BÍ8marck lokið því verki, sam hann hafði ásett sér að gera, sameining Þýzkalands. Yarð hann nú alt í einu svo vinsæll, að allur þorrinn vildi sitja og standa sem hann vildi; honum voru gefnar stórgjaf- ir; þingið veitti honum alt sem hann bað um og fyrirgaf honum gerræðis stjórn hans að undanförnu. Hann var þá gerður að greifa og kanslara í hinu nýja ríkjasambandi. Fám árum síðar (1870) hófst ófriðnrinn milli Frakka og Þjóðverja, sem lauk þannig (1871), að Frakkar mistu Elsass og Lothring- en. Sama ár var Bismarck gerður að fursta, og síðau varð hann ríkísk&iialari J hlnu nýstofnaða þýzka keisaradæmi. Ári síðar myndaði hanu þrí- ríkjasambandið milli Austurríkis, Þýzkalands og Eússlands, til þess að Þjóðverjar gætu verið öruggir, þótt Frakkar hyggi til hefnda. Um þessar mundir hófust deilur milli kirkju og ríkis á Þýzkalandi, og nokkuru síðar sýndi katólskur maður Bismarck banatilræði og oftar varð hann fyrir því, en siapp klakiaust. 1878 sættlst Bismarck við klerkana, og notaði þá fyígi þeirra til að koma fram tolllögum sínum, og iét þá fá síðar nokkurar réttarbætur í staðinn. — Hanu hugði að bæla niður sóaíalista, og lét setja hörð lög til að kúga þá. Smám- samau virtist hann hverfa frá Eússum, og á friðar- þinginu í Berlín 1888, eftir stríðið miíli Eússa og Tyrkja, kom hann fram sem óhlutdrægur miðlunar- maður og studdi ekki Eússa. Þó hélt hann því ætíð fram, að Þjóðverjar ættu að vera vinir Eússa. 1878 gerði hann enn samband við Austurríki og Ítalíu. Bísmarck.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.