Fjallkonan


Fjallkonan - 10.08.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 10.08.1898, Blaðsíða 3
10. ágúst 1898. F JALLKONAN. 123 Hann bað margsinnis um lausn frá stjórnarstörfum, en það mun naumast hafa yerið aivara, enda var hann ríkiskanslari eftir sem áður, bæði meðan gamli keisarinn (Vilhj. I.) lifði og meðan Friðrik H. sonur hans stjórnaði rikinu; en þegar hinn núverandi keis- ari, Vilhjálmur H., kom til rikis, leið ekki á löngn, að honum og ráðaneytisforsetannm bar á milli, og loks neyddi keisari Bismarck til að segja af sér. Bismarck féll það illa og hann tók ekki við hertoga- nafnbót, sem keisarinn sæmdi hann þegar hann fór frá völdum, svo sem til að mýkja skap hans. Fór hannþá til Friedrichsruhe, og var þar það sem eftir var æfinnar. Hann tók þó enn mikinn þátt í stjórn- málum í ræðura og ritum, í blöðum og utanþings, og vandaði mjög um gerðir hiauar nýju stjórnar, en ekki vildi hann sitja á þingi framar. Var haun all- oft harðorður um stjórn keisarans, og 'hefði öðrum en honum naumast haldist það uppi. Það má með sanni segja, að Bismarck hafi skap- að hið nýja þýzka keisaradæmi, og mun hann ávalt verða talinn með merkustu stjórnmálamönnum 19. aldarinnar. Bókmentir. Bókasafn alþýðu. Hr. Oddur Björnsson, bók- sali í Kaupmannahöfn, heldur áfram að gefa út hið snotra „Bókasafn alþýðu", sem byrjaði að koma út í fyrra. Fyrstu bækurnar (þær sem komu út í fyrra) voru „Þyrnaru (kvæði Þorsteins Erlingssonsr) og „Sögur frá Síberíuu. Um kvæði Þorsteins Erlings- sonar hafa orðið misjafnir dómar; þó hefir enginn, sem mark er á takandi, getað annað sagt en að þau væru vel gerð í skáldlegu tilliti, og skoðanir þær sem þar eru fram settar hnekkja ekki skáldfegurðinni. Alþýða sjálf hefir bezt skorið úr því, hvernig henni hefir geðjast að bókinni, með því að hún hefir keypt hana, svo að hún er uppseld að kalia. „Sögurnar frá Síberíu" eru sýnishorn af nýjum rússneskum sagnaskáldskap, sem hér er lítt kunnur og yfirleitt vel þýddar. Nú er í Bókasafni alþýðu: Camílle Flammarion: Úranía. X +176 bls. 8. 1. Flammarion er alkunnur rithöfundur um hinn mentaða heim fyrir það, að hann klæðir visindaleg efni í alþýðubúning, og „Úrania“ er eitt af þeim ritum hans. Það eru stjarnfræðilegar hugleiðingar í al. þýðlegum búningi og um náttúruna yfirleitt og ó- dauðleikann. Bókin er því mjög skemtileg og gefur nóg umhugsunarefni. Þýðinguna hefir annast Björn Bjaruason stud. mag. (frá Viðfirði), og er húu prýði- lega af hendi leyst. 2. Zakarias Topelius: Sögur herlœknisins. Blástakk- ar. 11. bls. 116 8. Þetta er að eins kafli úr „Sögum herlækmsms“, sem eru einhver hin bezta alþýðubók eins og fleira sem Topelius hefir ritað, og hefir verið snúið á mörg mál. En æskilegra hefði verið að fá bókina alla en þennan eina kafla. Þýðingin er eftir séra Matt- hías Jochumsson, og er húnlipur eins og alt sem hann ritar, en ekki jafn-vönduð að máli sem þýðingin á „Úraníu“. Ekki má gleyma því að búningur þessara bóka er vandaðri enn menn eiga að venjast hér; preatun og pappír er í bezta lagi. Báðar þessar bækur eru líka með myndum. Benda mætti hinum heiðraða útgefanda á, að nú væri æskilegt að fá eitthvað frumsamið í „Bóka- safninu". Það eru komnar þrjár þýddar bækur, en að eins ein frumsamin. íslenzkar bókmentir græða minna á þýðingunum; vér verðum að hlynna að vorum eigin stofni, ef íslenzkar bókmentir eiga að blómgast. Þjóðliátíð héldu Borgfirðingar 7. ágúst á Hvít- áíbökkum milli Þingness og Bakkakots. Þar kom samau fjölmenni mikið og þótti sú samkoma hin skenitiiegaata. Samkomustaðurinn einkar velvalinn; útsýnið mjög fagurt. Þar voru ræður haidnar og mælti fyrir minni héraðsins séra Magnús Andrésson á GUlsbakka og fyrir minni íslands séra Guðmundur Helgason í Reykholti, og þótti þeim báðum raælast mjög vei. Fyrir minni vestur-ísiendinga mælti séra Ókfur Óiafsson á Lundi, fyrir minni bænda Jón Sigurðsson frá Haukagili og fyrir minni kvenna Þorsteinn Jónsson frá Grund á Akranesi. Kvæði voru sungin eftir Sigurð Jóhannesson. Þar fóru og fram skemtanir, svo sem glímur, stökk og kappbíaup. Við kappreiðar varð fljótastur Gráni^ Björns Kristjánssonar kaupmanns, sem fékk 1. verðlaun fyrir stökk á Bvíkur þjóðhátíðinni. Lyfjabúðina í Beykjavíkhefirkeypt cand. pharm. M. Olesen í Hjörring fyrir 110,000 kr. Hr. Olesen kom nú með „Thyra“. Brezkur konsnll er stórkaupm. Jön Yídalín orðinn í stað W. G. Sp. Patersons heitins. Dáinn Jön Jónsson, prestur að Hofi í Vopna- firði, 68 ára, f. 3. júli 1830, vígður 1855; var áður prestur að Mosfelli í Grímsnesi. Póstskipið „Thyra“ kom ekki fyrr enn að morgni 8. ágúst frá Kaupmannahöín. Ferðamenn útlendir komu um 20 með þossu skipi. Þar á meðal maður og kona frá Kúmeníu. Farþegar íslenzkir með „Thyra“ : frú María kona Jðns Helgasonar, frú Sigriður Helgadðttir frá Odda, frú Þðrunn Jónasen, frk. Þóra Friðriksson. Guunlaugur Bjarnason prentari eftir 3 ára dvöl í Khöfn. Hvelllausa púðrið er alls engin ný uppfundning. í þriðja bindi æfisögu Benvenuto Cellini’s, hins fræga ítalska guilsmiðs og listamanns, segir hann sjálfur frá pví, að þegar hann hafi verið sjúkur i Farrara af hitasótt, þá hafi hann læknað sig á því að éta páhana, sem hann hafi skotið, og að hann hafi komið að fuglunum óvörum með því að skjóta á þá með „hvelllausu púðri, sem hann haíi sjálfur fundið upp“. Benvenuto Cellini er fæddur árið 1600 og dð 1671. Kuldinn í Siberíu er svo rnikiíl á vetrum, að ýms matvæli, sem vér söltum, geymast þar frosin. Lansdell nokkur, enskur Síberíu-ferðalangur, befir lýst síberska markaðium og segir að þar fáist meðal annars: Fro3nir hænnungar, akurhænur og

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.