Fjallkonan


Fjallkonan - 31.08.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 31.08.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um miðja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júll. Upp- sögn skrifleg fyrir 1. okt Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 34. Reykjavík, 31. ágúst 1898. Útlendar fréttir. Khöfn. 15. ágúst. Ófriðnrinn milli Spánverja og Bandamanna er nú loks á enda kljáður. Spánverjar höfðu falið sendiherra Frakka í Washington, Cambon, á hendur að leita friðar við Bandamenn fyrir sína hönd. Mac Kinley gaf góð svör, og kvað Bandamenn fúsa til friðar, ef Spánverjar vildu láta af hendi við þá lönd þau er Bandamenn fýsti að krækja í, nefnilega: Kúba, Portorico og Ladrónaeyjar; skyldu svo Spán- verjar eigi þurfa að gjalda neinn herkostnað. Filipps- eyjar kæra Bandamenn sig eigi um, en vilja aðeins hjálpa Spánverjum að sefa þar óeirðir. Spánverjar tóku þessnm svörum vel og skynsamlega, og sáu þegar, að hér myndi eigi duga að prútta, enda var sagt að Bandamenn mundu senda flota sinn samstund- is yfir Atlantshaf, og sækja heim Spánverja, ef þeir íæki eigi friðarkostunnm. Gáfu þeir því sendiherra Frakka, Cambon, umboð til að rita undir svohljóð- andi friðarsamuing fyrir hönd sína; var friðarsamning- urinn svo undirritaður í fyrra dag. En til að út- kljá endanlega öll viðskifti Spánverja og Bandamanna á að koma saman nefnd í Parísarborg. — Þrátt fyrir það þótt Spánverjar hefðu leitað friðar, hættu Banda- menn þó eigi framsókn sinni, en létu herlið sitt leggja undir sig eyna Portorico, og gera þeir það til þess að láta Spánverja hafa hitann í haldinn. — Jafnvel 23 mínútum áður enn friðurinn var nndirritaður, bjugg- ust þeir til að skjóta á borg eina þar á eynni, er veitti þeim mótstöðu, en hættu við elíkt er þeir fengu hraðskeytið um friðarsanininginn. — Fjarri fer því, að Spánverjar séu óánægðir með úrslitin, úr því svo var komið. Þjóðin var orðin svo örmagna, að hún varð fegnust hvíldinni með hvaða kostum sem væri. Það lítur því eigi út fyrir, að flokkur Don Carlós fái meiri útbreiðslu á Spáni. Lát Bismarcks hefir áður staðið í þessu blaði. Hann hafði verið lengi Iasburða, og einkum síðastu dagana, en engum datt þó í hug) að hann ætti svo skamt eftir. Svo báru hraðskeytin, að líflæknir hans dr. Schwenninger væri farinn frá Friedrichsruhe, og Bismarck orðin svo brattnr, að hann reykti síaa pípu, svo sem hann var vanur. En alt í eiau hniguaði honum aftur; dr. Schwenninger var kallaður aftnrtil Friednchsruhe, en hitti þá Bismarck að eins ódáinn; veikindin lögðust á lungun og hann hafði tekið mikið út. En fyrir andlátið létti honum ogviðskiln- aðurinn hafði vorið rólegur. — Vilhjálmnr keisari var staddur í Björgvin, er honum barst fregnin um lát Bismarcks. Með djupri hrygð hafði hann tekið móti fíegninni; skipaði hann sro þegar, að haldið skyldi heim til ÞýzkaJands. Þegar þangað var kom- ið, vildi hann láta greftra Bismaick i Berlín með mikilli viðhöfn, en því urðu ættingjar Bismarcks að neita, því að sjálfur hafði hann mælt svo fyrir i erfðaskjali sínu, að hann skyldi grafinn i hæð einni rétt hjá höll hans Friedrichsruhe; þann stað hafði hann elskað mjóg og sat þar að vanda með pípu sína. Á legstein sinn hafði hann mælt fyrir að skráð væru þessi orð: „Hér liggur Bismarck, trúr þjónn Vilhjálms keisara hins fyrsta". ÆttingjarBismarcka vildu helzt, að Vilhj. keisari kæmi hvergi nærri jarðarförinni. Þeir flýttu því öllu svo mjög, að keis- arinn gat eigi komið til Friedrichsruhe fyr enn Bis- marck var kistulagður, til þess að hann gæti eigi fengið að sjá hann á líkfjölunum. Og eigi vildn þeir leyfa það, þótt keisarinn hefði mælzt til þess, að tekin væri dánargrima af Bismarck. Yfirhöfuð þyk- ir Vilhj. keisari hafa orðið sér til minknnar með af- skiftum sínum af þessu máli. Banmðrk. Drotning vor hefir verið lasburða mjög á síðustu tímnm. Ættingjarnir streyma nú að Danmörku úr öllum áttum: Dagmar keisaradrotning, prinzessan af Wales og öeorg örikkjakonungur, og von á Nikulási Rússakeisara síðar. Annars er koma Dag- mar Bússadrotningar og prinzessunnar af Wales sett í samband við, að útlit er fyrir, að harðna muni milli Rússa og Englendinga í austur-Asíu. Enskir anðmenn höfðu lagt fé til járnbrautar einnar í Kína, en Rússar sneru sér þá til Kínakeisara og gáfuhon- um í skyn, að þegar Kínverja vantaði fé, skyldu þeir snúa sér til Rússa, en ekki til Englendinga. Þetta hefir Englendingum gramist mjög, og mál þetta hefir fleirum sinnum verið rætt í parlamentinu. Og nú er talið að prinzessan af Wales eigi að verka á Dag- mar Rússadrotningu, er svo aftur hafi áhrif á son sinn keisarann, að vera mætti að miðlað yrði frið- samlega málum milli Rússa og Englendinga þar eystra. Danskastjórnin hefir að ríkisdeginum fornspurð- um tekið hálfa miljón króna til herbúnaðar. Þykir það heidur en eigi gjörræðisfult. Holm, sósíalistinn, er nú framseldur danska lög- regluliðinu, og hefir sakadómari haldið nokkur próf yfir honura, en öllu er enn þá haldið leyndu. Skáldið Zola er nú horfinn, og veit enginn hvar hann muni dvelja. Seinast vissu menn til hans í Noregi, og er ætíun manna að hann muni dvelja ein- hverstaðar þar upp til dala. Ðáinn er rómanahöfundurinn og egypzkufræðing- urinn Gsorg Ebc-rs. Bréf frá Noregi. 6. ágúst '98. Mér datt í hug hér um daginn að skrifa heim, þó ekki væri nema stutt fiéttabréf héðan frá Noregi.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.