Fjallkonan


Fjallkonan - 16.09.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 16.09.1898, Blaðsíða 4
144 FJALLKO NAN. XV 36 inn að hnifseggin skyldi ei snerta eða rispa hið minsta tinið; þar var og líka við höndina hvítt salvett og tannstöngull, ef með hefði þurft. Var mér hér minkun búin, ef ei hefði áður til manna heyrt og séð. Að þessu búnu var upp á bréfin svar- að, og gekst hún mest fyrir þvi, nokkuð betur búin enn áður. Að skilnaði buðu þau mér hvað mig vauhogaði nm, hvort það væri nesti, reiðingur, járn eða þess kyns, er ég alþakkaði. Þó mátti ég endilega þiggja brennivínsmörk, brauð og tóbak að því skapi. So var þá höfðingja siður og lund. (Pramh.). Ótíð niesta er nú og heíir verið það sem af er septembermánuði, eífeldir rosar og rigningar. Lítur því mjög illa út með heyskap; engjar mjög víða und- ir vatni, og hey alment úti og undir stórskemdum. Má þvl búast við, að menn verði að farga fénaði með mesta móti. Dáin er hér í bænum 18. þ. mán. frú Xristín Sigurðardbttir Waage, kona stúdents Eggerts M. Waage kaupmanns í Reykjavík, einkadóttir merkis- hjónanna Sigurðar stúdents Sigurðssonar ug Höllu Jónsdóttur frá Stórahrauni. Hún v&r ein meðal merk- ustu kvenna bæjarins, gáfuð, guðrækin og valkvendi, og er því sártsöknuð af ekyldum og vandalausum sem hana þektu. Jarðarföriu fram fer að forfallalausu laugardag- inn 17. þ. mán. kl. ll1/^ f. m. Skagafjarðarsýslu 30. ágúst: „Mikiir óþurkar hafa geng- ið undanfarið, og um síðustu daga snjóað ofan undir bæi. Vegir og engi alt fljótandi í vatni. Hey víða mikil úti og útlit fyrir að þan náist ekki með góðri verkun. — Verzlunin gekk stirt hér í sumar; hvít ull pundið 55 aura, en útlenda varan stigin niður aftur; rúgur 8 au. pundið og kaffi 65 a. pd. — Fiskafli hefir verið með langrýrasta móti í sumar hér á firðinum og er það mest vegna ógæfta. Einnig hefir líka oft vantað beitu engin laxveiði hefir hér vérið í sumar og mjög lítil í fyrra sumar". Forvitnisbálkur. [TJndir þessari fyrirsögn er ætlast til aö svarað verði eftir föngum allskonar spnrningum sem Fjallk. berast, og mega þær vera um hvaða efni sem fyrir kemur. Ef spélega er spurt, má búaBt við, að engu verði svarað]. 1. Hvað kostar skilvindan Alfa Colibri? Mig minnir að það sé auglýst í einhverju blaði, en ég les fá blöð nema Fjall- konuna. Svar: Það hefir verið auglýst hér í einhverju blaði, að Alfa Colibri kostaði 150 kr. En sjálfsagt er bezt að snfia sér til verksmiðjunnar í Sviþjóð, sem selur þessa sömu skilvindu á 100 kr. Utanáskrift: „Aktiebolaget Separator, Stookholm". 2. Hvað er að frétta af rjómavél þeirri, strokk og skil- vindu (radiator), sem Fjallk. lofaði í vor að gefa síðar upplýs- ingar um? Svar: Samkvæmt bréfi frá verksmiðjunni, dagsettu í júlí, er sú vél, sem Fjallk. gat um (hand-radiator), ekki ean svo full- gerð, að hún sé komin á markaðinn. En jafnskjótt og það verður, mun Fjallk. skýra frá vél þessari. 3. Hvaða kenslubók er bezt til að læra af ensku? Svar: Kenslubók öeirs Zoéga mun vera einna bezt fyrir byrjendur, einkum til að læra af framburðian. Síðan er bezt að læra málið með því að lesa skáldsögur, og reyna að bjarga sér sem mest orðabókarlaust. 4. Hveð kostar pundið af kaffi í Reykjavík núna? Svar: 65 au. í smákaupum. 5. Er nokkur maður i Reykjavík, sem veitir upplýsingar um gróðursetning á trjám? Svar: Einar Helgason garðyrkjufræðingur; hjá honum má einnig panta trjátegundir. 6. Hvað íslendingasögur koma út þetta árið á kostnað Sigurðar Kristjánssonar? Svar : Svarfdæla, Valla-Ljótssaga, Vopnfirðingasaga með upp- fyllingu, sem ekki er i hinni fyrri útgáfu, Flóamanna saga, og ef til vill fleiri. 7. Hvað kostar sálmabókin nýja? Svar: Hana má fá á 1 kr. 60 au. í bandi hjá bóksala Sigfúsi Eymundssyni, og má það heita gjafverð. OTTO MÖNSTEDS Marganne ráðleggjum vér öllum að uota. Það er hið bezta og Ijúffengasta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til Biðjið þvi œtið um OTTO M0NSTEDS Margarine, sem fæst keypt hjá kaupmönnunum. Barnablaöiö. er skemtiblað hauda börnum, sem kemur út eiuu sinui í hverjum mánuði. Árgangurinn kostar 50 aura fyr- ir kaupendur „Kvennablaðsinsu, en 75 aura fyrir aðra; í Reykja- vik kostar það þó að eins 60 aura fyrir þá, sem ekki kaupa „Kvennablaðið4*. í Ameríku 85 cents; bæði blöðin þar 75 cents og borgist fyrirfram. Sölnlaun x/8. Blaðið ætti að geta orðið nauð- synlegt uppeldis og mentunar meðal barna og unglinga hér á landi. Fái það svo marga kaupendur að það geti stækkað að mun, mun það geta fullnægt þeim kröfum. Brúkuð reiðtygi hnakka og söðla með ensku lagi, sel eg mót allri gjaldgengri vöfu til 30. október næstkom- andi. Samúel Ólafsson söðlasmiður. Jónsbók, lögbókina, prentaða á Hólnm 1578, kaupir útgefendi „Fjallk." mjög háu verði. í kössum fæst með besta verði hjá 31. Jókannessen, Aðalstræti 12. Islenzk blöð og tímarit til sölu, ef góður kaupandi fæst: Þjóðólfur allur, frá upphafi til þessa árs ianb. Íaaíold ö!l frá upphafi til þ. á. ib. Fjallkonan öll frá upphafi til þ. á. innb. Norðanfari allur innb. Norðlingur allur innb. Fróði allur ianb. Suðri allur innb. íslendingur allur (1.—4. ár) ib. Skuld öll innb. Norðri allur innb. Baldur allur innb. Víkverji allur innb., og nálega öll önnur íslenzk blöðog tímarit eldri og yngri í bezta bandi og útiiti. — Þingholtsstr. 18. Útgefandi: Vald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.