Fjallkonan


Fjallkonan - 16.09.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 16.09.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um miöja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júlí. Upp- sögn akrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 36. Reykjavík, 16. september. 1898. Yfirstjórn holdsveikraspítalans í Laugarnesi skorar hér raeð á kaupmenn, að koma sera allra íyrst, og eigi síðar en 19, þ. m., með til- boð sín um sölu á 100 tons af kolum og 10 fiit- um af steinolíu handa spítalanum og senda tilboð- in meðundirskrifuðum amtmanni. Reykjavik, 12. sept. 1898. J. Havsteen. J. Jónassen. G. Bj'drnsson. Bifli'ULfST^rirlesfLi.x* í öood- templarahúsinu sunnud. kl. ö1/^ Aðgangur að eins raeð raiðum, sera fást á af- greiðslustofu ísafoldar. isrsr-tt rit. Hvíldardagur drott- ins og helgihald hans fyr og nú. Eftir David 03tlund. 47 bls. í kápu. Verð 25 au. Til söla hjá höfundinum. Verzlunarjafnvægið. G-uðlaugur sýslum&ður Ghiðmundsson tók það fram á þjóðhátíð Reykjavíkur 1897 sem „órækan vott um stórvaxna framför" íslands, að aðflutta var- an hingað til lands væri orðin 1895 1 miljón hærri en hin útfiutta, þar sem 8 árura fyrr, 1887, hefði aðflutta varan verið 1 miijón hærri en hin útflutta. Enginn hefir svo ég muni orðið til að bera á móti þessu. Hið sanna er, að þessi virðulegi stjórnmálamað- ur vor hefir alveg haft hausavíxl á hlutunum. Það ad vér flytjum út meira en vér flytjum inn, er sönnun fyrir efnalegri afturför. Það var einu sinni sú tíð, að fjármálafræðing- arnir héldu fram verzlunarjafnvæginu, að jafnmikið ætti að flytja úr landi sem inn í það, og að það væri skaði fyrir landið, að meira væri flutt inn í landið enn út úr því. Framan af þessari öld reyndu Englendingar með tollum og ýmsum innflutningsbönnum að minka inn- flutning á útlendum vörum, og jafnframt var reynt að auka útfiutning með fjárveitingum úr ríkissjóði, og það tókst að gera útflutningiun talsvert hærri enn innflutninginn. En á tímabilinu 1840 til 1850, þeg- ar hungursneyð geisaði þar í landi, komust menn þar Ioks á aðra skoðun. Síðu«tu 50 ár hefir Eng- land fluttinn miklu meira af vörum enn það hefir flutt út, svo að mismunurinn á árunum 1854—1895 er 62^2 miljarðar, en jafnframt hefir þjóðarauðurinn aukist frá 1840—1888 um 9572 miljarða, og ríkis- skuldirnar minkað um þriðjung frá 1816—1896. Þess ber að gæta, þegar um innflutning og út- flutning er að ræða, að það eru yfirleitt vörur, en ekki peningar, sem löndin skiftsst á. í þessum vöru- skiftum verður hvert land að kosta kapps um að það fái meira enn það lætur af hendi. Mismunurinn er einnig sönnun fyrir vaxandi og minkandi peningastraumi. Jafnframt því, sem útflutningur á vörum frá ís- landi hefir aukist miklu meira enn aðflutningurinn, hafa skuldir landsmanna aukist. Það væri fróðlegt, að fá skýrslur yfir verzlunar- skuldirnar. Það er óhætt að fullyrða, að þær hafa aukist stórkostlega á siðustu árum. Jafnvel pöntun- arfélögin, sem þó hafa reyat af öllu megni að verzla með sem minstum skuldam, eru nú sokkin í skuldir við umboðsmenn sína, evo hundrnðum þúsunda skiftir. Nei, því er nú ver og miður, að efnahag vorum hefir stórum farið aftur á síðari árum, þótt svo virð- ist sem þing vort og stjórn Ioki augunum og sjái ekki hinar ískyggilegu horfur. Eu skylt er að benda á þær, því það getur orð- ið til þess að einhver fari hyggilegar að ráði sínu en áður. Bænin í hinum ýmsu trúarbrögðum. Eftir Max Miiller. Bæn með ýmsu móti er þáttur í öllum trúar- brögðum, sem kunn eru, en undirrót hennar er þó ó- lík í hinurn ýmsu trúarbrögðum. Á lægsta stigi menningarinnar, svo sem meðal villimanna í Suðurhafseyjum, er bænin ákall til anda forfeðranna i hversdagsstörfum: „Sit þú í stafni, Tindalo, svo að báturinn nái góðri lendingu", er al- geng bæn þar um elóðir. Sami Tindalo eða andi á að gefa fiskinn í netið og pálmanum vöxt. Sumar af þessum bænum verða þegar tímar líða að tófra- þulum, sem ganga að erfðum frá einni kynslóð til annarar, og ganga jafnvel kaupum og sölum, eða eru kendar fyrir borgun. Þegar menn þykjast komnir að raun um, að andarnir veiti hamingju og vernd gegn ýmsri ógæfu, liggur beint við, að ákalia þá til að hefna á óvin- unum. Á Pidjieyjunum enda hinar stóru bænir venjulega á þessa leið: „Get oss að lifa, en lát þá deyja sem tala illa um oss. Lát óvini vora deyja bráðum dauða, falla eins og pálma í stormviðri. Lát tennur þeirra brotna og handleggi þeirra missa máttinn. Lát þá steypast í undirdjúpin og íeggjast í hrúgum í grafir sínar." Af trúuni á anda forfeðranna sprettur trúin á alföður, eða hinn mikla ættföður, sem hann er stund- um nefndur. Hottentottar, sem standa á mjög lágu stigi, biðja hinn æðsta föður. Blámenn á GuIIströnd- inni, sem áður var haldið að dýrkuðu að eins dauða hluti, stíla bænir sínar hvorki til anda hinna dauðu né til helgihluta sinna, heldur biðja þeir þannig: „Guð, gefðu mér hrísgrjón og brauðaldini, geíðu mér þræla, auð og heilsu".

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.