Fjallkonan


Fjallkonan - 01.11.1898, Qupperneq 1

Fjallkonan - 01.11.1898, Qupperneq 1
Kemr út um miðja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. Gjalddagi 15. júlí. Upp sögn skriíleg fyrir 1. okt Afgr.: Þingholtsstrœti 18 FJALLKONAN. XV, 43. Reykjavík, 1. nóvember. 1898. Mjög yandað þelband þrinnað, dökkmórautt — og Ijósgrátt, mjög hentugt í nærföt, er til sölu í Þingholtsstr. 18. Um landsins gagn og nauðsynjar. Bftir Dalbúa. III. Landbúnaðurinn okkar, j4, sá er nú í álitlegu standi! Það er nú sök sér, þó skepnurnar hafi evo sem ekkert fjölgað nú á seinasta aldarfjórðungi, og að búnaðurinn sé enn þá á svo veikum og völtum fæti, að þegar grasbrestur eða nýtingarleysi hamlar heyskapnum, verður að farga til síórskaða að haust- iau, og stundum verður þá fellir af heyleysi, og er haustskaðinn hollur á rnóti því. Því verður samt ekki neitað, að á síðasta fjórðungi þessarar aldar hefir meðferð á skepnum stórum batnað, og afurðir af þeim munu hafa aukist, og er þetta gleðilegur menningarvottur; og þótt íslendingum sé legið á hálsi, þá er ég ekki viss um, að aðrar þjóðir, þó hingað væru settar, kæmnst betur af. íslendingar reynast fult eins duglegir og aðrir í Ameríku, og þeim vegnar þar eftir ástæðum eins vel og öðrum. Aðalmein landbúnaðarins nú á timum er mark- aðsleysið. Ég skal taka til dæmis bú, sem ég þekki vel, svo það sjáist hve óskaplegan skaða landbúnað- urinn hefir beðið á síðustu 20 árum. Bóndi þessi hefir selt árlega nú um 20 ára tíma 50 fjár, og fær nú fyrir hverja kind ýkjulsust 5 kr. minna ennfyrir nokkrum árum áðar, og eru það 250 kr. Fyrir hvert vorullar pund 25 aurum minna nú enn fyrir 20 ár- um. Bóndi þessi hefir háft nærfelt 600 pd. inn að leggja, og er þá skaðinn 150 kr. Hann hefir selt um 300 pd. af kúasmjöri árlega, enn fengið 15 aurum minna fyrir pundið, síðan margarínið sæla fór að flytjast, sem sjávsrmanninum þykir svo undur-gott og afarsætt, og eru það 45 kr. Þannig er það nær- felt 450 kr., sem afurðir búsins hafa fallið í verði, en vinnan, sem þarf til að reka búið, hefir að minsta kosti stigið um 150 kr. Allur hnekkirinn á síðustu 20 árunum frsmt að 600 kr. Það má nú geta nærri, hvernig afkoman er með þessu mikla tapi, þegar ofan á þetta bætast margar auknar þarfir, sem sumir að vísu, og eigi ástæðu- laust, kalla óþarfa, en eru óumflýjanlegar afleiðingar menningarinnar (civilisationarinnar). En ískyggileg- ast er þó af öllu fyrir þetta land, að annara þjóða afurðir falla einlægt I verði, af því að náttúrukraft- arnir eru látnir vinna þar svo mikið. En okkar af- urðir, sem að gæðnm standa flestar mikið á baki af- urðum annara þjóða, verða að laga sig eftir verðlag- inu erlendis. En þetta þolum vér svo illa, af því alt verður að vinna hér með höndunum. Fóðuraflinn er því svo óvenjulega seintekinn hér, og skepnurnar svo fáar,'að þær borga ekki hina miklu og dýru fyr- irvinnu. Vilji nú ekki þjóðin og þingið láta landbúnaðinn fara alveg í kaldakol og að jarðirnar leggistí eyði að mestu Ieyti, eða þá að á þeim búi að eins einyrkjar, þá er þrent að gera til reynslu: — 1. að setja menn í útlöndum, eins og áður er ávikið, til að útvega markað fyrir og selja landbúnaðarvörurnar, svo sem sauðfé, hross, ull og smjör. Veitti efalaust ekki af tveimur slíkum mönnum, öðrum á Bretlandi, en hin- um á meginlandi norðurálfunnar. Gætu menn svo verzlað með peninga sína hvar sem þeir vildu, enda gætu þessir menn ííka verið umboðsmenn kaupmann- anna, til að selja slíkar vörur, ef kaupmennirnir vildu það. — 2. ætti að borga fyrir að flytja út gott íslenzkt smjör, t. d. 10 aura fyrir hvert pund, að minsta kosti um nokkur ár, meðan smjörútflutning- urinn væri að komast á, og almenn smjörvöndun að koma í lag, og ættu þeir einu smjörframleiðendur að fá þessa borgun, sem skýrsla kæmi um frá umboðs- manninum erlendis, að flutt hafi út minsta kosti 50 pund, af vel verkuðu og útgengilegu smjöri. Væri það eitt hið þarflegasta fyrir landbúaaðinn, að út- flntningur á smjöri kæmist á. Kúaræktin er megin- stoð landbúnaðarins í hverju landi, en hún er óhugs- andi til nokkurrar hlítar, nema afurðir kúnna verði seldar fyrir nokkurn veginn verð. — 3. ætti að setja á stofn og styrkja tilraunastofnun fóðurjurta, þar sem sáð væri til fóðurjurta og gerðar tilraunir með, hver- jar bezt borguðu sig. Ég ber mikinn kviðboga fyrir því, að landbún- aðurinn eigi hér örðuga framtíð, geti menu ekki fundið upp greiðari og kostnaðarminni aðferð til að afla fóðursins, t. d. með því að plægja og sá til fóð- nrjurtanna, svo menn fremur gætu brúkað hin stór- kostlegu verksparandi áhöld nútímans erlendis, svo sem sláttuvélar og rakstrarvélar. Til að standast kostnaðinn við það, er nú hefir talið verið, ætti eins og ég hefi áður á vikið, að taka sitt þúsundið af hverjum búnaðarskóla og jafnframt að minsta kosti hálfan styrkinn til búnaðarfélaganna, hitt þyrfti auðvitað að verða nýtt tillag frá land- sjóðnum. Eins og það er skaðlegt, að landbúnaðurinn eyð- ist og gangi til þurðar, eins er það sorgleg tilhugsun fyrir alla þá sem unna þessu landi. Landbúnaður- inn helgar og göfgar allar góðar tilflnningar, svo sem tilfinninguna fyrir ættjörðinni, siðferðinu og þekk- ingunni. En ég vona, að landbúnaðarbændurnir ís- lenzku manni sig upp og skori á þingmenn sína, að hlynna á næsta þingi að landbúnaðinum, svo sem

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.