Fjallkonan


Fjallkonan - 15.11.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 15.11.1898, Blaðsíða 2
178 FJALLKONAN. XV. 45 erfiðismuni, er slíkt fynrkomulag hefir í för með sér, þá eykur það leiðindi og óánægju hjá þeim, er vinua að fjármenskunni, og er það nokkur vorkuun. Það eru sérstaklega þrjú atriði viðvíkjandi fjár- hirðingu, er ég vildi stuttlega minnast á. Það eru samt ekki neinar nýjar kenningar, áður óþektar, sem ég ætla að benda á, heldur reyns/w-sannleiki, sem þó þvi miður er ekki sá gaumur gofinn, sem vera ætti. Það fyrsta er þetta, að láta fé aldrei leggja af til muna framan af vetri, eða áður enn það er tekið inn. Allar skepnur eru miklu fóðurþyngri, er þær hafa lagt mikið af, enn áður. Þar af ieiðir, að það þarf meira fóður handa mögru kindinni heldur enn þeirri feitari, ef þær eiga að haldast jafnt við frara- vegis. Það er því óráð, stakasta óráð í tilliti til fóðureyðslunnar, að láta fé horast áður það er tekið á gjöf. Ástæðan fyrir því, að magra kindin er fóð- urfrekari eu hiu, er sú, að allur eða mestur mör og fituvefur er eyddur burt. Við það verður húu miklu kulsamari og veiklulegri. Hitaveitandi efnin í kropu- um eru uppeydd, og því krefur viðhald líkamshitans meira fóður enn annars. Tökum t. d. 2 menn; annar er í góðum holdum, en hinn er fölur og magur og sýnir, að hann hefir liðið tiifinnanlegan skort. Eigi nú þessir menu að mæta kulda og vosbúð, mun það reynast svo, að hinn feitari þolir betur, jafnvel þó þeir væru líkt klæddir. En til þess að dæmið sé rétt, þá ber hinum feitari að vera í hlýjum fötum, í staðinn fyrir, að hinn er í þunnum og skriðuum klæðum, er næðir auðveldlega í gegn. Þó ullin ef til vill sýnist vera hin sama á báðum kindunum, þeirri mögru og feitari, þá er þó töluverður munur á henni, ef betur er að gætt. Ullin á mögru kindinni er þunn, föst, stríhærð og fitulaus; en á hinni er hún þéttari og þvöl. Þetta gerir stóran mismun, hvað líkamshitann suertir. Það verður því skiljanlegt, að magurt fé er fóðurfrekara enn feitt, eigi það að haldast við og ekki megrast enn meir. Ætti þvi aldrei að halda íé til beitar framan af vetri, svo að það leggi af til muna, því það mun i flestum eða öllum tilfellum meiri skaði enn á bati. Auk þess má ekki gleyma því, að um leið og það er hagur að taka fé á gjöf heldur fyr enn seinna, að haustinu, líður skepnunni betur, og ætti það einn- ig að hvetja til þess, samfara hagnaðinum, að varð- veita hana frá hor og kvölum. H. Hið annað er ég vildi benda á, er það að gefa fénu að morgninum áður því er slept út. Þetta hefir að vísu oft verið tekið fram áður, en það gleym- ist furðu fljótt hjá mörgum. Að gefa féau áður því er slept út, gerir það harðfengara og þolmeira til að halda sér að jörðinni. Það verndar það frá inn- kulsi og ýmsum meltingarsjúkdómum og hefir yfir höfuð mjög holl og góð áhrif. Ef til vill hefir það einnig áhrif gagnvart bráða- pestinni, á þann hátt, að það veitir kindinni mót- stöðukraft gegn þeim sjúkdómi, og öðrum fleir- um, t. d. lungnaveiki o. s. frv. Eitt er víst, að morgungjöfin er góð, hvernig sem á stendur, og hefir bætandi áhrif á skepnurnar. Þess vegna ætti jafnan að hára fénu áður því er siept út, sérstaklega ef eitthvað er að veðri t. d. frost, stormur eða úrkoma. Hve mikið gefið er fer mikið eftir veðri, högum o. s. frv., en það má fullyrða, að betra er lítið enn ekki neitt. í rauninni viðurkenna fiestir þessa nauðsyn, að hára fénu að morgninum, en þó ekki allir. Þeir sem viðurkenna að það sé gott, ættu þá að sýna það í verkinu og fylgja þeirri reglu. Það getur ef til vill gert fjármanninum þau óþægindi, að hann þarf fyr á fætur, eu euginn góður fjármaður mun horfa i það. Þeir sem langa reynslu hafa í þessu efni munu samdóma um, að það svari vel kostnaði, að hára fénu áður því er slept út. Þriðja atriðið er ég vildi drepa á er það, að ávalt skyldi staðið yfir fé að vetrinum, þá erþvíerbeitt út í kulda.— „Já, þar kom hann með það, það var eftir honum. Það er of gamalt þetta að standa yfir fé, til þess að fara að koma með það nú“. — Eitthvað svipað þessu kann sumum að detta í hug, er þeir lesa þetta eða heyra. En hvort sem það er nú gamalt eða ekki, þá er það víst, að þeirri reglu ætti að fylgja. Ef fénu er beitt út í misjafut veður, frost og kafald, þá ætti það að vera föst regla, að stauda yfir því. „Hann hefir vist aldrei staðið yfir fé þessi, og veit því ekki hvað það er“, mun einhver segja. Öjá, ég hefi staðið yfir fé oftar enn einu sinni, bæði á Suðurlandi, hjá föður mín- um, og eins norður í Þingeyjarsýslu, og veit því vel, hvað það er. Það getur ef til vill fundizt kalt stundum ; eu það þarf alls ekki svo að vera. Ef mað- ur er vel klæddur, þur í fæturna og heilbrigður, þá er sjaldan ástæða til að kvarta um kulda. Það má auðvitað ekki standa ávalt kyr í sömu sporunum, eða sitja ávalt á sömu þúfunui; það dugar ekki. Það verður að hafa vakandi auga á fénu, og ef ein- hver kindin ekki vill bíta, þá þarf að reka hana til og reyna að fá hana til þess. Ef fjármaðurinn eigi að síður er hræddur um, að sér verði kalt, þá er ekki annað fyrir hann enn hafa með sér reku og ham- ast í að moka snjóinn ofan af með köflum. Trúi ég þá ekki öðru, enn honum takist að halda á sér hita, og jafnframt að honum leiðist þá síður. Þessi atriði sem hér hefir verið minst á, hafa töluverða þýðingu, og eru þess verð, að þeim sé gaum- ur gefinn. Ef þessum reglum er fylgt: 1. að sjá um að féð leggi ekki mikið af, áður það er tekið á gjöf og í hús. 2. að gefa því að morgniuum. 3. að standa yfir því, þegarbeitt er út í kuldaeða misjafnt veður, þá hefir það þá kosti, að það tryggir skepnurnar að meira eða minna leyti fyrir sjúkdómum og hœtt- um, sparar fóður, og hjálpar til að skepnunum líði vel. 8. 8. Fj ár markabrey ting in. Hingað til hefi ég verið afskiftalítill um almenn mál. Nú ætla ég samt að senda yður, lierra ritstjóri, nokkur orð um fjármarkabreytinguna. Síðan landsstjórnin bar það mál undir sýslunefndirnar, sem henni ber ætíð heiður fyrir, hefi ég búist við að hvert þing, sem haldið hefir verið, tæki málið til meðferðar, þrátt fyrir daufar undirtektir flestra sýslunefnda, sem að líkindum hafa lítið hugsað um málið frá byrjun. Þingið hefir ekki látið neitt

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.