Fjallkonan


Fjallkonan - 04.04.1899, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 04.04.1899, Blaðsíða 1
Kemur út nm mi9ja viku. Verð 4rg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Uppsögn (ögild nema skrifleg) fyrir 1. okt. Reykjavtk, 4. apríl 1899. 14. blað. Sextándi árg. Yfírgangur útlendra fískimanna. Lengi hafa útlendir fiskimenn reytt og rænt fiaki- miðin hér í kringum landið, aflað í landhelgi og tekið þannig björgina frá hungruðu landsfólkinu. Þeim hefir sífelt verið kent um það, að þeir spiltu afla- brögðum landsmanna og víst með réttu. Þó hefir tekið út yfir nú á siðustu árum síðan lóðaveiðarar, botnverpingar og hvalveiðamenn tóku að flykkjast hingað. Enda hefir brugðið svo við, að þrátt fyrir það, þó viðleitni landsmanna á fiskiveið- um og útgerð hafi stórum aukist, hafa aflabrögðin altaf þverrað meir og meir, og má nú segja að fiskur sé flúinn aí öllum fjörðum landsins. Öllum mun koma saman um skaðsemi botnverp- inga, og um þá hefir verið svo margt rætt, að óþarfi er að tala um þá í þessari grein, enn öðru máli er að gegna um hvalveiðamennina. „Fjalik." vakti máls á því í fyrra, að nauðsyn bæri til að setja skorður við hvalaveiðunum, og var það haft fyrir ástæðu, að hvalirnir væru að þverra hér við land og yrðu bráðum gereyddir, eins og reynd hefir á orðið annars staðar. Nú hafa Eyfirðingar hafið máls á þessu efni, og hafa það til síns máls, að hvaladrápið muni gereyða innfjarðaveiði hér við land; bera þeir fyrir sig reynslu Norðmanna í því efni, og álíta að hvalveiðarnar eigi engu síður þátt í aflaleysinu hér enn botnverping- arnir. Norðmenn þykjast vera sannfærðir um, að hvai- irnir reki síldina að landi og inn á firði, enn þorsk- ur og aðrar fiskitegundir fylgja síldinni. Ef hvalur er ekki til að reka síldina, heldur hún sig í dýpinu, nema þegar hún á vetrum gengur upp á grynslin til að hrygna, eða ef kolkrabbi rekur hana, sem er mjög sjaldan; enn fegar síldin kemur að Iandi til að hrygna, er hún svo mögur, að langt er frá að það svari kostnaði að gera hana að verzlunarvöru. Þetta hafa Eyfirðingar tekið fram í áskorun, sem prentuð er í „Stefni“ 2. f. m., og sömu skoðanir hafa iðulega komið fram í norskum blöðum. Það er því tillaga Eyfirðinga, að alþingi semji lög, sem banni ait hvaladráp við strendur íslands og landflutning þeirra hvala, sem drepnir eru utan landhelgi, eða tii vara, að Iagður verði svo hár út- flutningstoliur á hvalanytjar, að ekki geti svarað kostnaði að reka þessa atvinnu framvegis. Mál þetta kemur nú fyrir þingið, og þótt undar- legt megi virðast, má búast við að þingmenn ísfirð- inga verði á móti því; það kemur af þvi, að ísafjarð- sýsla hefir nokkurn arð af hvalveiðamönnunum, sem hafa þar stöðvar sínar. Þó heill alls landsins sé í veði, þá er hætt við að hreppapólitíkin og matarást- in hafi yfirhöndina hjá þessum alþektu föðurlands- vinum. Ný verzlunarfélög. Af því „Fjallk.“ hefir nú gerzt málgagn innlendrar verzlunar og sér í lagi málgagn okkar bænda, dreg ég ekki að láta hana vita, að tvö ný verzlunarfélög hafa verið stofnuð í vetur í Strandasýsiu og heita: „ Verzlunarfélag Steingrímsfjarðaru og „ Verzlunar- félag Hrútfirðingau. Þau hafa bæði í hyggju að setja upp söludeildir þar sem þau hafa aðalbækistöðu sína, þ. e. í Hólmavík (.Yerzlunarfélag Steingrímsfjarðar) og á Borðeyri (Yerzlunarfélag Hrútfirðinga). Mjög verða þessi samtök í litlum stíl fyrst um sinn, því félögin hafa ekki aðra peninga til þess að leggja út til vörukaupa enn það sem Dala-félagið hefir safnað fyrir meðlimi þeirra, því þessi nýju félög eru klofn- ingar úr því. Nokkuð af þessu aurasafni, sem ekki er nema sex ára gamalt, er líka fast í útistandandi skuldum, mest í Dalasýslu, svo þessi litlu félög fá ekki til umráða nú nema rúm 3000 krónur. Enn skuldir vilja þau forðast, enda hefir sá hluti Dala- félagsins, sem nú kallast „Verzlunarfélag Steingríms- fjarðar“, áldrei skuldað, og er það sönnun þess, að ekki er óhjákvæmiiegt fyrir kaupfélögin að skulda, því þessar sveitir eru þó ekki betur efnum búnar enn alment gerist, öílu íremur með þeim fátækari, enn menn vantar þar ekki viljann, og það er föst sannfæring ailra, sem í þessu félagi eru, að ekkert sé óbrigðulla banamein slíkra félaga enn að setja þau í skuldir, eins og það hefir reynst átumein í allri veizlun hingað til. Meðlimir beggja þessara félaga eiga nú ca. 24 kr. að meðaltali til þess að leggja í stofnsjóði félaganna, og er það að vísu litií upphæð, jafnvel þótt hún væri öll til taks, enn það er þó dáiítill vísir, að minsta kosti betri vísir, enn ef sama upphæð væri í skuld fyrir nef hvert. Það eru líka vonir um, að þessi vísir þróist, því Yerziunarfélag Steingrimsfjarðar hefir sett í lög sín: — 1. að hver félagsmaður skuli skyldur að eiga í minsta lagi 10 kr. í stofnsjóði f lok 1. ársins; 2. að leggja 4°/0 af andvirði pantaðrar vöru í stofnsjóð ásamt 4°/0 vexti og vaxtavexti af

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.