Fjallkonan


Fjallkonan - 27.04.1899, Síða 1

Fjallkonan - 27.04.1899, Síða 1
Kemur út um miSja viku. Verð árg. 3 kr. (4 kr. erlendisj. Uppsögn (ógild nema skrifleg) fyrir 1. okt. Sextándi árg. Reykjavtk, 27. apríl 1899. 17. blað. Fyrirkomulag búnaðarskóla Iandsins, Engum getur duliat það, að búnaðarskólar vorir eru fremur dýrar stofnanir, og eílaust kostn- aðarsamaiienn þeir þyrftu aðvera, til að vinna sama eða enda meira gagn, væri fyrirkomuiagi þeirra breytt. Hin árlegu útgjöld við þá tvo búnaðarskóla, sem amtsráðin hafa yfirstjórn á, sjást I Stjórnartíðindunum. Það eru skólarnir á Hvanneyri og í Ólafsdal. Hinn fyrtaldi er amtseign, og ársútgjöldin við hann rúm 3,000 kr. Hinn síðari er einstaklingseign, og ársút- gjöidin þar nærri 4,000 kr. Það kann nú að vísu að vera nokkur vaadi, að breyta fyrirkomulagi því sem nú er haft á skólum þessum, enn samt eru lík- indi til að það sé kleyft, án þess að þeir bíði skaða við það. í fyrsta lagi: Skólinn sem kenslustofnun ogskóla- Mið ætti að vera hvort öðru alveg óviðkomandi, því að skólinn sem slíkur þarf eugan kvikfénað að eiga. Setjum svo, að hið opinbera eigi jörðina (sem vitan- lega er réttlátt), þá lætur það skólastjóra hafa hana ásamt nógu húsrúmi leigulaust til ábúðar, móti því að hann sé skyldur að selja skólapiltunum fæði, hús- næði og þjónustu fyrir 75 aura á dag. Vilji skóla- stjóri eigi sjálfur sýsla við búskap, þá er vissulega mjög hægt, að fá einhvern góðan bónda til að takast á hendur að búa leigulaust á jörðinni móti þessari skyidukvöð, að halda hvern pílt fyrir 75 a. á dag um skólatímann. Það væri ótrúlegt, ef margir vildu eigi verða til þess að þiggja góða jörð til ábúðar fyrir ekkert og eiga þar að auki vísan markað fyr- ir búsafurðir sínar, bæði kjöt og mjólk, smjör og tólk, — þann markað einmitt, sem eigi er háður neinu gangverði í kaupstaðnum, því fæðispeningarnir fyrir piltana væru auðvitað alt af þeir sömu, þótt kaup- menn borgi öðrum lítið fyrir kjöt og annað. Þar að auki ætti jarðarábúandinn (hvort það er skólastjóri sjálfur eða annar maður), að hafa þau hlunnindi, að mega nota piltana til skiftis við skepnuhirðing að vetrinum eftir settum reglum. Ef skólastjóri aftur á móti á jörðina og húsið, þá verður hið opinbera náttúriega að borga honum 'fyrir húsnæði handa skólanum og ef til vill landskuld eftir jörðina, Iík- lega um 500 kr., enn það ætti síður að eiga sér stað. Bóknámið í skólanum ætti að standa yfir í 7 mán- uði, frá 1. október til 30. apríl, og það er um þenna 7 mánaða tíma, sem ábúandi verður að leggja skóla- sveinunum til kostinn. í öðru lagi: Hið opinbera verður að launa for- stöðumanni skólans og aðstoðarkennara, sðmuleiðis að borga fæðispeninga fyrir piltana um vetrarmán- uðina 7, og svo að leggja til ljósmat og eldivið, sem skólinn sjálfur þarf með. Enn tímann frá 1. maí til 30. september, eða um 5 mánuði, eiga skólanemend- ur að vera í vinnu hjá bændum fyrir lágt kaup, helzt við jarðabætur og garðrækt, og einnig við slátt, ef eigi fæst jarðyrkjuvinna. Með því er útilokað, að piltar séu hafðir við störf, sem búnaðarskólanámi eru óviðkomandi, og sem þeir þurfa alls eigi að fara í skóla til að læra, svo sem móupptaka og aðdrátta- ferðalög. Piltum skal skift í flokka, 3—4 í hverj- um, ogsé einn foringi fyrir hverjum flokki. Aðstoð- arkennari skal vera forstjóri eins flokksins og eiga kaup sitt sjálfur, ena fyrir hina flokkana setur hann íorstjóra, einhverja hina hæfustu af eldri pilt- unum. Sé eigi uut að fá hæfa forstjóra meðal nem- enda sjálfra, má ráða til þess búfræðinga sem vilja gefa sig i það um sumarmánuðina. Kaup nemend- anna ætti að vera 1 kr. á dag við jarðabæfcur, enn við slátt 2 kr. Skólastjóra skal falið á hendur, að innheimta sumarkaup piltanna og láta það svo ganga upp í fæðispeninga þeirra að vetrinum. Það má láta hann hafa alt að 10 af 100 í innheimtulaun og sjálfsagt er að hann sé í ráðum með hvar þeir vinna. Vilji skólastjóri sjálfur hafa einhverja nemendur við jarðabætur heima á ábúðarjörð sinni, borgar hann þeim daglaun sem aðrir. Yfir höfuð ber skólastjóra að annast um, að piitar um sumartímann læri sem mest og bezt ýmiskonar jarðabótavinnu, og tilsögn í henni á aðstoðarkennarinn og forstöðubútræðing- arnir að veita. Gera má ráð fyrir, að alt að 12 piltar væri í hverjum skóla. Þegar nú meðgjöfin er 75 aurar á dag, þá verður það yfir veturinn með hverjum piiti 160 kr., enn sumarkaup hvers má aftur telja 120 kr., og verður mismunurinn þá 40 kr., sem hið opinbera borgar. Útgjaldareikningur slíks skóla, sem hér hefir verið stungið upp á, verður þannig: Laun skólastjóra (auk ókeypis húsnæð- is og ábýiis, ásamt 5 mánaða sumar- fríi)............•..................kr. 800 Kaup aðstoðarkennarans.................— 400 Ljósmatur og eldiviður skólans ... — 125 Til prófdómenda........................— 25 Til verkfærakaupa......................— 100 Til að kaupa bækur.....................— 50 Innheimta vinnulauna pilta um . . . — 150 Fæðispeningar 12 pilta (40 kr. fyrir hvern auk vinúulauna) verða ... — 480 Uppbót fyrir veikindi kann að verða . — 150 alls kr. 2280

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.