Fjallkonan - 27.04.1899, Page 2
66
FJALLKONAN.
XVI, 17.
Hver er nú ávinninguriun við þetta nýja fyrir-
komulag? munu menn spyrja. Það er nú fyrst og
fremst, að við þotta verður allmikiil peningasparn-
aður, enn svo er iiitt, sem er eflaust enn meira vert
um, að lærisveinar fá með þessu móti miklu meiri
verklega æfingu við jarðabætur og garðrækt, enn eru
eigi hafðir til aliskonar starfa, sem búfræðisnámi
koma ekkert við. Þá er það loks beian hagur fyrir
þjóðina, af þessu fyrirkomuiagi, að verkleg þekking
og kunnátta í jarðrækt breiðist miklu meira enn nú
út meðai almennings og að bændur geta fengið mjög
ódýran vinnukraft til jarðabóta, svo það eru stór
líkindi til að þær ykist að miklum mun við það.
Enn allir geta skilið, að siíkt er hagur fyrir land-
búnaðinn.
B. og J.
Frá útlöndum.
Dreyfus-málið. í því hefir það gerst sögulegast,
að Parísar- blaðið „Figaro“ hefir birt það af málskjöl-
unum í Dreyfus-máiinu, sem legið hefir fyrir saka-
máladeild yfirdómsins. Þau höfðu áður verið prentuð í
80 eintökum, handa öllum dómendum í dóminum, ráðherr-
um og æðstu embættismönnum, enn afgang upplagsins
lokað niður. Við birting skjalanna kom enn margt í
ljós, sem flest miðar að því að í'æra meiri og meiri
sannanir fyrir sýknu Dreyfuss. Blaðið var iögsótt
fyrir birting skjalanna og gerð húsrannsókn hjá því,
enn það hefir ekki komist upp, hver hefir látið það
fá skjölin. Blaðið dæmt í 500 franka sekt, fyrir
vikið, og^ er það ekki þungt fyrir það; hefir það ef-
laust grætt stórfé á öliu saman. ö-etið hefir verið
til að hermálaráðherrann sjáifur, Freycinet, hafi feng-
ið „Figaro“ skjölin, enn aðrir teija það ómögulegt.
Það er sagt, að stjórnin vilji nú hraða máiinu sem
allra mest, og er því að likindum skamt að bíða dóms-
úrslitanna.
England og Frakkland. Milli þessara ianda
hafa í f. m. verið gerðir samningar um skifti á Af-
riku: Frakkland fái alt svæðið milii Sahara og li-
bysku eyðimerkurinnar; eignast það þannig stórt mið-
afríkanskt nýlenduríki, enu Englendingar hafa iíka séð
um sig; þeir ráða ölium Níldalnum og miklu meira.
Með þessum samningum má álíta að ríkja ágrein-
ingnum um landeignir Afríku sé að mestu lokið.
Ófriðurinn við Filpeyinga heldur áfram, og hafa
Bandamenn í miðjum þ. m. sent herauka til eyjanna.
Finnland. Landstjórinn á Finnlandi hefir tekið
af lífi langhelzta blað Finna, „Nya Pressen", sem
dr. Lilie, helzti stjórnmálamaður þeirra og ættjarðar-
vinur, hefir gefið út um mörg ár.
Svíar hafa sent áskorun til Englendinga að duga
Finnum; áskorunin send Viktoríu drotningu, þing-
mönnum öllum og öðrum fyrirmönnum, og öllum blöð-
um.
Próf. Matzen við Kaupmannahafnarháskóla er
kjörinn gerðardómari í ágreiningi milli Kanada og
Rússlands út af mótgerðum Rússa við kanadiska sel-
veiðamenn í Bæringssundi 1892.
Andra-leit. Martin sá er Svíar sendu til að leita að
Andrée hefir sent fregnskeyti frá Tomsk i Síberíu.
Hann hefir talað þar við mann þann, er fyrstur bar
út fregnina um, að Andrée væri fundinn dauður í
Síberíu; stendur sögumaður á því að fundizt hafi
þrjú lík í ljósleitum fötum, ólík þeim sem þar í landi
eru borin, og hjá þeim eitthvað sem átti að vera líkt
slitrum af loftfari. — Sendimaðnrinn heldur nú áfram
ferðinni austur þangað sem þetta átti að hafa fundist.
Þráðlaus fregnskoyti. Freycinet, hermálaráð-
herra Frakka, lýsti yfir því á ráðaneytisstofnu 30. f.
m., að nú væri þráðlaus „telegrafi" fundin að fullu.
Hefði verið reynd milli Boulogne og Dover yfir Eng-
landssundogtekistvel. Um uppfundning þessa er alveg
nýritað í ýmsum timaritum, og getur Fjallk. bráð-
um flutt ágrip af því.
Krabbameinskveykjuna hefir dr. Bra'í París tek-
ist að einangra og hreinrækta; eru þá heldur vcnir
um, að takast megi að bæta þann sjúkdóm, sem hig-
að til hefir verið ólæknandi.
Björnson er enn að semja nýtt leikrit, sem kem-
ur út í haust.
Konungkjö nir alþingismenn til næstu 6 ára:
Hallgrimur Sveinseon biskup, Árni Thorsteinsson
landfógeti, Kristján Jónsson yfirdómari,ic,Þorkeli
Bjarnason prestur, Július Havstein amtmaður, Jón-
as Jónassen dr. med. landiæknir.
Niðurlögð þingmenska. Alþingismaður^Rangæ-
inga, Sighvatur Árnason, hefir lagt niður þiugmensku.
Heyrst hefir að sýslumaður Rangæinga, Magnús
Torfason, muni gefa þar kost á sér til þingmensku,
enn betur færi á, að Raugæingar kysu einhvern^bðnda
í þetta sæt,i Sighvats, sem hann hefir svo lengi setið
í með heiðri og sóma.
Botnverping tók Heimdallur enn 22. þ. m. nálægt
Reykjanesi; var hann sektaður 1000?kr. og veiðar-
færi og fiskur upptækur. Auk þess hefir Heimdallur
fundið enskar fiskiskútur (lóðaveiðara) og nokkurar
franskar í landhelgi.
Póstskipið Laura kom 25. þ. m. MeðV því kom
konsúll Ditl. Thomsen, Björn kaupmaðar Kristjánsson,
Breiðfjörð, Kristján Jónsson verzlunarerindreki, Frið-
rik Jónsson kaupmaður o. fl.
Harðlndi vestra. Hagleysu og grimdarfrost er
að frétta að vestan, enn hafís enginn, nema lítið eitt
við Horn. Hann hafði þó komið í marz að norð-
urlandi, enn rekið þá frá aftur.
Fjárfellir víða yfirvofandi ef tíðin batnar ekki.