Fjallkonan


Fjallkonan - 23.06.1899, Síða 1

Fjallkonan - 23.06.1899, Síða 1
Kemur út um miöja viku. Verð árg. 3 kr. (4 kr. erlendisj. Uppsögn (ógild nema skrifleg) fyrir 1. okt. Sextándi árg. Reykjavík, 23. júní 1899. 26. blað. Hvað gerir þingið ? i. Enn þá hefir fátt heyrst af gerðum þingmálafund- anna í vor. Það er heldur ekki mikiis vert urn þá, suma hvcrja; þeir eru venjulega undirbúningslausir og atkvæðagreiðslan fer eftir augnabliksáhrifum. Alt politiskt líf liggur í dái í héraðinu, nema þenna eina dag á tveggja ára bili. Samþyktir þingmáiafundanna verða því venjulega alveg sarahljóða skoðunjim þing- mannsins eða þingmannanna, sem hlut eiga að máli, eða örfárra annara manna, sem helzt láta sig skifta alrnenn mál. Það var lagt til í síðasta blaði, að aiþingi frestaði stjórnarskrármálinu að þessu sinni. Ástæðan til þess sú, að víst væri, að þeim tíma sem gengi að ræða það á þessu þingi yrði til ónýtis eitt, enn önnur lífs- nauðsynjamál þjóðarinnar, sem ails ekki má fresta ári lengur, hlytu að verða á hakanum, og að jafnvel gæti farið svo, að fólk flýði af landi þúsuudum sam- an, ef þingið tæki ekki í réttau streng. Það má telja það alveg víst, að stjórnarskrármálið, þótt margt hafi verið rætt og ritað um það síðan í hitt eð fyrra, eyði enn miklu af þingtímanum. Svo var það á síðasta þingi, og þó málið hafi nokkuð skýrst síðan, verður afstaða þess á þingi mjög lík og áður. Stjórnin leggur að sögn enn ekkert frumvarp fyrir þiugið, og munu allmargir þingmenn verða málinu síður sinnandi fyrir það. Flokkaskiftingin á þinginu verður lík og áður: Ríkisráðsfleygurinn kemur aftur, og sagt að Benedikt Sveinsson haldi nú á honum. Hér verður því ekki um neitt samkomulag að ræða, heldur þrasið tómt, sem eyðir hinum stutta tíma þingsins og spillir fyrir öðrum málum. Eitt af þeim málum, sem minst var á, var lán- stofnunir. Nú er það orðið kunnugt, að von er á tveimur frumvörpum til þingsins: um Iánsstofnun, í þá líking, sem mest hefir verið um rætt í biöðunum, og um reglulegan banka. Það má nærri geta, að jafumikið vaadamál taki mikinn tíma, þar sem það hefir að sumu Ieyti ekkí verið rætt áður (ný banka- stofnun), enn fæstir þingmenn fróðir í þessari grein, sem eðlilegt er. Enda er það talið víst, að þessi frumvörp fái ekki framgang, ef stjórnarskrármálið verður tekið fyrir. Tollmálunum mun einnig verða hreyft í þinginu. Þó þessir óbeinu tollar séu neyðarúrræði, getum við ekki komist hjá að beita þeim. Fjalik. hefir fyrir löngu ráðið til að nema úr lögum útflutningstoll af fiski, sem aldrei hefði átt að verða að lögum. Nú mun ekki verða komist hjá að leggja á nýja tolla, og ættu þeir helzt að koma niður á þeim iðnaðar- varningi, sem landsmenn geta sjálfir framleitt. Á munaðarvörum mætti líka hækka toll, eða bæta við nýjum tollvörum, svo sem gosdrykkjum, súkkulaði (á súkkulaði er i Danmörku 101/, au. tollur á pundi og á iimonaði 16 au. á flösku), brjóstsykri o. s. frv. Sömuleiðis ætti að tolla öll kynjalyf, o. fl. Frá útlöndum. Dreyfnsmálið. Um mánaðarmótin síðustu var þessu máli loks iokið í yflrdómi eftir 18 mánaða rekstur. Dómurinn frá 1894 er ónýttur, sem dæmdi Dreyfus frá öllum metorðum í herliði Frakka og til ævilaugrar fangolsisvistar i Djöfley. Þar með er kveðið upp með það, að hann hljóti að vera saklaus af þeim glæp, sem á hann var borinn. Álitið sann- að að Esterhazy hafi skrifað aðalskjalið (hergagna- skrá, bordereau), aem Dreyfus var um kent. Sjálfur hafði hann stöðugt haldið því fram, að hann væri saklaus, og fanst, eftir hann miði í fangelsinu sem sýndi að hann hafði ætlað að fyrirfara sér af ör- væntingu út af meðferðinni á honum, enn réð þó af að hætta við það, af því hann vissi sig alveg sak- lausan. Herskip er sent eftir Dreyfus, og er hann að lík- indum nú kominn heim. Þessi málalok eru mikils verð, því þau sanna sig- ur réttlætisins yfir ranglæti og spillingu hermensk- unnar. Það eru þrír menn, þeir bróðir Dreyfuss, Zola og Pícquart, sem msst hafa unnið að því að koma sannleikanum í ijós. Málið verður tekið fyrir nýjum herdómi, enn eng- inn annar dómur á að íjalla um það (nema yfirdóm- urinn). Friðarfundurinn stóð með spekt og friði sem nærri má geta. Yon um, að gerður yrði undirbún- ingur tii alþjóðasamnings um gerðardóm ríkja í mill- um, í stað vopnaviðskifta, enn ekki búist við, að samningar komist þegar svo Iangt, að ríkin verði skylduð tií að nota dóminn, heldur að eins, að svo sé um búið, að þan geti jafnan átt kost á, að láta slíkan dóm ráða úrslitum. — Þýzkar konur héldu mót mikið í Berlín, og sendu friðarþinginu heillaóskir sínar um að starf þingsins yrði til þess, að fé því, sem að undanförnu hefir gengið til ófriðar og her-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.