Fjallkonan


Fjallkonan - 23.06.1899, Síða 2

Fjallkonan - 23.06.1899, Síða 2
98 FJALLKONAN. XVI. 25. búnaðar, verði framvegis varið þjóðunum til menn- ingar og hagsældar. Ófriðnrinn á Filippseyjum. Um síðustu mán- aðamót heimtaði Otis, hershöfðingi Bandamanna, nýjan herauka til að geta unnið eyjarnar, alt að 30 þús. manna. Er svo að sjá sem Bandamenn hlifi þóekki eyjaskeggjum, brenna bæi o. s. frv. Lítur út fyrir, að Bandamenn eigi fullerfitt með að senda þenna iiðstyrk, nema með því að gera sérstakt útboð til þess. Me Kinley hefir þó lofað að senda þetta lið. FJugufregn hefir komið um, að Aguinaido, foringi eyjamanna, sé dauður. Þjóðverjar hafa náð í mjög dýrmætar demants- námur i Kína. Almennur læknafnndur um berklaveiki er hald- inn í Berlín. Ekkert nýtt um lækuing veikinnar hefir frétst af þeim fuudi. Viktoría drotning áttræð. Á 80. afmæli hennar 25. f. m. vóru hátíðahöld mikil um alt ríkið. Hún er enn við góða heilsu, að eins nokkuð sjóndöpur. Einvíg. Tveir rithöfundar háðu einvíg í París um siðustu mánaðamót út af því að Sarah Bernhardt, leikkonan alkunna, hafði leikið þar „Hamlet“. Ann- ar þeirra, Yanor, fann að leiknum, enn hinnreiddist svo, að hann skoraði mótstöðumann sinn á hólm. Pað var Catulle Mendés, sem þykir bezta skáld Frakka síðan Victor Hugo lézt (eftir hann er saga i „Fjalik.“ í fyrra, „Nunnan“). Hann féll i einvígi og var hætt kominn, enn mun þó rakna við. Ernilio Castelar, fyrr ráðherra á Spáni og ráða- neytisforseti, og alkunnur rithöfundur, lézt 26. mai. Kosa Bonheur, heimsfrægur málari, lézt sama dag í París. Rjómavélar. í línum þeim er hér fara á eftir nefni ég áhöld þessi ofangreindu nafni. Mér geðjast bezt að því af öllum þeirn nöfnum, sem ég hefi ennþá heyrt á þeim. Skilvél er auðvitað einu atkvæði styttra og fallegt orð, enn það gefur aftur á móti mjög óljósa hugmynd um til hvers vélin er notuð. Eftir þessu nafni að dæma, mætti eins hugsa sér að hún byggi til skii á vef, eða hún að skildi langa ull frá stuttri, korn frá hismi, möl frá sandi, eða eitthvað þvílíkt. SJcilvinda er samt lakara orð; það er atkvæði lengra enn hitt, og vélin er látin draga nafn af þeim hlutanum, sem einfaldastur er og sameiginlegur fyrir fjöida margar vélar og verkfæri, því að i flestum þeim verkfærura, sem nefnd eru vélar, er vinduaflið (vogstangaraflið) notað á einhvern hátt. — Enn því hefi ég fjöiyrt svo um þetta efni, að ég áiít það alls ekki standa á sama, hvernig þau nýyrði eru mynduð, sem tekin eru inn í móðurmál vort. í Stefni 5. árg. 23. og 24. tölubi. sem komu út 12. og 21. jan. f. á. er ritgerð um rjómavéiar eftir Frb. Bjarnarson á Grýtubakka. Hann reiknar þar hagnaðinn við notkuu véiarinnar 150 kr. á ári, eða einmitt jafumikið og vélin kostaði ný. Reikning þennan byggir hann á því, að mjólkin sem skilin er í vélinni sé úr 100 ám „í góðu lagi“ og 5 kúm. At- huganirnar vóru gerðar á heimili höfundarins. Bú- ast má við að reynsla anuara beri öðruvísi árang- ur, sýni aðrar tölur, enu ég minnist eigi að hafa séð neitt slíkt á prenti, og held mér því við þessa ritgerð, enda hefi ég enga ástæðu til að rengja á- lyktanir höfundarins; hann byggir þær á eigin reynslu. Enn það virðist svo sem hann taki til greina að- eins tekjuhliðina. Mér sýnist þó að gjaldamegin ætti að vera vextir af kaupverði vélarinnar og fyrn- ing hennar, fyrst hann færir tekjumegin það, sem aunars þyrfti „til árlegs viðhalds á þeim mörgu í- látum“. Ef hann álítur að íiátin og vélin kosti á- líka mikið í upphafi, þá var samt fyrningin. Höf. gerir ennfremnr ráð fyrir þvi, að úr fyrrnefndri mjólk fáist 140 pd. smjörs meira á ári, heldur enn með gömlu strokkunaraðferðinni. Svo sýnist sem áfir og undanrenna hljóti að vera verðminni til manneldis, þegar smjörið er svo vandlega skilið frá. Vel veit ég það, að sá munur nemur ekki 84. kr. eins og höf. metur smjöraukann, eun ég álít samt, að þarna heíði eitthvað átt að koma gjaldamegin. Höf. gerir 10. au. verðmun á aimennu smjöri og smjöri úr vélskyldum rjóma, enn færir þó ekki þessa 10 au. til inntektar. nema á þeim 140 pundum, sem fyr vóru nefnd. Ef hann hefði fært þennan verðmun, 56 kr ., tekjumegin, eins og vel mátti, þá hefði það að minsta kosti jafn- ast á móti þeim 2 gjaldagreinum, er mér virðist þar vantaldar. Æskilegt væri, að hr. Frb. Bjarnarson vildi nú skýra frá þeirri reynsiu, sem h&nn eflaust hefir aflað sér síðan hann reit í „Stefni“ fyrnefnda grein. í „ísafold41 17. og 20. f. m. er einnig fröðleg og leiðbeinandi ritgerð um þetta efni eftir hr. S. S. Hann nefnir þar nöfn eða merki á 6 rjómavélum, enn ekki veit ég, hvort þær allar hafa verið reyndar á íslandi. Eina rjómavél, sem flutst hefir til íslands, nefnir hann samt ekki. Enn mér sýnist rétt að hafa jafnmikið við allar þær rjómavélar, sem hafa verið reyndar á íslandi, og því nefni ég þessa: Hún er nefnd Kronseparator og er smíðuð í Stockhólmi, með 6 mismunandi stærðum fyrir handafl og nokkrar ennþá stærri, sem hreyfast fyrir hestafii eða gufu. Þessi vél hefir verið auglýst í blöðunum hér, og ég veit að fáein eintök af henni hafa komist hingað. Þeim hefir verið hæit, enda hefi ég frétt að í vor hafa verið pantaðar 30—40 rjómavélar með þessu nafni, enn líklega með ýmsum stærðum. Einn kost- ur er við þær umfram aðrar rjómavélar, og hann er sá, að þær eru svo misstórar og misdýrar, sem fyr er sagt, að hver kaupandi getur valið um efíir þörf- um sínum og efnum. Sú ódýrasta, „Record“ Nr. 0, skilur 25 potta á klukkustund og kostar aðeins 65 kr. auk flutningskaups. Sú næst-ódýrasta, Rron- separator Nr. 00, skilur 50 potta á klukkustund og kostar 85 kr. auk flutningskaups. Ef þessi rjóma-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.