Fjallkonan


Fjallkonan - 13.07.1899, Síða 1

Fjallkonan - 13.07.1899, Síða 1
_í -J BÆNDABLAÐ KONAS VERZLUNARBLAÐ Kemur út um mi»ja viku. Yer9 árg. 3 kr. (4 kr. erlendisj. Uppsogn (ógild nema skrifleg) fyrir 1. okt. Sextándi árg. Reykjavík, 13. júlí 1899. 28. blað. Þjóöbanki eða hlutafélagsbanki. I. Viðskiftavandræðin og peningaleysið hér á landi fer veranandi ár frá ári. Þetta stafar auðvitað að miklu leyti af lækkandi verði á flestum íslenzkum afurðum, sem aftur er að kenna því, að íslenzkar vörur geta ekki kept við útlendar vörur á heims- markaðinum. Úr peningaskortinum hefir mönnum hugsast að bæta með því, að stofna sérstaka veðlánadeild í landsbankanum, eins og Halldðr bankagjaldkeri Jóns- son hefir ritað um. Stjórnin hefir nú lagt fyrir þingið frumvarp um stofnun þessarar veðdeildar, sem á að geta veitt lán um langt árabil gegn veði í fast- eignum. Því miður mun frumvarpið ekki vera svo úr garði gert, að þingið geti samþykt það nemameð miklum breytíngum, og er þá líklegast, að það geti ekki komist í kring á þessu þingi. Og þó lög yrðu samþykt um þessa veðlánadeild, sem að eins á að ráða yfir rúmri miljón króna, yrði það víst skamm- góður vermir. öllum, sem ég hefi heyrt minnast á það, ber saman um, að þessi veðdeild muni ná skamt til að bæta úr peningaskortinum, og endurskoðari Indriði Einarsson segir, að veðdeildin muni lána út allan forða sinn á 6—8 mánuðum. Hér verður því að öllum líkindum að eins að ræða um stundar-umbót. í öðru lagi hefir kaupmaður Páll Torfason frá Flateyri gengist fyrir því erlendis, að stofnaður verði hlutafélagsbanki eða þjóðbanki fyrir ísland. Hann hefir fengið í lið með sér áreiðanlega menn, og næg vissa er fyrir því, að peningarnir eru á reiðum hönd- um, ef á þarf að halda. Frumvarp um stofnun þessa banka er þegar lagt fram á þinginu og hljóðar svo: „Til frekari umbóta á fyrirkomulaginu um pen- ingamál íslands, sem lög 18. sept. 1885 miða að, og til þess enn fremur að greiða fyrir og efla framfarir í verzlun, fiskiveiðum, iðnaði og búnaði landsins, er ráðaneytinu heimilað að veita félagi, sem þeir hæetaréttarmálaflutningsmaður Ludvig Arntzen, R. af D., og stórkaupmaður Alexander Warburg, báðir í Kaupmannahöfn, standa fyrir, og Bem myndað er til þess að stofna hlutabanka, er nefnist „íslandsbanki", einkarétt um níutíu ára tímabil til þess, að gefa út seðla, er greiðist handhafa með gullmynt þegar krafist er — með þeim nánari skilyrðum, sem hér segir: 1. Almenningur á íslandi skal látinn sitja fyrir því, að skrifa sig fyrir hlutum í bankanum, aunað- hvort með því að borga hlutaupphæðina í peningum með ákvæðisverði, eða með því, að gefa út skulda- bréf fyrir hinni sömu upphæð með 1. veðrétti í fast- eignum á íslandi, er þó nemi ekki meira en 20°/0 af virðingarverði fasteignanna og gefi 4#/0 ársvexti, enn greiðsla á vöxtum þeim skal trygð af landssjóði. Skuldabréfin mega að eins nema heilum hundruðum. Útgefendur þeirra og seinni eigendur fasteigna þeirra, sem ræða er um, mega, eftir vild, hvenær sem þeir vilja, borga lánið með peningum með sex mánaða uppsögn í 11. júní og 11. desember-gjalddaga. Þá er skuldabréf er borgað, getur sá, er í hlut á, kraf- ist kvittunar eða yfirfærslu til sín. 2. Þeir sem einkarétturinn veitist skulu skyldir að útvega með ákvæðisverði jafnmikla hlutaupphæð þeirri, sem íslendingar leggja fram samkvæmt l.gr., þó ekki meira enn svo, að hlutaféð nemi fyrst um 6 miljónum króna alls. 3. Heimiit ekal bankanum vegna veðskuldbindinga þeirra, sem hann tekur á móti samkvæmt 1. gr., að gefa út bankaskuldabréf, sem nemi sömu upphæð og sem trygð sé með hinum nefndu veðskuldbindingum. Nú eru skuldabréf þau, sem 1. gr. ræðir um, inn- leyst, og skal þá jafnmikil upphæð af þessum banka- skuldabréfum einnig leyst inu, að undangengnu hlut- kesti, með peningum eftir ákvæðisverði. 4. íslandsbanka skal heimilt, eftir því sem við- skiftaþörfin krefst, að gefa út seðla, er greiðist hand- hafa með gullmynt, þegar krafist er, gegn því að bankinn 1) hafi í vörzlum sínum málmforða, er nemi því verði, er seðlar bankans, þeir sem úti eru, samtals fara yfir þá hlutaupphæð, sem innborguð er aðfuUu, og skal málmforðinn aldrei nema minna verði enn */8 af því fé, sem hin nefnda seðlaupphæð hljóðar á; 2) hafi vissa og auðselda eign til tryggingar þeim hluta seðlafúlgunnar, sem ekki er trygður með málm- forðanum, þannig að verð eignarianar í hlutfalli við seðla sé 150 kr. fyrir hverjar 100 kr. í seðlum. 5. Til málmforða má teljast: a) lögleg gjaldgeng mynt eftir því verði, sem myntin hljóðar á;

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.