Fjallkonan - 23.08.1899, Blaðsíða 1
BÆNDABLAÐ
VERZLUNARBLAÐ
Kemur út um miðja viku. Yer» árg. 3 kr. (4 kr. erlendisj. Uppsögn (ógild nema skrifleg) fyrir 1. okt.
Sextándi árg.
Reykjavlk, 23. ágúst 1899.
33. blað.
Útlendar fréttir.
Dreyfns-málið. 7. þ. m. var Ðreyfusmálið tekið
fyrir í Rennes (frb. Senn). Rennes er smáborg með
70 þús. íbúa. Réttarhöldin fara fram í latínnskólan-
um þar.
Beaurepaire (bór-per) hafði safnað saman yfir 30
vottorðum gegn Dreyfus, sem hata reynst alveg ónýt.
Mörg t. d. í þá átt, að vitnið hefði heyrt menn segja,
að það væri hægt að sanna, að Dreyfus væri sekur,
enn engar frekari ástæður færðar fyrir því. Eitt
vitni sagði t. d., að það hefði heyrt Felix Fanre segja
það.
Yerjendur Dreyfus eru tveir, Labori, sem flutti
mál Zola, og Demange (du-mangs). Þeir
stefndu 19 vitnum og eru það flest embættismenn í
æðstu embættum hersins, senatorar og fyrv. ráðherrar.
Að miðjum morgni 7. ágúst stóðu 200 blaðamenn
fyrir framan fangelsi Dreyfuss í Rennes. Enn á sama
tíma kom ríðandi herflokkur til að reka fólkið af
götunum með miklum ruddaskap, og var þá blaða-
mönnum vísað til skólans, þar setn réttarhaldið átti
fram að fara. Fremstur hijóp fregnriti Times og
Jules Claretie, rithöfundur franskur; þar næst kom
borgarstjórinn í Rennes og fór með blaðamennina í
stóran sal í latínuskólanum, með mörgum afsökunum.
Þar voru inni sjö stólar rauðir handa dómöndum í
herréttinum og hægra megin ræðustóll handa ákær-
anda réttvísinnar og skrifara hans, enn vinstra megin
verjendur málsins, þeir Demange og Labori með rit-
urum sínum. Vitnin voru í miðjum salnum, og til
beggja hliða var fjöldi af borðum handa hraðritur-
unum, teiknurum og fregnritum. Þar var mjög fátt
af kvenmöunum; þó vóru þar tvær konur frá kvea-
blaðinu la Fronde (sem eingöngu er ritað, prentað
og gefið út af kvenœönnum). Ekki var frú Drey-
fus viðstödd.
Meðal vitnanna vóru þeir Picquart, Périér og Mer-
cier; Périér heilsaði Labori mjög vingjarnlega. Þar
vóru allir útgefendur hinna stærri blaða úr París, og
yfirieitt er þessi samkoma sérstæð í sinni röð, því
þar vóru saman komin meðal annara stórmenna um
600 fregnritar blaða.
Þegar minst varði var lokið upp hurð og þar kom
inn maður smár vexti, klæddur gull-lögðum einkennis-
búningi skotliðsins. Hann gengur stillilega og með
honurn vopnaður lögregluriddari.
Það var Dreyfus.
Hann var róiegur að sjá og vakti góðan þokka
bjá áborfendum, hvítur fyrir hærum. Það var auð-
séð á honum, að þar var maður, sem hafði ratað í
raunir, enn hafði Iíka mikinn þrótt til að bera. Hon-
am brá ekkert þegar hann kom inn í salinn.
Þar spurði dómstjórinn binn ákærða að heiti, aldri
•og stöðu og ýmsum fleiri spurningum. Svaraði Drey-
fus þeim öllum skýrt og greinilega.
Þá var lesin upp af hálfu ákærenda skýrsla um
prívat-Iíf Dreyfuss, enn honum brá alls ekkert við
það.
Það var fyrst, er hergagnaskráin (borderauet), sem
málið veltur mest á, var sýnd Dreyfus, að honum
brá:—„Ég hefi verið kærður fyrir þetta árum sam-
an, ég segi það einu sinni enn, að ég er saklaus af
því“.
Svo rak hver ákæruspurningin aðra, og svaraði
Dreyfus þeim öllum neitandi, án þess honum brygði
neitt við það, þó dómstjóri væri mjög óbilgjarn i
spurningum um prívat-Iíf hans, svo marga furðaði á.
Hann hafði aldrei gefið Esterhazy neina skýrslu og
þekti ekki Picquart, Paty du Clam né Henry.
Öll vitnaleiðslan hefir gengið í þá átt að sanna
sýknu Dreyfuss; mótvitnin hafa enn reynst einskis
verð. Nú var Mercier hershöfðingi og fyrv. hermála-
ráðherra eftir og kveðst hann hafa sakargögn í hönd-
um.
Mercier hefir verið samprófaður með Casimir
Périér fyrv. ríkisforseta og hefir Périér rekið alt ofan
i hann.
14. ágúst var ráðist á Labori, hinn alkunna verj-
anda Dreyfuss og Zola málsins, þegar hann var að
fara í réttarsalinn. Með honum var Picquart og ann-
ar maður til. Þá vék sér að honum maður mjög i-
skyggilegur að sjá og skaut á hann með marghleypu.
Skotið kom í bakið. Morðinginn komst undan. Kúl-
an kom á milli herðablaðanna, enn sárið varð ekki
hættulegt, og er von um, að Labori verði brátt
græddur. Það er haldið, að morðinginn hafi ætlað
að drepa Picquart, því hann hata Dreyfussfjendur
, manna mest. Labori féll við skotið og misti meðvit-
undina; hagræddi þá Picquart honum og lét veskið
með varnarskjölunum, sem hann hafði meðferðis, undir
höfuðið á honum. Enn tveir menn, sem vóru þar
nærstaddir, stáiu skjölunum og komust burt með þau;
hafa líklega verið i sambandi við morðingann, enda
er talið víst, að hann hafi rekið erindi annara enn
sjálfs sín.
Yinnulokunin í Kaupmannaliöfii var ekki til
lykta leidd, eítir síðustu blöðum þaðan. Politiken 9.
þ. m. segir:
„Við vonum fastlega, að vinnulokunin verði útkljáð