Fjallkonan - 23.08.1899, Blaðsíða 2
150
FJALLKONAN.
XVI, 33.
eftir nokkra daga. Það væri skömm og svívirðing,
ef það væri ekki gert nú, þegar báðir málsaðilar
bafa komið sér saman um aðaiatriði ágreiningsins„.
Enn nokkuð vantaði þó á, að fult samkomulag væri
fengið; þannig var ekki einusinni minst á vinnutim-
aun, sem verkmenn vildu láta ákveða 9 tíma langan.
Yinnuveitendur höfðu þó látið á sér skilja, að þeir
væri ekki fjarri að stytta þannig vinnutímann.
Sainband milli Kína og Japans. Sagt er, að
Kínverjar og Japansmenn hafi komið sér saman um
að gera samband á milli ríkjanna, og verði þeim
samningum iokið inuan skams.
Japansmenn gefa Kínverjum sem vinagjöf herflot-
ann, sem þeir tóku af þeim í stríðinu síðasta. Það
eru tíu herskip með góðum útbúnaði, og fylgja þeim
japanskir foringjar, sem eiga að ráða fyrir á herskip-
unum þó þau verði eign Kínverja og undir þeirra
yfirstjórn.
Jafnframt fá Japansmenn Kínverjum í hendur fjölda
af herforingjnm og ýmsan herbúnað til að koma land-
her þeirra í lag.
ALÞINGI.
Landsspítalaruálið. í Reykjavík skal stofna
landsspítala, sem hafi eigi færri sjúkrarúm enn 24.
Til byggingar spítalans má verja úr landssjóði 40,000
kr. og tiilagi frá Reykjavíkurkaupstað 10,000 kr.
Til útbúnaðar spítalans má verja úr landssjóði alt
að 10,000 kr. Hin núverandi spítalaeign í Reykja-
vík, hús, lóð og áhöid legst einnig til landsspital-
ans, og skal henni ráðstafað á þann hátt, sem lands-
stjórnin nánar ákveður. í stjórn spítalans eru amt-
maður og landlæknir og læknir sá í Reykjavík, er
landshöfðingi skipar. Spítalastjórnin semur reglugerð
fyrir spítalann og erindisbréf fyrir starfsmenn hans,
er landshöfðingi staðfestir. Hún hefir alla umsjón
með spítalanum og spítalahaldinu, ræður starfsmenn
og segir þeim upp. Starfsmenn spítalans skulu vera
þessir, auk nauðsynlegs vinnufólks og hjúkrunar-
fólks : 2 yfirlæknar og 1 aðstoðarlæknir, ráðsmaður
og ráðskona, yfirhjúkrunarkona og gjaldkeri. Ráðs-
maðurinn fær 600 kr. þóknun á ári fyrir starfa sinn;
ráðskonan og yfirhjúkrunarkonan fá auk fæðis og
húsnæðis 400 kr. hvor á ári í kaup; gjaldkeri 200
kr. á ári og aðstoðarlæknirinn 500 kr. á ári auk
húsnæðis og fæðis. Þangað til öðruvísi verður á-
kveðið, skulu kennararnir í útvortislækningum (ki-
rurgi og operation) og innvortis lækningum (therapi)
við læknaskólann í Reykjavík takast á hendur yfir-
læknastörfin við spítalann, og má greiða alt að 1200
kr. fyrir læknisstörfin, eftir því sem spítalastjórnin
nánar ákveður og landshöfðingi samþykkir.
Umræður í neðri deild.
Dr. Valtýr var mjög á móti frumvarpinu eins og
það væri nú. Þótti ekki Reykjavík og suðuramtinu
vorkunn, að byggja sér spítala á eigin kostnað, eins
og Akureyri og Seyðisfjörður, með styrk úr lands-
sjóði, ef til vildi nokkuru meiri enn til þeirra. Sagði,
að menn segðu landsspítala nauðsynlegan vegna
læknaskólans, enn sín skoðun væri, að læknaskól-
inn ætti ekki hér að vera, heldur í Kaupmanna-
höfn, og það mundi sannast, að þegar læknaskipun
landsins væri komin í viðunanda horf, þá mundu
fást nógir kandídatar frá Höfn í embættin, þó hér
væri enginn læknaskóli.
Þessi spítalabygging, sem hér væri um að ræða,
væri líka óþarflega dýr. Spítaliun á Akureyri, sem
væri að miklu leyti stofnaður af 2 sýslna tillög-
um og væri heldur vel útbúinn, hefði kostað um
25000 kr. með 12—16 rúmum. Þessi spítali, sem
hér væri talað um, ætti að vera með 24 rúmum, og
mundi mega ætla, að hann gæti orðið sæmilegur
fyrir 30—35 þús. kr. Enn svo væri landssjóði
ætlað, að launa árlega öllum starfsmönnum hans.
Hann taldi, að rúmið mundi kosta um 2 kr. dag-
lega, og af þeim ætti að vera 9—12 ókeypis rúm.
Það yrði yfir 700 kr. hvert rúm. Árlegur kostnað-
ur við spítalann til sjúklinga, lækna og starfsmanna
hans mundi nema 15—20 þús. kr., ef alt verkafólk
væri með talið. Þetta hefði nefndin víst ekki at-
hugað. Nú væri heldur engin trygging fyrir því,
að hér yrðu betri læknar enn annarsstaðar, þó svo
hittist á sem stæði. Þeir myndu eldast, og hingað
mundu oft bætast í laus embætti gamlir læknar,
sem hefðu fengið oið á sig áður fyrir lækningar,
enn væru nú orðnir á eftir tímanum fyrir aldurs
sakir. Áleit sjálfsagt, að suðuramtið og Reykjavik
kostaði sinn spítala, enn engin ókeypis rúm væru
fremur við hann enn hina spítalana. Réttast, að
við 4 spítala, á Ákureyri, Seyðisfirði, Reykjavík og
ísafirði, væru 3 ókeypis rúm við hvern, kostuð
af landssjóði. í Reykjavík væri ekki betra að hafa
sjúklingana. Þangað væri líka erfiðara og dýrara
að koma sjúklingum hingað og þangað utan af landi.
Þetta væri eina rétta formið ; svona væri það líka
í Danmörku, að sjúklingum utan af Iandinu væri
fremur komið á landsspítalana enn á spítalann í
Khöfn.
Þórðnr Thoroddsen (framsögum.) hafði margt að
athuga við ræðu dr. Valtýs. Hann kvað alla, sem
vit hefðu á, hljóta að sjá, að fyrsta skilyrðið fyrir
læknaskólann væri góður spítali. Hann sagði ræðu-
mann hafa, eins og hans væri venja, vitnað tilDan-
merkur („og þangað vildi hann víst helzt dragasem
flesta héðan, og líklega seinast oss alla hér í þing-
salnum með öllu saman"), að þar væri fremur reist-
ir spítalar víðsvegar um landið, enn að ætla einn
aðalspítala fyrir fólk utan af landinu. En þar hátt-
aði nokkuð öðruvísi til, því þegar læknar þarþyrftu
að gera „operation“ á sjúklingi, þá væru samgöng-
urnar svo greiðar, að þeir þyrftu ekki annað ennað
senda (eða telegrafera) eftir næsta lækni og hann
gæti komið undir eins. (Niðurl.)
Hlutafélagsbankamálið setti efri deild í nefnd i
gær, einkum eftir tillögum Krisjáns Jónssonar. Þar
með er málinu lokið á þassu þingi.