Fjallkonan


Fjallkonan - 11.11.1899, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 11.11.1899, Blaðsíða 1
Páll Ólafsson: Ljóömæli, I. fást í Kaupmannahöfn í Shandinavisk Antiquariat (A. F. JEost). Allir þurfa að klæðast. ííokkurir geta komist af án þess að fá sér föt fyrir jólin, en flestir þurfa að fá sér föt fyrir jólin, og þeir ættn að koma til Guðmundar Sigurðssonar sls.rad.aara Banliatstr. 14- Reynið þetta, því það er eins og Jón sál. Repp sagði: Reynslan er sannleikur! Hvernig Búar sigruðu síðast. Það var í desember 1880, seai Báar sögða Eng- lendingum stríð á hendur, er höfðu þá í þrjú ár stjórnað þeim með kúgunarhendi. Búar tóku sér tvo höfðingja, Pál Kriiger, sem síðar varð forseti þeirra, og Joubert. Joubert varð hershöfðingi þeirra, og reyndist hraustur maður, dugandi og drenglyndur, og þar að auki mjög guðhræddur; gaf guði einum dýrðina fyrir sigurinn. Englendingar höfðu það álit á Búum, að þeir mundu reyDast ónýtir í hernaði, þótt þeir væru góð- ir skotmenn. En þegar í byrjun ófriðarins biðu Englendingar ósigur; Búar tóku höndum herflokk með 250 manns. Svo urðu Englendingar fyrir fleiri óförum. Þeir höfðu tekið sér vígi í Pretóríu (höfuð- borginni) og víðar, og gátu Búar ekki unnið þessi vígi, en þeir héldu hervörð í kringum þau. Um nýárið 1880—81 kom liðsauki heiman af Englandi og af Indlandi. Fyrir liði Englendinga var Colley hershöfðingi. . Colley lagði á stað með lið sitt frá Newcastle, sem er bær í norður-Natal, án þess hann biði eftir l>ví að koma öllu liðinu í einn hóp. Hann hafði nokkuð á annað þúsuud hermanna. Búar fréttu þegar til ferða Englendinga og skipuðu liði sínu á landamærunum. En Transwaal er fjöllum girt alla vega, og er því örðugt að koma óvinaliði inn í land- ið, ef nokkur vörn er fyrir. Englendingar réðu á Búa 28. jan., en þótt þeir berðust hraustlega, urðu þeir að hverfa frá. Við þennan bardaga jóist Búum hugur, en Englendingar sáu ekki annað ráð vænna, en að bíða meiri liðsafla. Liðsaukinn fór að koma eftir miðjan febrúar, og 26. febrúar gerði Colley aðal-atlöguna, og lagði upp á Majuba-fjallið með liðið. Hann komst upp á fjall- íð í dögun 27. febr., en um miðjan morgun lögðu Búar að Englendingum öllum megin, og var bar- ist fram undir kveld þann dag. Hallaði orustunni meir og meir á Englendinga, og lauk svo að þeir urðu að flýja. Þeir hafðu beðið mjög mikið mann- tjón. Joubert varð mjög hverft við er hann frétti, að Englandingar hefðu komist upp á fjallið, en hann sá þegar ráð til að vinna þá og tókst það. Heima á Englandi mæltist þessi ófriður við Búa illa fyrir, eins og nú, og þegar þessi ósigur spurðist urðu flestir á því, að bezt væri að semja frið við Búa. Englendingar héldu þó eftir sem áður áfram að senda lið til Afríku, en 6. marz var samið um vopnahlé, og síðan gerðir friðarsamníngar, sem veittu Búum aftur skattfrelsi og sjálfsstjórn. Búar höfðu sýut það í ófriðinum, að þeir vóru góðir skotmenn og kunnu vel að nota sér landslagið. Þeir sýndu líka mikla kænsku með skipun liðsins og atlögunum. Eftir síðustu fregnum er svo að sjá, sem Búar og Óraníumenn, bandamenn þeirra, hafi þegar tekið sér aðalvígin á landamærunum. Ástandið á Frakklandi, Dreyfus-málið hefir valdið svo miklum æsingi, að ekki getur orðið kyrð í hugum manna fyrst um sinn, þó hinn saklausi maður hafi nú verið náðaður og gefinn laus. Það er annars vist, að þessi sótt veikislegi á- hugi á Dreyfusmálinu er nú að mestu dvínaður og bráðum alveg horfinn. Það er einkenni Frakka, að þeir eru fljótir að gleyma. Nú eru ný áhugamál komin til sögunnar. Þar er fyrst að telja heimssýninguna miklu í Paris, sem á að lúka upp 15. apríl í vor. Nú er verið að vinna af kappi að því, að reisa þær hallir, sem eiga að herbergja um missiristíma það sem nú er fullkomn- ast og bezt gert af' mannahöndum. Loubet forseti hefir oftar en einu sinusinni tekið það fram, að hætt sé við, að heimssýningin hepnist

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.