Fjallkonan - 11.11.1899, Blaðsíða 4
196
FJALLKONAN'.
XVI, 44.
ómjökum orðura saman. Kom stundum til keyra viðskifta. Prest-
nr var I hvítum skinnbuxum; hinn var tíðum að spauga með
þann klæðnað, lyfta upp hempu og skoða þær, segjandi: „Til
hverrar nytsemdar eru þessar buxur?" En kímni sú kom þó
að liði. Þá við komnm8t undir Jökulinn fyrir austan Hafursey,
var orðið dimt af regni og nótt; við viltumst upp í hann; fór-
um yfir hvem melhól og gjá eftir aðra. Þá við riðum hver
eftir öðrum utanvert í einum melhól, hvar djúp bleytugjá var
undir, valt prestur af baki og á höfuðið ofan í gjána. Við
sýslumaður hlupum jafnskjótt af baki til að hjálpa honum, og
hefðum ei so fijótt rammað á hann, ef ei hefðum séð hvar lær-
in voru að skrikla í hvítu skinnbuxnnum. Segi ég nú við
sýslumann: „Sjáðu nú til hverrar nytsemi skinnbuxur þessar
eru“. Tókum við í sinn fót hvor á presti og drögum hann upp
úr gjánni á melhólinn. Var hann so léttur fyrir okkur af ótta
um líf hans, eins og litill drengur væri, þar hann var 24 fjórð-
ungar að vigt, digur og ístrumikill. Við settum hann á fætur.
Sýslumaður fór með fingur upp í hann og var að krassa sand-
inn út, því hann var að deila við sýslumann áður, og hafði því
opinn munninn, en eg sleikti upp augun og tók frá vitum. Þá
við sáum hann ætlaði að lifna við, gátum við eigi að okkur
gert fyrir hlátri af þessu okkar starfi, en hann það fyrsta hann
náði að mæla segir: „Skammist þið ykkar báðir, þið hafið mína
lausn frá dauðanum, það guðs dáBemdarverk, að háði og spotti",
með fleirum orðum. Við héldum þaðan undir eyna; var þá
kominn í fang okkur útsynnings krapi og ætluðum við að kom-
ast í Mýrdalinn. Prestur gerir okkur það þá til spitu og held-
ur npp undir eyna að einura helli, (sem) þar er vestan í henni,
og segir: „Gerið konu minni boð, að hún láti sækja mig hingað liðið lík
á morgun.“ Sáum við vist upp á hvað hann gerði þetta, og þótti
skömm að skiljast við hann; fórum og upp í helli(nn), sem er
tvístúkaður; fer hann í aðra en við i aðra, og kveljumst þar af
um nóttina. Höfðum ekkert að næra oss af, tveggja dægra
málþola, fyrir utan hákarl og brennivín. Vindur og regn stóð
upp á oss alla vega; hefi ég aldrei átt daufari nótt; komumst
so um morguninn eftir í Mýrdalinn. Þegar ég heim kom var
þar fyrir bréf frá nærfelt helming sóknarbændanna úr útsókn-
unum, sem begerðu mig framar öllum öðrum fyrir sinn prest,
sem þeir þektu; fóru öll þau skjöl til biskups, sem mér aftur
tilskrifaði og sagði, ef ég vildi stunda upp á geistleg embætti,
þá skyldi ég koma í Skálholt það bráðasta og taka þar vígslu.
En þar ég hafði ú ölmusu skóla verið, þorði ég ei anuað en
hlýða þeirri kallan. Var þá búinn svo að forbetra og byggja
jörðina Hellur, að ei ætlaði þaðan auðveldlega að fara; sjást nú
enn þau merki eftir mig: langgarður sá og þvergarður, sem þar
eru fyrir austan Sandskarð; á þvi plátsi fékst, þá ég kom til
jarðarinnar, hér um bil á 8 hesta, en ég hreinsaði þar altsotil,
að þá ég burt fór fékst þar taða á 30 hesta. Úr mínu fjárhúsi
og hesthúsi, er ég bygði þar, var síðar bygður bær, sem kallast
nú Garðar. „So má níða sem prýða“. Áður en ég skil við
það efni, vil ég ei ógleymt sé, hversu guð og so kröftuglega
verndaði mig þar frá voveiflegu skaðræði. (Frh.).
Jakob kviðristari fundinn. Menn mun reka minni
til þeirra mörgu og hryllilegu kvenmorða, sem framin vóru í
Lundúnum fyrir nokkurum árum, að því er virtist af hinum
sama morðingja, sem lögreglan gat með engu móti fundið og
kallaður var „Jakob kviðristari“. Morðingi þessi er nú loksins
fundinn; það er læknir, eins og til hafði verið getið, og heitir
Osear Marlington. Hann hefir játað, að hann hafi framið öll
þessi morð, og rannsóknir hafa leitt það í ljós, að hann er hinn
sanni „Jakob kviðrÍBtari“. Hann er brjálaður á geði með köst-
um. Hann átti unga og fríða konu, sem hafði verið honum ótrú,
og af því fékk hann beiskasta hatur til allra kvenna. Hann
hafði miklum læknisstörfum að gegna, en bvarf stundum dögum
saman, þegar brjálsemisköstin komu að honum, og þá framdi
hann morðin. — Það er ekki víst, hvort hann verður dæmdur
til dauða, þar sem morðin eru framin í vitstola æði.
í verzlun
S. E. WAAGE
0>
H-
B
o
p
53
0
ð)
0
i
53
<
53
ef
fæst;
Kaffi, Kandis, Melis í toppum og
höggvinn, Púðursykur, Export,
Hæsnabygg, Grjón, Hveiti, Bygg-
mjöl, Kartöflumjöl, Sagómjöl,
Sagó, Lárberjalauf, Gerpúlver,
Kardemommer, Sucat, Muskatblóm,
chocolade o.fl. teg., Confect fl. teg.
Gráfíkjur, Rúsinur, Blommer, Kúr-
ennur, Kaffibrauð fl. teg., Kex 6-
sætt og kætt, Stívelsi, Ofnsverta,
Taublákka, Blanksverta, Borðsalt,
Coya, Sapers, Fisksósa, Siunep.
Pappír, umslög, pennar, Blýantar
fl. teg., Lakk, Sterinkerti, Eld-
spitur, Reyktóbak, Munntóbak,
Yindlar, Cigaretter fl.teg., Portvín,
Sherry, Svensk Banco, Vermouth
St. Croix Romm hvítt, Solbærromm,
Solbær, Likör, Tokayer, Angostura-
bitter, Whisky, sæt og súr Kirse-
berjasaft, Spritt, Edik, Grænsápa,
Soda, Spil, Barna8pil.
Matskeiðar, theskeiðar, Barnahnífa-
pör, Strákústar, Feiekústar, Band-
prjónar á 4 aura gangurinn og
m. m. fl. Sirts sem seljast með
innkaupsverði, Mislitt flauel og
Yasaklúta hvíta með innkaupsverði.
Hið viðurkenda skornaneftðbak
Laukur.
Ofanskráðar vörur seljast gegn
peningum út í hönd með lægsta
verði.
V o 11 o r ð .
Eftir að ég í mörg ár hafð*
þjáðst af magaveiki og árangura-
laust leitað margra lækna til að
fá bót á því meini, hugkvæmdist
mér fyrir rúmu ári að reyna hinu
heimsfræga Kína-lífs-elixir frá
Waldemar Petersen í Friðrikshöfn.
Og það var eins og við manninn
mælt. Þegar ég hafði tekið inn
úr 4 glösum, fór mér að batna til
muna. Með því að neyta þessa
ágæta heilsulyfs að staðaldri, hefi
ég verið fær til allrar vinnu, en
það finn ég, að ég má ekki án
þesa vera, að nota þennan kosta-
bitter, sem hefir gefið mér aftur
heilsuna.
Kasthvammi í Þingeyjarsýslu.
Sigtryggur Kristjánsson.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá
fle8tum kaupmönnum á íslandi.
Til þess að vera viss um, að
fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru
kaupendur beðnir að líta vel eft-
ir því, að standi á flöskun-
um í græou lakki, og eins eftir
hinu skrásetta vörumerki á flösku-
miðanum: Kínverji með glas í
hendi, og firmanafnið Valdemar
Petersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn.
eru beztar, ödýrastar og hagkvœmastar
hér á landi. Þœr erw af nýjustu og
fullkomnustu gerð, og œttu að vera á .
hverju heimili.
Nr. 0 skilur 25 pt. á klst., verð 70 kr.
Nr. 00 ----- 50 ---------— — 92 —
Nr. 1 ------ 75 ---------— —135 —
Enn fást stærri þyrilskilvindur.
Peningaborgun sendist jafnhliða pönt-
uninni; skilvindur sendast þá kostnað-
arlaust á þá höfn, sem kaupandi æskir
og sem póstskipin koma við á; þær fást
venjulega hjá verzlun vorri á Patreks-
firði, enn ætið, ef skrifað er heint til
skrifstofu vorrar i Kjöbenhavn C.
Pær fást líka hjá flestum kaupmönn-
um. I'essir seljendur æskja nafns sins
getið:
Hr. kaupm. Björn Kristjánsson, Rvik.
— ----J. G. MöUer, Blönduósi.
— ----Olafur Amason, Stokkseyri.
— ----R. P. Riis, Borðeyri.
— ----H. Th. A. Thomsen, Rvik.
— ----Tulinius á Austfjörðum.
500 notkunarleiðbeiningar sendast i
júli um land alt.
Kaupm.höfn, 10. júli 1899.
Isl. Handels & Fiskeeikompagni.
Útgefandi: Yald. Ásmundarson.
Félagsprentsmiðjan.