Fjallkonan - 11.11.1899, Blaðsíða 2
194
FJALLKONAN.
XVI, 44.
miður en skyldi, ef flokkarnir á Frakklandi ekki
sættast eða gera vopnahlé að minsta kosti. Hann
sagði fyrir skömmu: „Þótt nokkur ský sé enn á poli-
tiska hímninum, munu þau dreifast, því mestum
hluta þjóðarinnar þykir svo innilega vænt um alt
skipnlag þjóðveldisins“.
Jafnframt sýningunni er mest talað um verkfallið
mikia i Creusot (kru-só), einum helzta iðnaðarbænum
á Frakklandi. Þar vóru þ&ð ekki verkalaunin ein,
sem verkmenn vóru óánægðir með, heldur það, að þeir
fengu ekki að ráða uppeldi barna sinna, og var skip-
að kjósa þann þingmann, sem yfirmaður þeirra vildi
láta kjósa.
En þó þetta verkfall sé réttmætt, er það að vísu
vanhugsað og pólitískt glappaskot. Hertoginn
af Orleans (orleang), sem sífeldlega situr um færi
til að komast í hásætið á Frakklandi, hefir fyrir
skömmu ritað bréf nokkur til fylgismanna sinna, og
rær þar undir því, að reynt sé að gera verkföll og
halda þeim við. Þessi bréf hafa komist í headur
frönsku stjórnarinnar. Einvaldsginuar á Frakklandi
senda út umrenninga til þess að æsa og giana verk'
menn til að leggja niður vinnu, og valda þannig ó'
eirðum þjóðveldinu til meins.
Þótt verkfallið í Creusot sé á gildum rökum bygt
og sé ekki af hvötum einvaldssinna, er það þó í
þágu hertogans af Orleans og stjórninni til stórskaða.
Þótt verkfallið í Creusot geti haft illar afleiðingar,
er það bót í máli, &ð nú eru öll líkindi til, að hinn
gamli flokksforingi og bragðarefur Méline muni þeg-
ar fallinn úr sæti og geti ekki framar misbeitt valdi
sínu. Hann náði valdi yfir fulltrúaþinginu með því
að gerast foringi tollverndarmanna. Fyrir það komst
hann í ráðaneytisforsætið. Hann reyndi að koma
saman íhaldsliði þjóðveldismanna og klerkum og ein-
veldissinnum og gat setið þannig að völdum í tvö
ár. Á þessu tímabili gat hann bælt niður allar til-
raunir, sem gerðar vóru til að taka upp aftur Dreyfus-
málið. Þegar honum var steypt, og Brisson varð
ráðaneytisforseti, lét stjórnin þegar taka upp málið.
En Méline hélt samt áfram að reyna að eyða málinu
og hindra endurskoðun þess. Þrátt fyrir öll brögð
hans varð endurskoðun málsins framgengt, þó stirt
gengi. Því lengur sem málið var rannsakað, því bet-
ur kom það í Ijós, að Méiine hafði haldið fram röngu
og svívirðilegu máli. Eéttarrannsóknirnar í Rennes
sýndu og sönnuðu, að málið gegn Dreyfus var frá
upphafi til enda tómt fals og lygi úr öðrum eins
mönnum og Mercier, Henry, du Paty de Clam,
Esterhazzy og þeirra nótum.
„Norræna félagið“.
„Nordisk Forening" heitir félag, sem stofnað hefir
verið í Danmörku fyrir forgöngu Paul la Cours, hins
fræga danska náttúruíræðings og lýðháskólakennara
i Askov. Þetta félag hefir nú einnig breiðst út til
Svíþjóðar og Noregs, og munu vera komnar þar á
fót deildir af því.
Það er tilgangur félags þessa, að vinna að því, að
Norðurlanda þjóðir læri að þekkja hvor aðra, skilja
hvor aðra og vinna saman. Ekki er enn gert ráð
fyrir, að félagið skifti sér af stjórnmálum landanna.
Það sem gerst hefir í Finnlandi og á suður-Jót-
landi á þessu sumri og síðasta ár, hefir verið hvöt
til þess að sameina krafta Norðurlanda þjóða gegn
stórveldunum, sem gerast æ nærgöngulli að austan
og sunnan.
Þetta félag er endurvakning þeirrar samdráttar-
hreyfingar Norðurlanda, sem kom upp um miðja
þessa öld og nefnd var „Skaudinavismus".
Presthóla-málin. Eins og kunnugt er fyrir löngu,
var prófastur Halldór Bjarnsrson alsýknaður í hæsta-
rétti af máli því, sem höfðað hafðl verið gegn bon-
um út af einhverjum rekaspýtum og átti að verða
til þess að koma houum frá embætti og gera hann
að tukthúslim. Hæstiréttur bætti þyí við dómsat-
kvæði sitt, *ð engin ástæða hefði verið til málshöfð-
unar á hendur honum. En þá var reynt að finna
nýjar sakargiftir og því komið til leiðar, að sakamál
var höfðað gegn prófasti út af meiðsli, sem nágranni
prófasts, Þórarinn í Efrihólum, einn af þeim, sem átt
hefir í mestu málastappi við hann, átti að hafa fengið
af völdum prófasts. En því var svo háttað, að Þór-
arinn hafði ætlað að ryðjast í heimildarleysi, þrátt
fyrir bann prófasts, inn í hús á Presthólum, þar
sem verið var að halda sáttafund, en prófastur varð
að roka hann burt með harðri hendi og hafði þá eitt-
hvað meitt hann á handleggnum. — í þessu máli
var prófastur dæmdnr að eins í sekt í undirrétti og
staðfesti yfirréttur nú á mánudaginn var þann dóm,
&ð öðru leyti eu því, að færð var talsvert niður sekt,
sem verjanda málsins, kand. Páli Bjarnarsyni, hafði
verið dæmd í undirrétti fyrir of djörf orð.
Jafnframt vóru dæmd í yfirrétti eða verða dæmd
bráðlega allmörg meiðyrðamál, sem Halídór prófastur
hefir höfðað gegn nokkrum náungum, sem hafa gefið
út níðrit um haan, og eian þar að auki ritað um
hann mjög meiðaadi grein í „Austra“. Eftir því sem
ráða má af þeim dómum, sem þegar eru upp kveðnir
í þessum meiðyrðamálum, sem munu vera alveg
samhljóða að sakarefni, verða níðritararnir dæmdir í
50—100 kr. sekt hvor, auk málskostnaðar.
Jafnvel þótt það sé nú orðið lýðum Ijóst, að þessi
málaferli gegn Halldóri prófasti í Presthólum stafi að
mestu leyti af undirróðri óvildarmanna hans og séu
tilefnislaus, eins og dómur hæstaréttar ákveður að
sínu Ieyti, og jafnvel þótt allir sóknarbúar í útsókn
Presthóla prestakalls (Ásmundarstaðasókn) hafi ein-
um rómi óskað þess, að prófasturinn yrði aftur lát-
inn taka við embætti sínu, hefir kirkjustjórnin ekki
gert það enn.
Líklega dregst það ekki Iengi úr þessu.
Vöruverð í Reykjavík. Nóv. 1. 1899.
Peningaverð. Reikningsverð.
Rúgur pd. 0.08 pd. 0.09.
Bankabygg 126 pd. með poka 12,75 — 0.13.
Baunir 126 pd. með poka pd. 12,50 — 0.14.
Bygg — 0.10 — 0.11.
Hafrar 126 pd. með poka — 12.50 —
og 150 pd. pr. . . . . . 14.00
Rúgmjöl 200 pd. . . . 16.25 — 0.10.