Fjallkonan - 14.12.1899, Blaðsíða 1
H
BÆNDABLAÐ
VERZLUNARBLAÐ
Kemur dt um miðja viku. Yerð árg. 3 kr. (4 kr. erlendisj. Uppsögn (ógild nema skrifleg) fyrir 1. okt.
Sextándi árg.
Reykjavtk, 14. des. 1899.
49. blað.
Útlendar fréttir.
Frímerkjabreyting.
Eftir blöðum, er með „SkáIholti“ komu, og ná til
22 f. m., haíði lítið sem ekkert gerzt í styrjöldinni
milli Englendinga og Búa. í októbermánuði höfðu
farið um 35,000 herliðs frá Englandi með fallbyssum
o. s. frv., og var gert ráð fyrir að alt þetta lið yrði
fyrst í þ. m. komið til Kapnýlendu eða Natai. Er
fyrst í ráði að leysa White hershöfðingja úr umsát í
Ladysmith, þar sem hann er innilokaður með um
7000 manna, og fiýtt sem mest fyrir því að senda
liðsdeild til þess. Hvort hann muni fá varist þang-
að til hjálpin kemur er óvíst; höfðu Búar skotið
sprengikúlum á bæinn, svo kviknað hafði í húsum og
nokkur brunnið með öllu. Fregn barst um það, að
Joubert yfírforingi Búa væri faliinn eða dáinn en sú
frétt var borin aftur. — Ekki hyggja menn að Búar
muni gera víghlaup á Ladysmith, því þeim er sýnna
um að berjast á dreif en í fasta- bardaga, enda fjöldi
liðsins rosknir menn og við aldur, og hafa að sögn
ekki stingi á byssum sínum, en skothríð munu þeir
ekki spara. Lið þeirra við Ladysmith um 25,000.
Þetta er nú á eystra svæði stríðsins, en á vestari
stöðvunum voru þeir að skjóta á borg, er Kimberley
heitir og framgangur þeirra nokkur. Höfðu meðal
annars tekið Colesberg og fleiri staði. Særðir menn af
liði Engiendinga haía þolað nryliilegar hörmungar á
flutningnum frá vígstöðvunum og lækna hjálp engin á
þeirri leið, svo meira en helming mun hafa blætt til
ólífis. Hiusvegar flytja Búar sína særðu menn til Pre-
torin og eru þeir þar í góðum höndum kvenna þeirra.
AmeríJcumenn iiafa 12 f. m. hertekið Tarlac á Fil-
ippseyjum, aðalstöð stjórnar þeirra Filippseyinganna.
Sennilegast að þar með *é lokið verulegri mótstöðu
af þeirra hálfu og lamaður meginstyrkur Aguinaldós,
því naumast tekst honum að setja stjórn á laggir á
öðrum stað. Það sem eftir er ófriðarins verður að
líkindum hópastyrjöld og hlaupavíg, sem ekki mun
linna meðan Tagalar hafa eldjárn í höndum.
í París var í f. m. afhjúpað mikilfenglegt minnis-
merki, sem heitir „Sigurhrós þjóðveldisins", með mik-
illi viðhöfn. Fnlltrúaþingið hafði með atkvæðum
lýst trausti sínu á stjórninni, og meiri von að húu
sé nú föst i sessi.
Vilh'jálmur keisari með drotningu sinni fór á skipi
eínu Hohenzollern frá Kiel til Englands 18 f. m.
Alþingi síðasta fór þess á Ieit við stjórnina með
þingsályktun, að hún léti breyta íslenzku frímerk-
junum.
Þetta mál hefir tvisvar áðar verið rætt og útkljáð
á þinginu, en stjórnin hefir ekki viljað sinna því.
Hafði ýmsar viðbárur í frammi, sem að sumu leyti
hafa verið ósannar, t. d. það að væri ekki lengur
tízka neinstaðar, að breyta frímerkjum tii að auka
verð þeirra o. s. frv.
En undirniðri mun það hafa vakað fyrir stjórn-
inni, að breyting sú á frímerkjunum, sem þingið fór
fram á, mundi gera þau of ólík dönskum frímerk-
jum og þar með benda ofmjög á, að ísland væri sér-
stakt land með alt öðru þjóðerni en Danmörk.
Landshöfðingi var í fyrstu á móti þessu máli, en
síðan hefir hann ekki iagt á móti því. Honum þótti
það ekki sæma alþingi, að „spekúlera“ í frímerkjum,
og hélt að það væri kelzt smáríki, sem gerðu það
þegar þau væru í fjárklípum.
En það er ekki, og má færa mörg dæmi því til
sönnunar. Þjóðverjar hafa nú t. d. ákveðið, að alveg
ný frímerki komi þar á gang með nýárinu 1900.
Ekki láta þeir sér neina lægingu þykja, að breyta
um frímerki, í þvi skyni að gera þau eftirsóknar-
verðari og örðugra að gera þau eftir.
Með synjun sinni á frímerkjabreytingunni hefir
stjórnin þegar svift ísland verzlunarágóða, sem eflaust
nemur tugum þúsunda króna að samtöldu.
Landsyfirréttardómur. Það hefir gleymst að geta
þess hér í blaðinu, að í máli því sem höfðað var af
hálfu hins opinbera gegn Einari Sveinbjarnarsyni í
Sandgerði fyrir lögreglubrot út af viðskiftum við
botnverpinga var Einar sýknaður, en málskostnað
skyldi greiða úr landssjóði.
Mannalát. 18. nóv. varð bráðkvaddur Þorvarður
hreppstjóri Gúðmundsson frá Litlu-Sandvík í Flóa;
var þá staddur í búð Ólafs kaupmanns á Stokkseyri;
fékk þar aðsvif og bað leiða sig í hús dóttur sinnar,
en hné andvana á leiðinni. Hann var um sextugt;
hafði lengi búið sæmdarbúi og jafnan kvaddur til
helztu héraðsmála.
19. nóv. hrapaði Sæmundur Guðmundsson frá