Fjallkonan - 14.12.1899, Blaðsíða 2
212
FJALLKONAN.
XV, 48.
Rauðárhól í Biakupstungum úr Fellsfjalli til bana.
Hauu var aldraður maður, vel Iátinn.
6. des. lézt á Eyrarkakka Friðrik Guðmun'dsson
bókbindari, 62 ára, hálfbróðir Guðmundar bóksala,
sonur Guðmundar Péturssonar er fyrr rneir bjó á
Minna-Hoíi á Rangárvöllum, maður mjög vel gefinn
og vel að sér.
Nýdáinn er sagður Jón Jónsson bóndi í Laxárdal
í Hrunamannahreppi, bróðir Jóuasar póstassistents,
aldurhniginn maður; hafði fengist við barnakeuslu
og var vel að sér.
Dyr&vörðurinn í latínuskólanum, Jón Samsonarson,
dó snögglega af byltu 10 þ. m.
Tveir merkir bændur í Rangárvallasýslu, Árni
Helgason á Brekkum í Holtum og Einar Vigfússon á
Bjólu, eru nýdánir.
Druknun. 5. des. druknuðu af bát við Stokks-
eyri tveir menn: Þorkell Magnússon á Stokkseyri
og Ögmundur Jónsson frá Austvaðsholti. Þorkell var
einhver fremstur formaður þar um slóðir og hinn
líka dugandi maður.
Yeðrið. Snjór kominn nokkur hér um slóðir og
mikill snjór sagður norðanlands.
Strandferðabáturinn „Skáiholt", skipstj. Aasberg,
kom hingað 9.þ. m. Með honum komu þrír Engleud-
ingar, sem áttu að ná út botnvörpuskipi, sem strand-
aði í haust á Seltjarnarnesinu.
Dánir í Reykjavík. 30. sept. Guðrím *Jðnsdóttir
frá ísðlfsskála í Grindavík, á spítalanum. 6. okt. Duríður Jðns-
dðttir, ðgíft, frá Jaðri í Kaplaakjóli (45). 8. okt. Ólafur M.
Norðfjörð, fyrrum faktor í Keflavik (65). 13. Jðn Ein-
arsson, sjóm. frá Bíldudal (49). 15. Þórður Árnason (66) Vest-
nrgötu. 21. Ágúst Borgþðrsson Grjótaþorpi, barn (á 1. ári).
Einar Einarsson, ðkv., Laugarnesspítala (41). 4. nðv. Vig-
fús Ólafsson, Hverfisgötu (68). 8. nðv. Sigurður Jðnsson frálunri-
Njarðv.,Laugarnesspít.(55). 13. Eyvindur Ólafsson, ðkv. vinnum.frá
Hvassahrauni, fanst dauður nálægt Eskihlíð (47). 23. Gunnar
Ásgrímsson, barn, Hverfisgötu (9). Ásgrimur Gunnarsson, Hverfis-
götu (41). ___________
Barsmíð. í gærmorgun kom sjðmaður nokkur Ólafur
að nafni inn í Sivertsens hús hér í bænum og heimtaði
brennivin, en þegar hann fekk það ekki ætlaði hann að berja
húsmóðurina með priki, sem hann hélt á, en vinnukonur tvær
hlupu á milli og urðu fyrir höggunum. Maðurinn hefir verið
tekinn fastur. ___________
Fjárvanskilin.
Ekki mætast svo tveir menn nú orðið á förnum
vegi hér í Húnav&tnssýslu, að þeir taki ekki tal um
með sér um hin ískyggilegu vanhöld á rosknu fé,
sem stöðugt f&ra í vöxt. Áður fyrri, meðan tóan
átti alstaðar friðland, vöntuðu oft lömb á haustum,
en eldra fé kom vanalega með töiu. Þetta þótti öll-
um eðlilegt; „tóan lá í lömbunum", sögðu menn, og
svo var ekki undrast meira um það.
En nú, síðan að farið var að gera gangskör að
því að eyðileggja tóuna, eru bændur farnir að al-
heimta lömbin, tóan er hætt að „bíta“, en það er ó-
efað risinn upp annar bitvargur hér í sýslunni, sem
legst á eldra féð; menn eru farnir að stela; öðruvísi
getur það ekki verið. Það er annars íyllilega at-
hugavert þetta mál. Nú orðið vantar snma bændur
alt að því fimtu hverja roskna kind og nær alla tölu-
vert. Fé er farið að hverfa úr heimahögum, án þess
nokkurn tima spyrjist fyrir um það tíðar. Og þessi
vanskil má rekja í beinn hlutfalli við vaxandi mark-
aði. Líkurnar eru því mestar, að þeir, sem hafa
það að atvinnu, að helga sér kindur náungans, og
þeir hlj’ota að vera margir, leggi þær á markaði, enda
hafa kindur oft nokkuð verið teknar af mörkuðum,
sem aðrir en réttir eigendur hafa ætlað að selja-
Líka má búast við, að sumir skeri stelfé sitt heima,
enda sumir grunaðir, en enginn þorir að kveða upp
úr með nöfnin, hvísla þeim að eins hver í annars
eyra.
Nokkuð mætti fyrirbyggja þessi vanskil, með því
að í hverjum hreppi væru skipaðir t, d. tveir mark-
glöggir menn til þess að grannskoða söluféð á mörk-
uðum þeim, sem haldnir væru í hreppnum.
Þá þyrfti og að hafa tiltekna menn í kaup3töðum,
til þess að skoða hjá þeim sem reka ; úr því gætu
þó engir stolið öðruvísi en heima, og yrði það að
líkindum minna.
Óskandi væri, að sýslunefndin vildi í vetur taka
þetta mál til íhugunar og gera ráðstafanir til, að
hreinsað verði til í sýslunni af sauðaþjófum og þveg-
inn af þessi blettur, sem stöðugt er að verða svart-
ari og svartari, og sem eðlilega í samtalinu getur
málast á sýkna sem seka.
25. nóv. 1899.
Eggert Leví.
Kvenfólkið í Transvaal. StúSka nokkur, er
dvelur í Pretoria, hefir ritað þannig föður sínnm, sem
heima á í Amsterdam:
„Ef timarnir væru ekki eins sorglegir og þeir eru,
gæti ég sagt að við skemtum okkur allvel hérna
niður frá. — Af fundi, sem haldinn er um tilhögun
á björg og hjúkrun særðra Siðsmanna, er farið í skyttu-
klúbbinn. Við kvenfólkið verðum líka sð læra að
skjóta til þess að geta varið okkur móti villumönn-
um (Köfium), sem vanir eru að ráðast á konur og
börn. Mér þykir leiðinlegast að geta ekki notað
„Maiiser“-byssu, því hún er frægasta skotvopn en of
þung fyrir mig.
Frú Clofí, dóttir Kriigers forseta, er afbragðs skytta.
Forsetar skyttukiúbbsins eru frú Kriiger og frú Jou-
bert, kona Jouberts hershöíðingja“.
Helztu skáld Norðmanna.
Af útleadum skáldritum ættu íslendingum helzt að
Iesa rit norsku skáldanna, bæði af því að þeir þykja
vera með fremstu skáldritahöfundum í heimi, og ekki
síður af því, að þeir lýsa lífi og hugsunarháttum, sem
eru líkari því sem gerist hér á landi en á sér stað
í flestum öðrum skáldritum, &f því íslendingar eru