Fjallkonan - 13.01.1900, Blaðsíða 3
F JAI/L KjO|N A|N'.
3
og óðum dvíaar þor, —
það skyggir, vinur, skjótt!
að kumli köldu geng eg,
úr kroppnum dregur þrótt.
En hérca skulu heima
mín hvíla lúin bein,
og hér skal sál mín sveima
við sjálfs míns bautastein:
þann bæ sem eg hef bygt,
því guð og himinn hérna
mitt hjarta finnur trygt.
. Hér skulu fjöll mér skýla
og skyggja’ á grafarsvörð;
eg hirði’ ekki’ um að hvíla
í „helgri“ vígðri jörð, —
eg blunda’ ei betur þar
þó klukkan “dinglum-dangli“
á degi útfarar.
En húskveðjuna halda
iun hái forsinn skal,
er geislar gyltir tjalda
minn gamla fjallasal
og annað alt er hljótt,
og fjallablærinn biiði
mér býður góða nótt.
Ný uppfundning.
Blindir sjá, daufir heyra.
Franskt tímarit Bevue des Bevues skýrir frá,
að rússneskur læknir, prófessor Peter Stiens
hafi í mörg ár fengist við rannsóknir á sjón og
heyrn. Hann hefir lengi búið í Lundúnum.
Kveðst hann nú hafa komist svo langt, að hann
geti látið blinda sjá og daufa heyra. Áður
hefir það verið lækning blindu, að veita auganu
eða sjóntauginni sjónhæfileikann aftur, en pró-
fessorinn kveðst ekki þurfa á auganu að halda.
Hann kveðst hafa búið til áhöld, sem leiða hverja
sjónmynd beint inn í heilann. Hann hefir enn
ekki skýrt opinberlega frá uppfundning sinni,
en sagt öðrum lækni, Dr. L. Cage, frá henni
og gert tilraun með honum. Dr. Cage segir svo
frá: „Prófessorinn fór með mig inn í lítið dimt
herbergi, og batt klút fyrir augu mér, svo að
ég gat enga skímu sóð. Svo fann ég að hann
festi einhver færi við bæði gagnaugu mín og í
sama vetfangi varð ég var við daufa
skímu og sá hluti í herberginu kringum mig.
Ég sá að hönd var borin fyrir augu mér og
gat greint fingurna. Smámsaman varð bjartara,
og ég gat séð húsbúnaðinn í herberginu. Ég
þóttist finna það á mér, að ég mundi geta feng-
ið fulla sjón með því að nota þessi færi leng-
ur; ég fann eins og rafmagnsstraum leggja
með fram gagnaugunum. Alt í einu tók hanu
færin í burt, og var þá myrkur kringum mig
eins og áður“.
Prófessorinn vildi ekki segja greinilega frá
þessari uppfundning af því &ð henni væri enn
ábótavant. Hann gat þess að undirstöðuatriði
þessarar uppfundningar væri það, að maðurinn
sæi ekki með auganum heldur með heilanum.
Augun taka að eins móti mynduuum, og sjón-
taugarnar leiða þær til heilans. Hinir blindu
fá mynd af hlutunum fyrir aðstoð tilfinningar-
innar. Þegar sjónina vantar, koma önnur
skynjunarfæri (skilningarvit) til sögunnar. Mörg
dýr af lægri tegundum hafa engin augu, en
þau sjá svo að kalla með öllum líkamanum.
Þar sem nú myndir geta komist inn í heilann
án þess augun sé notuð, þá geta biindir menn
séð jafnvel sem heilskygnir. í stað nethimnu
augans er mynd hvers hlutar tekin á plötu og
færð með rafstraumi inn í heilann. Þessi
fundning stendur á sama grundvelli og tele-
fóninn, sem tekur í sig röddina, margfaldar hana
og dreifir henni frá sér. Þessi fundning á
þannig líka að geta iátið daufa heyra.
Þó þetta standi í vísindalegu tímariti, mun
þó varlegra að festa ekki fullan trúnað á það
að sinni.
Alþingisrímur.
Rímur um alþing'i 1899.
Fyrsta ríma
(eða
inngangur.)
Herjans kera kneyfi’ eg bjór,
kalla á allar dísir,
rímur gera fyrst eg fór
um fyrða’ er bera völdin stór.
Eg vil syngja óðinn minn,
æðin blæði Kvásis,
um vort þing í þetta sinn
með þróttar-slyngu afrekin.
Út við grænan Austurvöll,
sem angar lengi’ á vorin,
stendur væn og vegleg höll,
vonin mænir þangað öll.
Þar er stríðið þunga háð,
þar eru skörungarnir,
þar sjá lýðir þor og dáð,
þar fæst tíðum biti’ af náð.
Brandar gjalla góma þar,
glymja’ og ymja salir,
ræður snjallar, stórorðar
stökkva af palli mælskunnar.
Hetjur þá er halda á þing
húfur og skúfar glitra;
margir slá um húsið hring,
að horfa á þá skrautfylking.
Stríðsöl teigað óspart er
áður en stríðið byrjar;
glóa veigar, glampa ker,
gott er að eiga sæti hér.
Stirnir presta alda á,
íslands vísu syni,
þar má flesta saman sjá
sæmd er mesta vilja fá.
Þar hin hreina þjóðrækni
þykir mikilsvirði,
einlæg meining, mannhylli,
mögnuð eining, sjálfstæði.
Þvílík björg ei bifast hót,
búin þó sé hætta,
efla að hörgum heilög blót,
hamast vörgum grimmum mót.
Því skal minnast maklega
málmþings álma snjallra,
en — Hrundin tvinna hýreyga,
ég hætti um sinn við rímuna.
Bankalögin hvortveggju, veðdeildin og seðla-
aukningin, 250 þús., er mælt að stjórnin ætli að
samþykkja. Það verður auðvitað skammgóður
vermir, en ekki er það talið því til fyrirstöðu,
að hlutafélagsbankinn geti komist á, sem enn
mun vera í ráði hjá þeim sem hlut eiga að
máli.
Lausn frá embætti hafa þeir fengið dr.
Þorvaldur Thoroddsen og séra Matthías Joch-
umsson frá áramótum.
Heiðursmerki. Þeir yfirkennari Steingr.
Thorsteinsson og séra Matthías Jochumsson eru
báðir orðnir riddarar af dannebrogsorðunni.
Óveitt læknishéruð. Samkvæmt hinum
nýju Iæknalögum eru nú óveitt 19 Iæknis-
héruð; 11 með 1500 kr. launum og 8 með 1300
kr. launum.
Óveitt prestaköll. Útskálar (1696) og Akur-
eyri (1897).
Lausn frá prestskap hefir séra Stefán Ste-
phensen á Mosfelli fengið.
Séra Þorkell Bjarnason á Reynivöllum sækir
um lausn frá prestsskap sakir heilsubrests.
Póstafgreiðslan í Arnarholti er niðurlögð og
Runólfur bóndi Runólfsson í Norðtungu orðinn
póstafgreiðslumaður.
Veðrátta. Um jólaleytið og fram að nýári
var norðanveður mikið en frost litið. Síðan
hefir verið betra veður. Snjólítið hvarvetna
sem til spyrst.
Aflabrögð géð á Miðnesi, í Höfnum og
örindavik, mest þorskur.
í Garðsjó varð vel vart við fisk á dögunum,
eu hann hvarf aftur.
Ufsaveiði hefir verið mikil í Keflavík, og orðið
góð bjargarbót þar í fiskileysinu og bágindunum.
Allgóður afli hefir verið á Eyrarbakka og
Stokkseyri, mestmegnis ýsa.
Það er nú allgott útlit fyrir, að rætast
kunni úr aflaleysinu.
Royhtj nvíli.
Péstskipið „Vesta“, kapteinn Jacobsen, kom
2. jan. Hafði fengið versta veður á leiðinni.
Bankastjóri Tryggvi öunnarsson kom með
póstskipinu.
Með því kom einnig frk. Schultz (frá Khöfn),
sem giftist þegar Chr. Schierbeek, sem er hér
á Iæknaskólanum, hinn fyrsti útlendingur, sem
gengið hefir á læknaskólann.
Bæjarstjórnarkosning af hálfu hinna hærri
gjaldenda fór hér fram 3. þ. m. á 4 fulltrúum
til 6 ára. Þeir sem áttu að ganga úr stjórn-
inni vóru: dócent Eiríkur Briem, H. Kr. Frið-
riksson, dr. Jónassen oglektor Þórhallur Bjarnar-
son; þeir séra E. Briem og dr. Jónassen skor-
uðust undan endurkosningu. Kosningu hlutu:
O. Björnsson héraðslæknir (135 atkv.), Sig-
hvatur Bjarnason bankabókari (111 atkv.),
Þórhallur Bjarnarson lektor (94 atkv.), Sigurd-
ur Thóroddsen verkfræðingur (88 atkv.)
Honum næstur fékk Björn kaupm. Kristjáns-
son 81 atkv.
Nær helmingur kjósenda mætti.
* .—■■■
Indriði Eiuarsson landsreikningaskoðari
var nærri orðinn úti aðfaranótt gamlársdags;
var á ferð af Eyrarbakka, og hafði farið þang-
að í erindum Good-Templara, en viltist af þjóð-
veginum fyrir ofan Lækjarbotna og alla leið suð-
ur i Hafnarfjarðarhraun; lá þar úti um nótt-
ina í hraungjótu, en komst þó lítt skemdur til
Hafnarfjarðar daginn eftir.
Sjónleikar. Leikfélag Reykjavíkur hefir
nýlega leikið nýjan leik „Unge Folk“ eftir P.
Nielsen. Þennan leik og aðra leiki Leikfélags-
ius verður bráðum mlnst á í þessu blaði.
Kannsókn hefir verið hafin af bæjarfógeta
gegn Einari Finnssyni vegfræðingi út af vega-
gerðarreikningum hans, og heflr að sögn vorið
kært, að hann hafl ekki borgað jafnmikið út og
reikningarnir hljóða upp á. Rannsóknum mun
ekki vera lokið, svo ekki er víst, hvort saka-
mál verður höfðað gegn honum, eða málið jafn-
ast hinseginn._____________
Samskot til Norðmanna. Þó það sé nú
orðið nokkuð seint, ætla Reykvíkingar að efna
til samskota handa ekkjum og munaðarleysing-
jum, sem urðu fyrir miklum missi við skipskað-
ana í Noregi í haust. Það er ekki nema góð
viðleitni, og ætti að verða til þess að við gleymd-
um síður þeim sem bágast eiga í kringum okk-
ur. — Það mun elga að halda samsöng, tom-
bólu og sjónleik í þessum tilgangi.
l)áin hér í bænum 26. des. frú Þuríður
Kuld, ekkja séra Eiríks Kulds og dóttir rektors
Sveinbjarnar Egilssonar, mikil merkiskona.