Fjallkonan


Fjallkonan - 03.02.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 03.02.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í vikn. Yerð árg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða l'/2 doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsðgn (skrifieg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hannþá borgað blaðið. Afgreiðela: Þing- holt8stræti 18. XVII. árg. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er nú flutt í Landsbankahúsið og verð- ur ekki opið fyrst um sinn. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar, kl. 11—1. Óktypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Frá útlöndum. Stríðið milli Búa og Breta heldur áfram, en ekkert hefir sögulegt gerst síðan nokkru fyrir nýár. — Borgin Ladysmith er óunnin enn, en Búar hafa gert að henni harðar atlögur, og eru borgarbúar að fram komnir af vistaskorti og veikindum. í her Englendinga eru líka allmikil veikindi, taugaveiki og blóðkreppusótt» enda er nú mitt sumar þar syðra, og Englend- ingar þola eigi loftslagið. Buller hershöfðingi hefir lengi verið að leit- ast við að komast yfir ána Tugela, sem rennur austur um land fyrir sunnan Ladysmith, en Búar hafa varið vöðin á ánni. Eins og kunnugt er var Buller vikið frá yfirstjórn hersins fyrir ósigur þann er hann beið 15. des. fyrir Búum við Tugela-ána (við bæinn Colenso); mistu Bretar þar um fjórða part af því liði sem tók þátt í bardaganum, eða yfir 1000 manna. En yfirstjórn hersins hafa nú Roberts marskálk- ur og Kitchener lávarður. Roberts misti einkason sinn í orustunni við Tugela og margir enskir menn af háum stigum hafa fallið í viðureign- inni við Búa. Meðal annars hefir Duflerin mist þar elzta son sinn. Síðustu fregnir segja að Englendingum hafi tekist að koma nokkrum sveitum liðs síns yfir Tugela; óðu sumir ána upp í mitti, og studd- ust við byssurnar, en sumir er mælt að farið hafi á flotbrú. Þetta lið átti þá skamt til Ladysmith, en líklegt að Englendingum hafi ekki enn tekist að bjarga Ladysmith. Ensk blöð bera Búum mjög illa söguna íyrir grimd og siðleysi, en engar reiður mun vera að henda á því; fréttaritarnir reyna sem þeir geta að æsa þjóðina heima á Englandi gegn Búum. Yon eiga Eaglendingar á liði frá Indlandi, Ástralíu og Kaaada, og má búast við að Búar verði um síðir sigraðir, þó hraustir séu, því enginn má við margnum. Englendingar hafa skotið á þýzk, frönsk og amerísk skip, sem hafa verið á leið til Suður- Afríku, af því þeir hafa verið hræddir um, að þau myndu flytja Búum vopn eða aðra hjálp, sem reynst hefir ástæðulaust. Þeir hafa samt orðið að biðja afsökunar, en enn þá var ekki afráðið, hvernig lyktir yrðu á rekistefnu sem varð út af því, að Euglendingar tóku þýzkt póstgufuskip í Delagoa-höfn, sem hafði að færa talsvert af byssum, sem líklega hafa verið ætl- aðar Búum, en skipverjar höfðu þrætt fyrir, að þeir hefðu neitt þess konar meðferðis. Talið víst, að ráðaneytið danska muni fara frá völdum nú bráðlega, en engar spár um það Reykjavtk, 3. febrúar 1900. sem líkiegar séu, hvernig hið nýja ráðaneyti verði skipað. Dánir í Danmörku: Klein, fyrrum ráðgjafi og yfirborgstjóri í Khöfn; kom hingað til landa með konungi á þjóðhátiðinni 1874; Kr. Arentzen skáld og rithöfundur; hafði farið hér um land fyrir mörgum árum og lagt nokkra stund á ís- lenzkar bókmentir. Atyimmleysi í Xoregi. (Úr bréfi frá Kristjaníu). Hér er svo ilt árferði, sem verst getur verið; allir kvarta og kveina; allir hlutir, sem menn þarfnast, eru afardýrir og hækka í verði með degi hverjum. Þessu er eamfara hið mesta at- vinnuleysi, og öll vinna er illa borguð. Meati grúi af fólki hefir enga atvinnu; leitar fjöldi manna burt héðan úr Kristjaníu og margir af landi brott. Þessi borg hefir orðið fyrir stór- hnekki. Gjaldþrot hafa verið svo tíð, að eng- inn dagar hefir svo liðið í haust, að ekki hafi einn eða fleiri farið á höfuðið. — Hér er drep- andi samkepni, gjaldþrot, svik, okur með pen- inga o. s. frv. — Enn fremur má telja stór- brennu þá, sem varð hér föstudaginn fyrir jól, er hér brunnu til kaldra kola stórhýsi, ogskað- inn metinn lx/2 miljón króna. Um torfbyggingar. Á það hefir verið bent á síðustu árum t. d. af Guðm. lækni Hannessyni o. fl. að torfið sé það bygginga-efni, sem nota eigi hér á landi. En þá ætti menn að búa það svo undir, að það væri varanlegt og gæti ekki fúnað, eins og lika hefir verið bent á. — Væri það þarfara en margt annað, sem þingið hefir veitt fé til, að hæfir menn væru styrktir til að læra það sem þar að lýtur. Þessi grein sem hér kemur er um torfbyggingar, eins og þær gerast nú, og þó hún hafi engan nýjan fróðleik að færa, getur hún orðið til þess að hefja umræður um þetta mál. Bitstj. Oft er íslenzku bæjunum við brugðið, hve ó- hentugir þeir eéu og óvaranlegir, og er vana- lega allri skuldinni slengt á torfið. Það er nú ekki hægt að bera á móti því, að víða eru bæ- ir ófullkomnir og ekki samboðnir þessum tíma, að mörgu leyti, en að það sé alt efninu að kenua, verð ég að efast um, og þegar um sveita- bæi er að ræða, þá hygg ég að torfið sé ein- mitt hentugasta efnið sem fæst. Það er okki efninu að kenna, þó bæir almeut séu ráðleysis- Iega og hroðvirknislega bygðir, og af því leiðandi óhollir og óvaranlegir. Hvernig mundu not steinveggjanna verða, ef þeim væri rutt upp eins birðulauslega og torfveggjunnm er alment? Það ættu allir að geta séð, að það kann ekki góðri lukku að stýra, að hrófa upp háum veggjum úr rennblautu torfi, lítið eða ekkert bundnu, og hauga innaní þá blautri og ef til vill möl og leir blandinni mold. Þar að auk láta margir veggina dragast of lítið að sér, jafn- vel hlaða þá Ióðrétta upp. Margir hafa líka þann sið, að hlaða veggina neðst, stundum upp fyrir miðju, af torfi og grjóti, en slíkt er skað- legt, ef ekki er því betri umbúnaður, svo vatn og snjór geti ekki komist inn á milli steinanna, Xr. 4. því þegar það frýs fyrir innan steininn, sprengir það hann út úr veggnum, og þannig munu flestir torfveggir eyðileggjast, að því viðbættu þegar vatn kemst ofan í vegginn, eða veggur- inn er ekki bundinn nógu vel eða látinn drag- ast nóg upp. Þar sem torfrista er sæmiiega góð, hljóta torfbyggingarnar að verða kostnað- ar-minstu byggingar, og geta verið varanlegar ef byggingin er vönduð, og eflaust miklu var- anlegri en timburbyggiegar úr þessu rándýra norska viðarrnsli, sem flutt er til okkar; það eyðileggst vanalega á fáum árum. Ég þekki 50 ára gamla torfbæi alveg rakalausa, og tel ég víst, að þeir bæir með litilli viðgerð gætu staðið önnur 50 árin til. Þó hefir bygging þeirra fráleitt verið vönduð eins og bezt hefði mátt. í vönduðum og skynsamlega bygðum torfbæjum er ekkert rakasælla en í timbur- húsnm. Það er lítið að marka það, þó raki sé í þeim bæjum, eem að mestu leyti eru ráð- lauslega bygðir, eins og því miður á sér ot víða stað. Að byggja alment timburhús á jörðum, sem liggja í kaldakoli, með kargaþýfðum og ógirtum túnum, getur tæpast verið hyggilegt. Fyrst verður framleiðslan að aukast, áður en menn ráðast í að byggja dýr hús. Það verður að sníða sér stakk eftir vexti í þvi sem öðru. Látum efnaða sjálfseiguar menn og em- bættlinga reisa dýr hús, þeir um það, en fyrir efnalitla bændur er það ofraun, því arð- urinn er ekki stór, en útgjöld mikil. Ég uad- antek kaupstaði eða sum sjópláss, þar sem leigja má hús með hárri leigu, en á t. d. 16 hundraða jörð hlunnindalausri, langt upp í sveit, getur ekki verið ábatavænlegt fyrir- tæki að byggja timburhús. Ég set svo, að landskuld eftir jörðina sé 40—50 kr., ef bygt er timburhús á jörðinni; getur það ekki kostað minna, að frádregnu verði jarðarhúsanna, en 3000 kr.; vexti af þessum höfuðstól geri ég ekki nema 3°/„; það verða þá 90 kr. á ári, sem eftirgjald jarðarinnar eykst. Hver verður svo afleiðingin af því? Sú, að jörðin byggist ekki með 130—140 kr. Iandsskuld. Eins verð- niðurstaðan, ef á að selja jörðina. Ég gjöri ráð fyrir, að áður en húsið væri bygt seldist jörðin fyrir 1600—2000 kr., en flestir mundu hugsa sig um áður, en þeir legðu út fyrir hana 4600—5000 kr., þó þetta litla timburhús fylgdi henni. Nokkrir halda fram sementssteypu til húsa- bygginga, en það er um hana að segja, að hún hlýtur að feyja grindina, ef steypan fellur að henni. Það gæti ef til vill nokkuð hjálpað, að bika grindina vel áður og klæða haua með asfaltpappa, en einhlítt yrði það tæpast; steinn- inn gefur ætíð frá sér kulda og raka. Þegar bygður er bær, er það mjög áríðandi að bæjarstæðið sé vel valið, að það sé liart og þurt, og liggi hátt svo öllu vatni veiti frá. Þegar bæjarstæði hefir fengist bærilegt, er grund- völlurinn undirbúinn sem bezt. Ef ekki er hafður kjallari, verður að grafa fyrir undir- stöðunum svo langt niður að frost nái þeim ekki, og jafnvel lengra, ef jarðvegur er Iaus. Þar sem grundvöllur er leirblandinn, scgja menn að bæir séu rakameiri og óbollari; nokkuð getur það hjálpað, að hafa góð lokræsi undir bæjum, og þekja grundvöllinn í búsunum með vel þurru sandlagi, 6 þuml. þykka, og þekja þar yfir með þurru torfi undir gólfið. í undirstöður er haft vel lagað grjót, þar til jafnhátt er grundvelli;

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.