Fjallkonan


Fjallkonan - 03.02.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 03.02.1900, Blaðsíða 2
2 FJA'LLEON'AN. er þá byrjað með torfi, og neðstu lögin ganga vel út á grundvöll að utan, evo vatn geti ekki runnið undir vegginn að utan, því ef þoss er ekki vel gætt, verður bærinn óverjandi fyrir raka. Neðstu lögin þarf að hlaða eingöngu úr þurru torfi, þar til komið er */2 aliu frá grund- velli; innan í allan vegginn er áríðandi að hafa sem mest af þurru torfi og mold til að jafna misfellur, en strengir og hnausar, sem hafðir eru í veggina, mega vera hálfdeigir, svo hægra sé að fella þá saman og skera utan af. Innri hleðslan þarf að hlaðast frá grundvelli og upp- úr, 6—12 þuml. hærri en sú efri, og er nauð- synlegt að sítyrfa þvert yfir vegginn á hverri alin sem hann hækkar, svo alt vatn, sem kann að koma á hann, sígi út úr honum, en renni ekki innúr, eins og oft mun eiga sér stað. Gott er að láta veggi dragast að sér, eða flá sem mest uppfyrir miðju, og mun ekki veita af 4 þuml. á hverri alin, en á neðstu alininni fyrir ofan grundvöll að utan þarf veggurinn að flá miklu meir, vegna þess, að ytri brúuin gengur langt út fyrir grjóthleðsluna. Efsta J/2 alinin í veggn- um ætti að hlaðast eingöngu úr torfi, svo ekk- ert vatn geti sigið niður í hann, og engin þörf er á því, að veggurinn sé dreginn efst; þar má hann jafnvel slúta nokkuð. Þeir torfveggir standa bezt, sem eru, þegar horft er á endann á þeim, þannig í laginu %.• Þess verður að gæta, að húsgrindur séu lausar við veggina, en iítið má bilið vera efst og neðst, og nauðsyn- legt er að bika fótstykki, stafi og lausholt. Fornmenn brendu sperrutær og bitahöfuð, og hélst ófúið svo hundruðum ára skifti. Kjallaralaus hústótt úr torfi 18 áln. löng, 6 áln. breið og 5 áln. há, kostar að meðaltali tæplega meir, ef byggingarefni er nálægt, en 80 til 100 kr. þó vönduð sé. Ég skal setja dæmi: Að taka upp grjót að haustinu í undir- stöður geri ég 2 mönnum á dag, fæði þeirra og kaup geri eg 1,50 kr.................kr. 3,00 Að draga grjót heim að vetrinum geri ég 2 mönnum með 1 hest í 2 daga. Kaup og fæði fyrir manninn á dag 1,50........................ Kaup fyrir hestinn á dag 1,00 . Af hnaus þarf að líkindum 3200, af streng (hálftorfi) 800, og af torfi 700; að losa það úr jörðu og breiða til þerris, geri ég 2 mönn- um í 5 daga að vorinu; kaup og fæði mannsins á dag 2 kr. .* . Að flytja efnið að hússtæðinu geri ég 2 mönnum með 10 hesta í 3 daga. Kaup og fæði mannanna á dag 2 kr.......................... Kaup fyrir hestana................ Að hlaða tóttina geri ég 3 menn á 8 dögum........................... Að rista á húsið, flytja og þekja með 3 þökum, geri ég 2 mönnum á 3 dögum*........................ Kaup fyrir 9 hesta í l1/^ dag 4,50 og íytir verkfæraslit 5,00 kr. Er þá alt torfveikið að meðtö’dum grjótundirstöðum..................kr. 127,5o Yið þennan reikning, sem ég hygg að fari ekki langt frá því rétta, ef aðflutningar eru ekki því erfiðari, er það að athuga, að ég hefi gert ráð fyrir 2 gaflhlöðum, en ef timburgafl er hafður i öðrum eða báðum endum hússins, lækkar reikningur þessi um 20—40 kr. Svo má hafa tillit til þess að margt af því sem hér er reiknað tii peninga, getur bóndinn látið heima menn sina gera þegar lítið er um önnur störf, og ég ímynda mér, að margir bændur mundu hugsa sig um áður en þeir gengju að því að borga 120 kr. fyrir það, þó einhver byðist til að byggja aðra eins tótt hjá þeim fyrir þetta verð. Kjallara hefi ég ekki nefnt eða gert áætlun um, því þeir munu vera líkt kostnaðarsamir, hvort sem er bygt ofaná þá úr torfi eða timbri. Bbndi. — 6,00 — 2,00 — 20,00 — 12,00 — 15,00 — 48,00 — 12,00 — 9,50 Alþingisrímur. Önnur ríma. Nú skal byrja braginn á Beuss. hinum gamla; mest á þingi þótti sá þjóðsköiungur bramla. Þung var röddin, römm og snjöll rétt sem ofsa-veður, eða hrynji hæstu fjöll heljar-skriðum meður. Liðs fyrir þing sér leitaði’ hann um landið var á hlaupum, en berserk að eins einn hann fann í þeim mauna-kaupum. Karli var það um og ó út á fari tveggja stjórnmálanna’ á saltan sjó í svarta roki’ að leggja. Valtýr undir Lómsey lá laust í rómu harða; Nellimanni fékk hann frá feyki-mikinn barða. Trjóna’ á dreka gein við grá gráðugu Hildar róti; mátti stæltan stálkjaft sjá standa fjöndum móti. Rafmagnsljós ei lýstu þar lýðum Valtýs snjöllum, er. mýraíjósið magnað bar mikla birtu öllum. Lauga mun eg minnast á, mesti jötunn var hann; ægilega ygli-brá andlitssvartur bar hann. „Grenjaði voða-hljóð rueð há“, hnefum skjöldinn barði, dreka Valtýs djarfur sá drengilega varði. Glæsimenni Valtýr var, af virðum flestum bar hann; þó um hann þytu örvarnar aldrei smeykur var hann. Orða hremsur þutu þétt, þrumdi’ í mælsku tólum; stjórnarskútan leið fram létt líkt og vagn á hjólum. Gramt var Lauga i geði þá, gráðugur valköst hlóð hann; meir en fyrr var biksvört brá, blóð í kálfa vóð hann. Honum vits mun frýja fár, en íremur um græzku mundi grunaður sá kappinn knár; hann korast í laud á sundi. Spýttust „eiturormar“ þá út úr Guðjóns túla; og engir brandar bitu á berserkinn í Múla. Landshöfðinginn lagði frá löngum hríðum mála; fús hann leggur aldrei á ísinn slétta’ og hála. Nú var Bensa brjóstið þreytt, beygði karlinn mæði, en Valtý hann ei hræddist neitt, hjaitað sló af bræði. Bleki spúðu berserkir, beittir pennar flugu, mála-oddar eitraðir inn í björtun smugu. Hné þá Bansi helveg að, hetju mæddi elli; eins og Hannes Hafsteinn kvað hélt þó kappinn velli. Þá varð mikil þjóðar sorg, þá vóru’ augu á floti, gnístran tanna í glæstri borg, grátur i Tobbukoti. Minna Gustav Adolf á afdrif kappans snjalla, sem við Lútzen sverði brá með sigri’ en hlaut að f&lla. Það er gott að falla’ að fold fyrir ættjörð sína; látins yfir lágri mold Ijúfar stjörnur skína. Lofaður mun hann ekki um of, afrek hans og geðið, úr því Hannes Hafsteinn lof hefir um hana kveðið. Valtýr uudan halda hlaut, hraustur seint þó flúði; upp á drekanu Einar „graut“ ákaflega spúði. Kvað þá Valtýr: „Örvænt er ekki’ um landsins bjargir, svo sem Nelli eagði mér, sjóli’ og ótal margir“. Lauk þá rómu, einskær ást til ættlands sást þar skína, þar sem enginn, enginn brást elsku’ og rækt að sýna. Enda læt eg óðsmíði, en aftur hef eg kliðinn, þegar Valtýs vitjaði vinur aldinn liðian. Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) Greifinn gekk á undan með Ijósið i hendinni. Þá varð fyrir okkur járnvarin hurð, sem greif- inn lét upp á gátt. En þá komum við inn í stofu; þar var Ijós inni og dúkað borð, en eld- ur logaði á arninum. Greifinn gekk inn í áttstrendan afkiefa gluggalausan. Þar lauk hann aftur upp hurð og bauð mér inn i stórt herbergi. Þar var svefnherbergi, og loguðn tvö vaxkerti á botðinu í silfurstjökum, og þar logaði líka vel á arnin- um. „Þér eruð þreyttur", sagði greifinn; „þér vil- jið ef til vill laga yður dálítið til, áður en þér farið að borða, en ég bíð yðar yfir í stof- unni“. Ég gerði sem hann sagði og flýtti mér síðan yfir um. Kvöldmaturinu stóð á borðinu. Greifinn bauð mér sæti og sagði: „Gerið svo vel að borða það sem þér hafið lyst á. Þér verðið að afsak t að ég borða ekki með yður; ég hefi borðað kvöld- matinn“. Ég rétti honum bréfið frá húsbónda mínum, Hawkins máiaflutningsmanni. Hann las það og rétti mér það síðan með atúðlegu brosi. Mér þótti líka gaman að bréfinu. Það hljóðaði svo: Herra greifi! Ég er því miður svo þjáður af gigt, sem ég á vanda fyrir, að ég get ekki tekist ferð á hendur að sinni, en til allrar hamingju get ég sent ann&n í staðinn minn, sem ég treysti fylli- lega sem áreiðaniegum og duglegum manni. Það er ungur lögfræðingur og mjög efnilegur, sem ég hefi þekt frá b&rnæsku og er nú aðstoð- armaður á skrifstofu minni. Ég get algerlega ábyrgst, að hann hefir beztu þekkingu til að bera, auk þess sem hann er þögull eins og steinninn, og getið þér því, að öllu leyti samið við hann um húskaupin. Ég hefi sagt honum fyrir, og sjálfur hefir hann líka aflað sér allrar uauðsynlegrar fræðslu til undirbúnings ferð- inni. Ég mæli því sem bezt með honum og er yðar með virðingu auðmjúkar Pétur Hawkins.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.