Fjallkonan


Fjallkonan - 24.03.1900, Qupperneq 1

Fjallkonan - 24.03.1900, Qupperneq 1
Kemur út einu sinni i viku. Vorð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/j doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). bændablað Uppsbgn (skrifleg)bund- in við áramót, ögild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda haíi bann þá borgað biaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. Reykjavík, 24. marz 1900. Nr. 11. XVII. árg. Landsbankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á miðviku- dögnm og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar, kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Viðsjált Yopn. „Þú hefðir átt að heyra, lagsi, hvað ég sló hann fallega af laginu í gær!“ „Hvernig fórstu að því?“ „— Jú, ég sagði, að honum færist ekki að láta mikið yfir sér, þar sem hann hefði setið í tukthúsinu í 7 máuuði fyrir sauðaþjófnað“. „Það var fyndið af þér og vel af sér vikið; gat hann sagt nokkuð við því?“ — „Nei, hann blóðroðnaði út undir eyru og labbaði þegjandi á burtu“. — — — Það er ekki langt siðan ég hlust- aði á þessa samræðr, og marga slíka hefi ég heyrt fyrri. Eg hefi mörgnm sinnum séð á- hrií íslenzkra brigslyrða, séð þau beygja höf- uð þess, er þeim hefir verið beint að, og þann bera höfuðið hróðugan yfir fyndni sinni, sem sendi þau. Svo langt hefir siðmenning vorri þokað á- fram! Héttlætisfinningu almennings er ekki full- nægt með því, að refsa afbrotum náungans, svifta hann réttindum mannfélagsins, ef því verður við komið, — nei, hún krefur þess, að hann sé látinn finna sáran til þess við hvert tækifæri, sem að hendi ber, — hún heimtar, að hanngangi þrælbeygður undir okalmennings- álitsins og þoriekki upp á nokkurn mann að líta. Þess er ekki gætt, hvort þetta hafi betr- andi eða spillandi áhrif á manninn; bara að sýna þessum „dóna“, að hann sé afhrak ann- ara, að hann hafi fallið í þá gröf, sem hann geti aldrei hafið sig upp úr, og ekki hvað sízt, hve miklu hærra maður sjálfur standi, sem aldrei hefir verið hremdur af laganna gír- ugu klóm. En menn geta líka brugðið upp í sig brigslyrðum, þó að sá hafi ekki liðið hegn- ingu að lögum, er fær þau, — smáyfirsjónir, óhöpp og glappaskot, loginn óhróður, jafnvel likamslýti og gæfubrestur gefur þeim alloft tilefni til brigslyrða, er tamt er að hafa þau í munni. Þess er ekki gætt, að þessi sár og meiðsl á sómatilfinningu og sjálfskend annara eru drápshögg á tilfinnningaríkt hjarta, og brigsl eru ef til vill þau vopn, sem verja því öllu framar, að fallinn maður eigi sér endurreisn- ar von. í stað þess að vekja hjá honum traust á sjálfum sér og trú á viðreisn sína með því að sýna honum traust og bróðurhug, vekja menn fyrirlitning hjá honum og van- traust á sjálfum sér; hann veit að hann er álitinn þorpari: hugsun hans er leidd afvega, og honum þykir ilt að heita strákur og vinna ekki til þess. Einmitt þetta hefir gert fleiri að glæpa- og misindismönnum, enmenngera séríhugarlund. Þessi brigslmælgi er þjóðlöstur meðal Is- Iendinga, svívirðilegur löstur, sem siðmenn- ingarlöndin blygðast síu fyrir. Brígslyrði eru alls ekki fyndni; þau eru &f~ kvæmi fyrirlitlegs hroka og hugsunarleysis skammsýnna eða illgjarnra sálna. Þau eru kvalahjól, sem göfugar tilfinningar þrekminni sálna eru nístar við og drepnar á í fæðing- unni. Yinir mínir, — þið stingið sjálfsagt þessu blaði upp undir sperru og gleymið því sem ég segi, en munið samt eftir einni reglu og fylgib henni: „Q-erðu það aldrei öðrum, sem þú vilt ekki að þér sé sjálfum gert!“ Max Mystifax. Hagfærilegar kenningar, I. Skilyrði fyrir því að kenning komi að liði er að hún sé hagfærileg (= praktisk). Að öðrum kosti er hún þýðingarlaus og jafnvel verri en engin, hversu fagurt sem hún hljóðar. Slikar kenningar eru‘ þó mjög tíðar í ræð- um, bókum og blöðum. Það eru músabjöllu- ráðleggingar, sem engum kemur til hugar að taka nokkurt tillit til. Menn haf'a það þegar á með- vitundinni, að þetta er óhagfæriiegt. „Svona og svona ætti það og það að ver&“. En hversu fara skal að, til að láta það vera svona — ekkert um það! Eitt dæmi: „Þ“. er að kenna „heyásetning og heysparnað" í Fjallk. nýlega. „Hugsunar- háttur almennings þarf að breytast, . . . Hor- feílisandinn lifir meðan menn öðlast ekki meiri sómatiifinning og dugnað til að safna heyjum“, segir Þ. Ekkert um það, hversu að skuíi fara til að fá hugsunarhættinum breytt eða til að „öðla8t“ þetta. Flestir, er um heyásetning og horfeili rita, sprengja sig á því að tengja í halarófu sem flest og gífurlegust ókvæðisorð um ástandið sem er, lýsa því sem verst, og skella allri skuldinni á bændur, er fyrir áföllunum verða. En fáum dettur í hug að leita að orsökunum, eða benda á hagfærileg ráð til að bæta ástandið. Bóndi, er búið hefir yfir 40 ár, og nú er talinn í fremstu röð í sinni sveit, hefir sagt mér bú- skaparæfisögu sína: „Við hjónin vorum bæði vinnuhjú á þrítugs- aldri, þegar við tókum saman. Eigurnar vóru Iítið annað en nokkurar kindur, er ég átti, hafði fengið í kaupið og svoleiðis. Ég tók heima hérna, því hér er álitið fremur gott fyrir kind- ur, þó slægjur væru rýrar. Ekki hafði ég efni til að halda hjú né kaupafólk, nema það allra minsta framan af búskapnum; börnin bættust árlega, og margt var erfitt í þá daga. En ég treysti á það fremsta með að setja á heyin, og notaði hagana eins og unt var, og kom þannig upp skepnunum smátt og smátt. Það kom fyrir, að ég komst í hann krappan með hey, og dá- lítið hrofnaði af hjá mér einstaka vor, en miklu oftar fór alt vel, og þannig komst ég í álnirn- ar og fór að geta haldið hjú. Börnin stálpuð- ust og komust til vika. Eftir 12 ára búskap á hálfri jörðinui sá ég mér fært, er tækifæri bauðst, að taka hana alla, og hélt úr því oftast 2 vinnumenn og 2 vinnukonur. Eftir 18 ára búskap fór ég að geta keypt slæjur i viðbót við það sem jörðin gaf af sér, og nú síðastliðin 20 ár hefi ég ekki orðið fyrir heyskorti. En (bætti maðurinn við) me.rgir bændur eru á liver- jum tíma í líkum kringumstæðum og ég var fyrstu búskaparáriu. Og nú sækir í það horfið fyrir almenningi. Fólksh&ldið borgar sig ekki, og menn mega aftur fara að búa einir með konu og börnum, ef þau þá eru ekki orðin of dýr líka. Það er alda, sem gengur yfir, en ég býst við að bráðum komi „lag“ aftur. Ég get aldrei láð þeim, sem vilja bjarga sér, þó þeir stund- um tefli nokkuð djarft — ekki fífldjarft. Sá sjómaður mundi ekki verða aflasæll, er sífelt setti það fyrir sig, að hann kynni að stofna sér í hrakuing eða lífsháska, ef hann reri til fiski- leita". Og þannig er búskapar-æfisaga bænda yfir- leitt. Þar má finna orsök og afleiðingar: á- standið eins og það er. Ráðið til &ð fá því breytt er ekki að fáryrðast út af horfelli og skamma bændur fyrir óforsjálni og ódugnað. Þar duga ekki orðin tóm, hversu stór og „slá- andi“ sem þau eru. Margoft hefi ég bent á það, að ráðið til að bæta hugsunarháttinn, skerpa sómatilfinniuguna sé ekki að gefa út hegningarákvæði hver á önu- nr of&n, heldur að umbuna hid góda. Ástæðulaust er að brigzla bændum um, að þeir sýni ódugnað í að afla heyja. En það er víða erfitt fyrir fáliðaða að afla nægra lieyja; það vita þeir sem reyna. Ráðið til að gera mönnum auðveldara að afia heyja með fáu liði er að rækta landið. Það er ekki hlaupið að þvi á svipstundu, að bæta ástandið með þessum ráðum, en það má takast, því fyrr, sem fyrr er byrjað. n. Heysparnaðarkonningar „Þ.“ eru álíka óhag- færilegar: „Að blanda saman grastegundunum á sumrin“ — það er lafhægt að segja og skrifa — en hvernig verður frarakvæmdin? Slá, raka, þurka, sæta, binda, flytja heira sína stund- ina hvað: niður í mýri, úti í brekkum, uppi á heiðarflóa, leysa sína sátuna ef hverju, já þá fæst sambland af mýrgresi, vallendisgresi og rauðúlfi í hlöðuna; em af 2—3 menn með 3—4 hesta eiga að vinna að alt að þessu, er hætt við að fár fénaður yrði settur á heyskapinn „náðarárið“, þegar þriðjungur heyjauna á að vera óeyddur eftir vetrarlanga innistöðu! Fiestir hagfærnir heygjafamenn munu blanda saman heytegundunum á þann hátt, að leysa eða hrista þær saman, gefa sitt lagið eða sitt málið af hverjff o. s. frv. En „Þ.“ kennir enn fremur „að hrista heyið sem minst“. Vanir heygjafa-menn vilja margir láta hrista hey sem bezt, og mælir margt með því: að slá það úr flyksum, svo síður slæðist af jötu, og slá úr því myglu og móðu, blanda mismunandi togund- um saman m. fl. „Þ.“ bendir okki á aðferðina við að leysa hey svo sem minst þurfi að hrista það, og ástæða hans er léttvæg. Sé næringar- efni í sallanum, finnur skepnan það og nær því með tungunni úr jötuuni, sé það borið i hana. Faðir minn þótti raunvitur1 og hagfærinn bóndi. Hann leysti heyið með stöllum, sló með ‘) raunvitur = sá er reynslan gjörir vitran.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.