Fjallkonan - 24.03.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONAN.
3
gæddur, stSðuglyndi og sparsemi að passa upp á heilsu
sína og so framvegis. Fylgi eg henni so út að Drangs-
hlíðargnúp, og þar að skiinaði hétum við hvort öðru
bo staðfóstum vinskap og trygðum, að hvort skyldi öðru
til liðs og hjálpar koma í öllu því við gætum og hvort
kynni til annars leitandi að verða. Skildum við so eftir
þessa heitstrenging. Hún giftist so þessum presti. Eg
átti þar eftir ferð að Hlíðarenda. Segir landþingsskrifari,
föðurbróðir mad. Helgu, að Saurbær Bé tilfallinn; standi
það i vegi, að Sra. Birni sé ei veitt það kali af stift-
amtmanni, hjá hverjum hann hafði um eitt ár eða þar
um bil þénari verið, að þeir vissu aí kóngsbréfl því er
innkomið væri, að eg skyldi hafa það fyrsta prestakall
sem til félli. Eg Bvara: „Þð eg sé þeim presti lítið
kunnugur, so skal hann nú njóta mad. Helgu kærustu
sinnar, því eghefi lofað henni öllu því mér væri mögu-
legt að gera henni til liðs, og skal eg ei um það sækja,
og látið þér þessi mín orð sem fljótast berast til þeirra“.
Hann segir: „Ærlega og vel er þetta gert, og fyrir
þau vel munandi" — með enn fleirum orðum. FékksoSra.
Björn án tafar greint prestakall. Fann eg þau síðar á
Þingvöllum. Yóru þau þá í rúmi sínu einn morgUD í vel
hressu standi. Minnumst við á fornar viðræður. prestur
slær upp í gaman og segir: „Nú hefir kona þessi feng-
ið þá lækning, er þú sást og sagðir hún þyrfti við“. Eg
óska henni langæðrar (réttara: langærrar) lukku með þann
læknisdóm. Bjóða þau mér til sín þá, eða einhverntíma
eg væri á ferð, til lystisemi. En eg kvaðst mundi heim-
sækja þau ef mér lægi á þeirra liðveizlu og þau gætu úr
ráðið; hverju þau vel tóku. Meðan við áttum þessar
umræður, þá sat þjónustustúlka þeirra an(d)spænis móti
mér, sem hatði mjög hreint og þægilegt yfirbragð, so eg
fékk góðan geðþokka til hennar, því mér sýndist hún
búa yfir góðu geðslagi. Vissi eg ei fyrr en síðar, að þetta
var ættingi minn, og hét Kristín Sigurðardóttir. Hver
endalykt varð á þessu vinfengi varð síðar bú raun á, að
fallvalt er að reiða sig upp á höfðingjana á stundum og
velgerðir launast oft eí eftir verðugleikum. (Frh.)
Makt myrkranna.
Eftir
Bram Stoker.
(Framh.)
„En dætur vorar“, sagði hann, „hafa giftst
út úr ættinni, þegar þær hafa ekki getað fengið
ráðahag meðal frænda sinna, og af þvi þær
hafa æfinlega verið kvenna fríðastar, hafa fjar-
skyldar ættir tengst við okkur — helztu ættir
í Evrópu, þótt naumast hafi þær ættgöfgi á við
okkur. Hún þarna uppi“, sagði hann og
hneigði dálítið höfuðið til myndarinn&r, „hún
var frá barnæsku ein af þeim sem hafa hjörtu
mannanna á valdi sínu, og iék sér að þeim eins
og barnið leikur sér að vínberjum áður en það
aýgur úr þeim vökvann —“.
Hann smeygði handleggnum undir handlegg-
inn á mér og fór að leiða mig fram og aftur í
salnum og sagði svo:
„Hún giftist ung austurríkskum manni, fnrsta
— nafnið kemur ekki málinu við — þér getið
lesið það í mörgum bókum, ef þér viljið, þvíhún
gerði það frægt —“.
„Hún skildi, að hver sú gjöf náttúrunnar sem
manninum er veitt í fylsta mæli, er sama sem
vald. Listfengi, hreysti, hyggindi og fegurð
— það er alt vald! Það gengur í arf mann
frá manni, vinur góður; náttúran er sívinnandi,
vinnur stöðngt að því að geta framleitt eitt-
hvað fullkomnara og fullkomnara, eyðir miklu
efni — fleygir burtu og velur; það sem er
minna máttar verður að leggja fram sinn hlut,
og fara síðan — á sorphauginn". Hann veif-
aði hendinni eins og hann fleygði einhverju frá
sér og svipnrinn varð grimdarlegur; þar var
ekki að sjá minsta snefil af mannlegri tilfinning.
— „En svo“, sagði hann, „hepnast hið langa
starf, — ef til vill einu sinni eða tvisvar í
einni kynslóð — og ættin blómgast — úrvalið
kemur fram-------Hann átti bágt með að
koma fyrir sig síðustu orðunum, því þó hann
hefði á takteini undraverðan orðafjölda úr ensku
varð honum orðfall þegar hann talaði í á-
kafa. — „Hún þarna uppi“, sagði hann, „hún
hafði máttinn, og því hafði hún rétt til að
drotna. Hún hafði alt. tii að bera. Fríðleikann,
eins og þér sjáið, vitsmunina og scildina —
ættgöfgina og viljann og máttinn. Og hún hafði
forlög ríkjanna í hendi sér, þótt fæsta grunaði
það. — Þjóðhöfðingjar, kóngar og keisarar lágu
við fætur hennar eða í faðmi hennar, því húu
vissi það fulível, að sú kona, sem hefir það tií
að bera, sem ekki verður keypt fyrir alt ver-
aldarinnar gull, hún getur gert alla að þrælum
sínum — bljúgustu þrælum, sem hún getur
vafið um fiugur sér af því að þeir ímynda sér
að þeir eigi hana! Ó, fallegu hendurnar henn-
ar hafa haldið í þræðina, í taumana. Allir
hafa verið dansandi brúður í hendi hennar.
Hún kunni að drotna og hún vissi, að þ&ð er
æðsta mark lífsins“.
------„Hún varð snemma ekkja“, sagði hann,
„Maðurinn hennar veslaðist upp — hann var
vesalings garmur frá barnæsku, þó hann væri
af aðals ætt“, sagði hann og hló með fyrirlitn
ingartón. „Það var sagt henni þætti vænt um
hann — hann var laglegur piltur — myndin
af honum er þarna, en ást vorra kvenna er
sem oyðandi eldur og hann — hann bráðnaði
upp af henni eins og vaxkerti, sem fleygt er í
loganda bál. Yið sem erum af Draculitz ætt-
inni, af aðalkynstofni Szekelanna — við teljum
ætt vora langfeðgatali frá Húnum hinum fornu,
sem æddu eitt sinn sem eldur í sinu yfir Ev-
rópu og eyddu löndin mannfólkinu. Sagan
segir, að Húnar væri afkomendur skýþískra
töfrakvenna, sem vóru gerðar landrækar og
bjuggu síðan úti í skógum og vóru í þingum
við púkana. Þessi munnmæli eru sem hver
önnur þess kyns, en enginn púki eða töframað-
ur hefir verið meiri eða voldugri en Atli, for-
faðir okkar, og er því ekki kyn, þótt við nið-
jar hans hötum og elskum af meira krafti en
aðrir dauðlegir menn. — En ég er nú kominn
langt frá efninu.--------“
„Hún varð ekkja, en þér getið því nærri, að
slíkir smámunir gerðu annari eins konu hvorki
til né frá. Enginn sagnritari hefir nokkurn-
tíma rent grun í, hve mikið vald hún hafði, og
því verður sumt aldrei fullskýrt.--------Ég gæti
nafngreint menn, en þess gerist engin þörf.
Þeir sem þekkja til — þeir eru ekki margir
— geta saunað, að varla er getið nokkurs
pólitisks viðburðar frá þeim tíma, sem hún átti
ekki einhvern þátt í — það má rekja einhver
tildrög flestra þeirra til dyngju hennar — þar
var hún drotning, og þaðan stjórn&ði hún í
kyrþey. Takíð þér nú eftir! Þvílíkt líf! Eng-
in önnur lög en ástanna og sjálfsviljans — —
— Þessi mynd var máluð í París tveimur ár-
um áður en Napoleon var krýndur — - - en
það var nokkrum árum síðar sem hún hitti i
Vin mann, sem var af sama bergi brotin og
hún, af Draculitz-ættinni. Hann var að áratali
yngri en hún, en aðrar eins konur og hún
eldast aldrei. Hún var fríðari en nokkru sinni
fyrr, og hann var ólíkur öllum þeim sem húu
hafði áður felt hug til, maður af sama eðli og
hún. Það var eins og þegar tveir eldar mæt-
ast. Æ, þið kaldskynsömu vesturlanda börn,
þið þekkið ekki þær ástir, svo rammar sem
beiskasta hatur, kossa sem brenna eins og gló-
andi járn og faðmlög-----------Ekki meira um
það. Hún giftist honum og fór með honum
heim hingað í hið gamla höfuðból ættarinnar
— það var þá ekki eins hrörlegt og nú — og
hér vóru þau saman i einu báli--------------bæði
vóru þau sköpuð til að drotna. Ef þessir gömlu
veggir gætu talað, mundu þeir geta sagt frá
mörgu, sem ykkar svölu ensku dygð dreymir
ekki um — sem ég líka kann að meta, því hún
er líka vald, — en við Atla börn erum sannlega
annars eðlis en þið. — Æ, yður ieiðist eftir
að heyra sögulokin. í yðar ensku bókum hefi
ég lesið um eilífa ást — ég læri ef til vill að
skilja það orð, þegar ég kem til Lundúns, nú
veit ég ekki hvað það merkir eða skil ekki þá
merkingu, sem þið hafið í því. Ástin á sér
aldur sem blómið á enginu; þegar hún hefir
náð fullum þroska, kulnar hún fljótt út. En
svo kemur aftur vor, en ekki sama blóm, eða
af sömu rót. Þetta eru náttúrulög. Þegar logi
geðshræringanna stondur sem liæst, er þeim
hættast við að slokna út. Hér fór eins og
vant er; einn góðan veðurdag var eldarinn út-
brunninn, — að minsta kosti hjá heuni. Húu
var ein af þeim“, — hann lægði róminn svo
hanu varð að dularfullri hvíslun — „ég skal
segja yður, vinur, að hún var ein af þeim, sem
hafði of margbreytt líf í sér til þess að geta
átt einn mann. Slíkar verur eru til — ekki
meira um það. Hún fékk sér elskhuga —
laglegan pilt hérna úr fjöllunum — óbreyttan*
bónda, sem þér munuð kalla, en vér Szekelar
erum allir aðalsmenn. Það var engin minkun
fyrir hana, og það átti maðurinn hennar að
skilja og lofa henni í friði að lifa sínu lífi eins
og hún hlaut að lifa. En hann gerði það samt
ekki. Það var mikil yfirsjón af honum. Hún
var þó konan hans, stjórnaði heimili haus eius
og hefðarkonu bar. í einu orði: hún gerði
houum sóma og húu gerði skyldu sína við hann
— hitt kom honum ekki við“.
„Kom honum ekki við“, varð mér ósjálfrátt
að orði.
„Ails ekkert, kæri vinur, kærleikurinn er
frjáls. Hann er óviðkomandi öllum öðrum
skyldum og atvikum. í ætt okkar hefir það
það ætíð verið gildandi lögmál. Það var eins
og ég sagði mikil og glæpsleg yfirsjón af konum
sð vilja ekki viðurkenna þetta. Ef til vill
hafa geðshræringarnar ekki verið bruunar út
hjá honum sem henni. Það lifði enn í glæðun-
um hjá konum. Getur verið, — og það skýrir
breytni hans þó það afsaki hana ekki. — Hann
fór sanulega ekki að ráði sínu sem aðalamanni
sómdi, keldur eius og óbreyttur maður. Haun
lét svo lítið að njósna um háttu hennar og
elskhuga hennar, — eitt kveld kom hana að
þeim óvörum, og áu þess að sjá, hve ósegjan-
lega hlægiiegt það var, að vilja taka að sér
að leika táldreginn eigiumann — sem var svo
langt fyrir neðan virðingu hans — þá leyfði
hann sér að hefna sín. Og hvernig haldið þér
hann hafi gert það, kæri vin? — Það var ó-
neitanlega nógu fyndið — hann lét blátt áfram
negla fyrir hurðina á herbergjum greifyDjuuu-
ar og lét þau vera þar alein. — Ekki til að
svelta í hcl; þau skorti hvorki mat né drykk;
það er sagt, að hann sæi um það sjálfur. Allir
þjónarnir vóru látnir fara burtu nema einn,
sem var houum trúastur og handgengnastur. —
Það varð hljótt i köllinni sem í dauðs manns
gröf. Getið þér sett yður elskendurua þarna
inni lifandi fyrir hugskotssjónir? Ég ímynda
mér, að þau hafi í fyrstunni lifað eins og þau
væru í Paradís — því hún var alt of stolt til
vita, hvað hræðsla er — og konum aumingja
drenguum hefir líklega fundist hann vera auð-
ugri en kóngur þegar hann átti hana. En greif-
inn vissi fullvol, hvernig hann mundi geta
komið hefndinni fram. Hann þekti hana og
hinn eyðanda loga geðshræringa hennar, og hann
vissi að elskhugi hennar væri eitt af þeim
vaxkertum sem bráðnaði við slíkan hita,--------
eins og fyrsti raaðurinn hennar hafði gert —.
Sumir deyja, sumir verða brjálaðir — veslings
duglausu garmarnir — greifinn beið eftir sínum
tíma. Það liðu nokkrir mánuðir. Þá var það
eitt kveld, þegar tunglið var í fylliugu, að
glugga var lokið upp í læsta herberginu —
einmitt í litla turnherberginu þarna í suðaustur
— og það var sagt að þaðan heyrðist voðahljóð
eins og brjálsemis hræðslu-óp: „Hjálpið mér,
hjálpið mér, hún drepur mig“.-------Og í næsta
augnabliki var eins og stigið væri í gluggann,
og svo steyptist maðurinn á höfuðið út fyrir.
Hafið þér ekki séð kyldýpið þar úti fyrir ? Þér
sjáið það fyrir utan gluggann yðar; en hérna
ofan úr turninum er hæðin mörg hundruð fet.
— Það var ekki mikið eftir af honum fyrir
mjúka konuarma til að faðma, þegar hann
fanst þarna niðri á milli klettanna“.
(Framh.)