Fjallkonan - 04.04.1900, Side 2
2
FJALLKONAN.
sínum („Hvert fer þú?“): „Sannur krÍBtindóm-
ur er aldrei hávær“.
Pað er nú rétt. En þá er kristindómur
þeirra séra Jóns Bjarnasonar ekki sannur, því
að hann er bæði málugur og hávær.
Þetta er annars einstök grein, aem stendur
utan við flest annað í fyrirlestrinum, það sem
ég tek til umræðu. En höf. hefði átt að sleppa
þessari athugasemd, bæði vegna þess, er ég
nefndi, og svo hins, að allur þessi fyrirlestur
er hæ og hó, hlaup og stöhh út um alla jörð
og allar sveitir íslands.
Aðalefni fyrirlestursins er að færa rök fyrir
því, að íslendingar séu í huignun, að því er
kristindóminn snertir, og þykist hann færa sjö
sannanir fyrir þessari skoðun. Ein af ástæðum
hans er kirknafækkunin og hnignun altaris-
gangna í landinu. Hann segir, að kirkjum sé
einmitt fjólgað í öllum kristnum löndum, nema
íslandi.
En hér fer höf. fljótt yfir sögu, hvort sem
því veldur skammsýni og grunnfærni, eða annað
lakara.
Þvi að á íslandi fjölgar landslýðnum lítið
eða ekki. Engar nýbygðir eru stofnaðar og
þær gömlu færast ekki út. En erlendis þjóta
upp borgir og bæir, og gamlar vaxa út yfir
strjálbýli og auðnir. Það er eðlilegt, að kirkjur
séu öðrum byggingum samferða í kristnum
löndum; og af þessum orsökum er mælistika
höf. ónýt gagnvart íslendingum.
Svo er annað:
Jafnvel þótt stjórnendur landanna séuókrist-
nir í hug og hjarta, halda þeir fémildri vernd-
arhendi yflr kirkjunni — ekki vegna þess, að
kenningar hennar heiili þá eða töfri, heldur af
pölitiskum ástæðum. Sömu orsakir liggja til
þess, oft og tíðum, að kristniboðar eru sendir
suður og austur um lönd. Þeir eiga að ná
fyrstu fótfestu fyrir verzlun og nýlendu-pólitík
kristniboðs-þjóðanna.
Séra Friðrik virðist vera á þeirri skoðun, að
kristniboðun, bæði út á við og inn á við, sé
fegursta blóm og ávöxtur Iifandi, starfandi
kristni. En hvernig stendur þá á því, að þær
sömu þjóðir, sem hata litla fingurinn og litlu
tána í kristniboðsstarfi, hafa höndina og fótinn
í iflanndrápum og blóði þeirra sömu þjóða, sem
kristniboðið er rekið hjá? Með öðrum orðum:
kristniboðsþjóðirnar beita rangsleitinni nýlendu-
pólitik við „heiðingjana11 : ræna yfirráðum yfir
löndum þeirra og auðæfum, frelsi og velmeguu,
kúga þá, ræna og drepa — í sömu andránni
sem þeir þykjast vera að flytja þeim fagnaðar-
boðskap kristindómsins.
Mun ekki mega fullyrða, að kristniboðunin
sé létt á metunum, rýr og mögur, gagnvart
nýlendu-pólitíkinni ?
Mun ekki sú þjóð betur kristin, að öðru
jöfnu, sem lætur náungann í friði með trúna,
og hendur sínar ósaurgaðar af bióði hans og
eignum, heldur en hin, sem gerir alt þetta?
Þótt ég færi nú fram þessar varnir og aðrar
fleiri fyrir þjóð vora, er ekki svo að skilja, að
ég telji hana betur farna, ef enginn finnur að
brestum hennar. En ég álít, að hún eigi að njóta
sannmælis. Það er rangt, að koma þeirri trú
inn í einstaklinginn, að hann sé afhrak allra
annara. Sá, sem missir trúna á sjálfan sig,
tapar einnig virðingunni fyrir manngildi sínu
og innræti, og endir málanna verður að líkind-
um sá, að hann bölvar tilveru sinni og sínu
eigin holdi. En það, að hata sjálfan sig, er í
rauninni yfirlagt, fyrirhugað (ópraktiserað)
sjálfsmorð.
Það er rétt, að altarisgöngur leggjast niður
fyrir þá einu sök, að landslýðurinn missir trúna
á nauðsyn þeirrar athafnar og gildi. — Séra
Friðrik játar, að íslenzku prestarnir séu krist-
nir; en fyrst þeir leggja niður altarisgöngur,
virðast þeir vera á þeirri skoðun, að þær séu
ekki sjálfsagt skilyrði sanurar trúar.
„Á ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“, stend-
ur í ritningUImi- ®u var tíðin, að allir menn
voru til altaris hér á lan(li einu sinni og tvis-
var á ári, og hélzt sá siður til skamms tíma.
En hvar eru ávextir þeirrar miklu trúar ? —
Kringum 1700 voru 40 prestar og djáknar í
Þingeyjarsýslu. Þá hefir víst verið mikil
blómaöld kristninnar hér á landi, samkvæmt
kenningu séra Friðriks. — Árbæknr og sýslu-
skjöl sýna þó alt annað.
Rætur-
Einhver „leikmaður“ hefir ritað um „kristin-
dóm og tímanlega velgengni“ í 3. og 5. töiubl.
ísafoldar þ. á. Ritgerð „leikmannsins“ er eink-
arvel rituð að flestu leyti; enn þó er hún ekki
algerlega laus við það átumein — getsakir og
rangfærslur — sem flest blöð vor eru stórum
sýkt af á síðustu árum, til mikils háska fyrir
hugsunarhátt og alt andlegt líf þjóð&rinnar.
„Leikmaður“ segir svo:
„Eftir því sem þessum háttvirtu kennimönn-
um (þ. e. séra B. Kristjánssyni og séra Zóf.
Halldórssyni) farast orð . . . er það meinleysið,
sem framar öllu öðru þarf að brýna fyrir þeim,
sem eiga að reka erindi Krists. . . . Þeir virð-
ast hugsa sér Krist eins og frámunalega mein-
lausan og góðlátlegan mann .... Að öllum
líkindum halda þeir að það hafi verið fyrir
meinleysi, að hann var krossfestur!“ —
Það sem þessir menn — séra Benedikt og
séra Zóf. — einkum halda fram, er kærleikshlið
kristindómsins, og má vel velja henni tignar-
legra heiti en „meinleysi“. — Ég hefi hvorugt
við hendina — hvorki fyrirlestur séra Zóf. né
ritgerð séra Bened. En fyrirlesturinn er mér
einkum í fersku minni; því bæði erskamtsíðan
ég las hann, enda þótti mér hann eitt hið bezta,
sem um það málefni hefir verið sagt i seinni
tíð. Eftir mínum skilningi var aðalefnið þetta:
að presturinn þyrfti að skilja sinn tíma og
ganga á undan öðrum í trú og góðum siðum.
En sú skoðun er einmitt nátengd „afreksverka-
þránni, sem er svo öflugur þáttur“ — ekki ein-
ungis í „sálarlífi æskulýðsins“, heldur einnig
og einkum í sálarlífi allra endurbóta-manna.
Ég minnist þess að vísu, að séra Zóf. velur
þessari hugsun — að presturinn ætti að vera
leiðsögumaður í bezta skilningi — miður heppi-
leg orð frá mínu sjónarmiði. Hann segir eitt-
hvað á þá leið, að enginn í söfnuðinum megi
standa prestinum framar að þekkingu og kristi-
legri atgervi. Ég hefði kosið hugsunina orðaða
þannig, að sá maður í söfnuðinum, sem mest
hefði af þessum kostum, ætti að vera prestur.
Sá sem hefir mest vit og stærsta hugsjón, mesta
afreksverkaþrá, mestan vilja og mest þrek —
það er hann, sem þyrfti að vera Ieiðsögumaður.
íslenzka þjóðin er að minni hyggju gáfuð
þjóð. Hana skortir ekki vitið, ekki hugsjón-
irnar og ekki afreksverkaþrána. Það sem
skoTtir er viljaþróttur — viljaþróttur og trú,
sem er grundvöllur hans og aðalskiiyrði.
Það er satt, sem þeir segja íslenzku prest-
arnir í Ameríku — því er miður: íslenzku
þjóðinni er að fara aftur — að vissu leyti.
Trúin, sem er eðlisástand í sjálfu sér, varan-
leg nautn, er að þoka fyrir eirðarlausri þrá
eftir stundargleði. Og þetta hlýtur að leiða til
siðspillingar, og jafnvel glötunar á því, sem
bezt er í eigu þjóðarinnar, sé ekkert við því
gert.
Orsakirnar til slíks straums í þjóðlífinu eru
margar, og mér þykir efalaust, að hann verði
ekki stýflaður né honum veitt til baka, eada
sýnist mér, að hvorugt væri rétt. Hið rétta
hygg ég það, að sveigja strauminn úr þeirri
stefnu, sem hann hefir nú. En slík sveigja
getur að eins orðið fyrir trú, og sú trú aðeins
fyrir „innblástur41 leiðtoganna.------
Nú er spurn: Hvað getur þjóðkirkjan gert
í þessu efni? Hvað hefir hún gert hingað til?
Hvaða efni hefir hún á að ná beztu kröftum
þjóðarinnar undir merki sitt? — Ég get ekki
svarað nema á einn veg: Hún hefir hopað og
hún kallar hermenn sína svo að segja með
„einu saman hrauðiu. Alt hennar fyrirkomnlag
er þannig, að það má heita hending, ef hæfi-
leikamaður kemst í prestastétt; og svo er sá
hæfileikamaður reyrður margs konar böndum,
staðlegum og andlegum, sem á ýmsan hátt
draga úr því, að hann geti náð eðlilegum and-
legum þroska og notið sin til fulls, sér og þjóð-
inni að gagni.
Sjái ég þetta rétt — að þjóðkirkju-fyrirkomu-
lagið liggi eins og mara á prestunum og þjóð-
inni — sé það rétt, að prestarnir þekki lítið
og skilji síður strauma tímaus, sé það rétt, að
kenning þeirra fari utan og ofan við líf safn-
aðanna, sé það rétt, að þeir kenni það, sem
þeir trúa ekki nema að einkverju leyti,. sé það
rétt, að þeir kenni börnunum aunað en feður
þeirra og mæður, og að þau þannig í samein-
ingu, hugsunarlaust og í blindni, leggi grund-
völl undir sannfæringarleysi, lífsskoðunarleysi,
viljaleysi, þrekleysi og gæfuleysi einstakling-
anna og þjóðarinnar — sé alt þetta satt og
fleira í sömu átt — þá er það sannarlega þess
vert, að það sé ekki látið þegjandi og afskifta-
laust. - -
------Ekki held ég því fram, að ástandið
sé allstaðar svona hér á landi, heldur hinu, að
svona sé það sumstaðar og að alt færist meir
og meir í þá átt. Þetta hygg ég vaki fyrir
mörgum manni öðrum — líklega einkum ýms-
um, sem nú eru í prestastétt. 0g í þessari
skoðun hygg ég að fríkirkju-hugmyndin eigi
sínar veigamestu rætur.
S. F.
Palladómar um alþingismenn 1899.
y.
Guðlaugur Guðmitndsson sýslmnaður er þing-
maður vestur-Skaftfellinga. Honum ermargt vel
gefiðþað sem bonum er ósj álfrátt og hannhefir
marga góða þingmannskosti til að bera, Hann er
prýðilega máli farinn, talar skipuíega og rök-
iega, og hefir snjallan framburð; hann er
líka áhugamaður og lætur ekki sitt eftir liggja
þegar því er að skifta. Ekki spillir það held-
ur til, að hann er talinn hárfinn íagamaður,
þótt lögfræðingar ættu reyndar ekki að fjöl-
menna á þingi. — Guðlaugur hefir verið ein-
hver ötulasti fylgismaður ráðgjafafrumvarps-
ins eða „valtýskunnar“, sem kölluð er. —
Á siðasta þingi beitti hann sér lítt í því máli,
af því það féll þegar í neðri deild. — Þegar
einhverja þingþraut á að vinna, þykir mikið
undir, að fá fylgi hans.
Á síðasta þingi var hann meðal annars
framsögumaður í klæðaverksmiðjumáiinu og
fylgdi hann því vel fram og á þakkir skyld-
ar bæði fyrir það mál og fleiri. — Hann
mælti harðlega á móti prestagjaldamálinu, sem
hann áleit að væri illa hugsað og yrði til
þess að löghelga yfirgang.
í Arnarhólsmálinu virtist hanu láta óskil-
janlega mikið til sín taka, hvernig sem á þvi
hefir staðið. Það mál virðist þó naumast hafa
snert hann svo mjög. Hann gekk þar ber-
serksgang, og varð ýmist fölur sem nár eða
blár sem Hel, þegar hann helt ræður sínar í
því máli, og sagði hann þó í hjartan3 ein-
lægni, að málið væri einskisvert.
í hinu fræga máli um, að leigja fiskimiðin
undan íslandi, kom hann og nokkuð undar-
lega fram. Eftir því sem séra Einari í Kirkju-
bæ fórust orð á þinginu — og hann er tal-
inn skilorður maður — hafði hann upphaflega
gefið honum vilyrði um, að hann væri ekki
ófús að fara austur í Skaftafellssýslu meðan
á þinginu stæði — fyrir góða borgun auðvit-
að — til þess að bera þetta nauðsynjamál
undir héraðsmenn. En hvernig sem á þvi
hefir staðið — féð hefir líklega vantað — varð
ekkert úr þessum leiðangri, og Guðlaugur
snerist öndverður gegn þessu máli, sem hann