Fjallkonan


Fjallkonan - 02.05.1900, Qupperneq 1

Fjallkonan - 02.05.1900, Qupperneq 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða V/3 doll.) borgist fyrir 1. júli (erlendia fyrir- fram). tJppsögn (Bkrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Afgreiðela: Þing- holtsstrœti 18. XVII. árg. Reykjavík, 2. maí 1900. Xr. 17. Landsbankinn eropinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- Btjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í LandBbankahúsnu, opið á miðviku- dögnm og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spítalannm á þriðjudögum og föstu- dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Allir kaupendur Fjallkonunnar erlondis eiga að borga blaðið fyrir fram. Verðið er (þar) 5 krónur. Þeir sem ekki senda fyrirfram-borgUB, mega ekki búast við því að þeim verði sent blaðið. Stjórnarskrármáliö í síðasta biaði. Ritgerðin í síðasta biaði um stjórnarskrár- málið hlýtur að vekja eftirtekt, meðal annars af því, að hún er rituð af manni, sem er langt frá því að vera fylgismaður dr. Valtýa, en fylgir þó eindregið fram valtýskunni, sem köll- uð er. Þó ritgerð þessi sé vel samin og hafi víðast við góð rök að styðjast, getur Fjallk. ekki verið höfundinum að öllu leyti samdóma. Höf. gerir heldur mikið úr þeim þætti, sem landshöíðinginn eigi í stjórnarskrárbreyting þeirri, sem i boði er — því það er kunnugt, að landshöfðingi virtist upphaflega fremur mót- fallinn henni, eða frumvarpi dr. Valtýs 1897, en það gat líka hafa komið af því, að frum- varpið kom þá leið sem það kom. Þó því verði ekki neitað, að undirbúr.irigur dr. Valtýs til að koma málinu áfram væri nokkuð undirhyggjulegur, þarf það ekki að vera af neinum óhreinum eða eigingjörnum hvötum eða honum sök gefandi á því; siíkt er al-tíít, þegar landsmál eru í brugggerð. En rétt virðist að dr. Valtýr fái að heyra, að jafnvel þeim mönnum, sem vilja fylgja fram sömu 8tjórnarskrárbreyting og hann hefir verið að berjast fyrir, líkar ekki alls kostar aðferð hans, hvorki i því máli né í telegrafsmálinu, sem hann mun heldur ekki hafa bætt fyrir. Raddir almennings. [Allir eru boðnir og velkomnir, að skrifa í þennan bálk Bjallkonunnar. Greinirnar mega vera nafnlausar, en þá verða þær að vera með íangamarki höfundanna nndir. Ritstjórinn ber enga ábyrgð á þessum greinum aðra en þá sem lög ákveða]. „Það eru ekki utanríkismenn, sem eru lands- drotnar Irlendinga'1. Eg finn ekki mun á því, hvort það væri norskir, danskir eða ensk- ir auðmenn, sem hefði ráð á fasteignum lands- ins. Skuldugur maður er varla sjálfstæður fyrir lánardrotni sínum. En afieiðingin af því að stofnsetja hér „stóra bankann“, eins og hann er ráðgerður, mundi verða sú, að útlendir auðmenn eignuðust það af fasteign- um landsins, sem þeir vildu nýta. Það er mikilsvert fyrir hvert sveitarfólag, að þeir sem jarðirnar eiga í sveitinni sóu þar búsettir, því þá hlýtur að fara saman hagur þeirra og sveitarfélagsins. G-agnstætt þessu má benda á, hvert tjón það er fyrir sveitarfélögin, þegar jarðeigend- ur eru utanhrepps. Fyrir hór um bil 80 ár- nm átti Bessastaðahreppur sig sjálfur, þ. e. jarðeigendurnir áttu heima í hreppnum ; þá var þar dugnaður og veisæla. Nú eru flestir jarðeigendurnir orðnir utanhrepps, og hvernig er ástandið þar nú? Þó fleiri orsakir megi finna til hins biga ástands þar, þá er þessi sú alvarlegasta. Annað dæmi er Brautarholt (með Andriðs- ey) á Kjalarnesi. Þessa ágætisjörð er þannig farið með af utanhreppseigendum, að sveitin bíður árlega stórtjón af því, að slík jörð er í hreppnum. Þó eru þetta hérlendir menn, sem njóta arðs af þessum eignum sínum. Enn þá, sem betur fer, er varla að ræða um út- lenda landsdrotna. A 18. öld gengu höfðingjar íslands á hönd útlendum konungi og ofurseldu land sitt út- lendri stjórn. Þeir ætluðu í fyrstu að nota hið útlenda vald til að auka sitt eigið vald. En hvernig fór? Þeir bárust á banaspjót og landið flaut í blóði. En það var af áhrifum útlends höfðingja. Svo óx konungsvaldið yfir höfuð þeim, þar til þeir gátu ekki rönd við reist, en þjóðin var orðin svo tortrygg og beygð af sundurlyndi höfðingjanna, að það er efamál, hvort Einar Þveræingur, slíkur sem hann var, mundi hafa gert nokkurt gagn, þótt hann hefði þá verið uppi, eða á þingi 1262. Loksins ætlaði Grizur jarl að flýja undan óvirðing og samvizkubiti í Yið- eyjarklaustur, er hann sá að öll hans vélaráð urðu ekki einungis ættmönnum hans, heldur og ættjörð, til bölvunar. Gamli sáttmáli varð ekki til af frjálsum vilja, heldur af því að þeir gátu ekki reist rönd við konungsvaldinu. Alþingismenn hafa fullkomlega kannast við ófærleika sinn í þessu bankamáli, með því að þeir frá seinasta þingi biðja stjórnina leið- beininga, sem óg álít að hafi verið rótt, því ekki er að búast við, þótt einhverir nýir þingmenn komi, að þeir, fremur en hinir, verði neinir fjármálafræðingar — við eigum þá ekki til. En þótt tillaga í þessu máli komi frá stjórninni, mun hún að eins eiga við hina fjárhagslegu hlið þess, eins og nú stendur, sem eðlilegt er. Þegar litið er til þeirra breytinga, sem orðið hafa á síðustu 100 árum, þá finst mér það fiefði mátt vera óvenjuleg þekking manns, sem þá hsfði getað tekið þá ákvörðun í fjár- málum, sem skaðlaus hefði verið eða til ábata að stæði óbreytt til þessa tíma. Ég er ekki bankfróður maður, en er á- hyggjufullur um þessa hlið málsins, og vil alvarlega benda þeim, sem yfir eiga að ráða, að ofurseija ekki landið útlendu auðvaldi fyrir ímyndaðan stundarhagnað. (Meira). Guðm. Magnússon. [Hisprentað í síðasta blaði: íslendinga fyrir írlend- inga]. __________ Afturför í bókagerð og prentiðn. H. Eg ætlaði mér ekki að eyða fleiri orðum um verksnild fir. Östlunds, en minnast heldur á það, five vel hann fiefir tatt bókmentavöll ís- lendinga, eins og Konráð komst að orði forðum, en nú sé eg, að hr. Jón Ólafsson er að grípa fram í fyrir mér í auglýsingablaði þeirra fé- lago, og fiælir prentun Östlunds á fivert reipl, eins og við var að búast. En það vill svo illa til, að euginn getur tekið mark á því sem fir. Jón Ólafsson segir um prentsmiðju Östlunds. Hann dæmir þar í sjálfs sín sök, og er ekki ósennilegt að dómurinn verði góður og mildur. Það er hann, sem hefir valið og keypt prent- vél Östlunds og mestöll áfiöld, keypt mikið af letrinu, keypt mikið aí pappírnum sem notaðar hefir verið o. s. frv., auk þess sem hann hefir lengi verið önnur hönd að- ventistans. Eg álít það líka mjög hæp- ið, að hr. Östlund geti leyst prentun vel af fiendi, af þeirri einföldu ástæðu, að fiann hefir aldrei lært hana. Hann er að eins setjari. Úr því fionum ríður svo á að saapa sér Iof, að hann rennur um bæinn til að biðja fjölda söng- fræðinga(!) að hæla sér fyrir prentlist sína, sem þeir hafa auðvitað ekki þekkingu á fremur en hver annar, væri honum sannarlega nær að sýna vottorð frá einfiverri prentsmiðju um góða kuunáttu og langa iðkun prentlistarinnar. Annars er þetta ekkert blaðamál að öðru leyti en því, að nauðsyn er að vanda um hinn ytra frágang á bók engu síður en hinn innra, en hvað bækur Östlunds sjálfs snertir, þá „fiæf- ir þar skel kjafti“, því fánýtara rusl minnist eg ekki að fiafa séð á íslenzku en það sem liggur eftir þenna flökku-prédikara aðventista- garmanna og hann hefir iátið (á þrykk út ganga’. títflXtogiXog. Skipstrand. Stokkseyri 19. apríl í gær strandaði kúttari „Kampu af Mandal framundan Þykkvabæ. Þrír raenn druknuðu, en tveir, kapteinn og 3týrimaður, náðust mjög lerastr- aðir. — Skipið kom daginn áður frá útlöndura með vörur til verzl. „Edinhorgu á Stokkseyri, eu komst ekki inn fyrir brimi. Sendimaður úr Þykkvabæ segir: „Kl. nál. 6 ura morguninn (18.) sáum við skipið Iiggja við akker skamt frá landi fyrir innan rifið (sem brim fellur á fremst). Hvast veður var á útsunnan og nokkurt brim. Yeðrið fór vaxandi, og sjór spiltist því meir sem á daginn leið, þar til kl. 4. e. m. var orðið svo mikið hafrót, að skip- ið slitnaði upp fyrir stórsjó, sem á það gekk, og um leið tók út 4 mennina — alla uema kapteininn, en stýrimaður náði í euda og hafði sig upp. Skipið rak svo á land, og náðust þessir 2 menn mest fyrir dugnað stýrimanns, sem varð að hafa kapteininn með sér, því hann var lœrhrotinn — hafði fengið slysið um leið og mennina tók út. — Stýrimaður meiddist mjög á höfðinu og öðrum handleggnum um leið og hann skall við sandinn i sjónum, er flutti þá svo nærri að þeir náðust. Hann er mjög þungt haldinn en kapteinninn miklu hressari“. Læknir Ólafur á Stórólfshvoli var sóttur þeg- ar, og lét hann sækja annan lækni að Stokks- eyri til aðstoðar. Nú hefir verið haldið uppboð á þessu strandi og fór þar flest með mjög góðu verði fyrir skynsamleg samtök héraðsmanna. Hefir því strandið orðið Rangæingum að happi. Um stranduppboðið er svo skrifað: „Framan af uppboðinu bauð að eins einn

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.