Fjallkonan - 02.05.1900, Page 2
2
FJALLKO'N'AN.
úr hverjam hreppi sýsluunar í fyrir
siun hrepp og meðan það hélzt fór alt með
góðu verði, en það var mest matvara. Fékk
hver búandi (að minsta kosti úr sumum hrepp-
unum) um 1 hestburð af korumat á 1 kr. 50
aur. að jafnaði. Þetta var flest nokkuðskemt;
hveiti og sykur fulldýrt; kaffi 65—70 kr. sekk-
urinn; vín seldist l’yrir tollupphæðinniog keyptu
eingöngu kaupmenn. Skipið á 21 kr. mastra-
laust og keyptu 24 búendur í Þykkvabæ“.
Makt myrkranna.
Eftir
Bram Stoker.
(Framh.)
í kvöld spurði greiflnn mig:
„Hafið þér ekki skrifað húsbónda yðar, heið-
ursmanninnm Pétri Hawkins, eða oinhverjum
öðrum síðan þér komuð hingað?“
Ég sagði eins og var, að eg hefði ekki gert.
það, af þvi eg hefði ekki vitað, hvernig eg ætti
að senda þau.
Hann ypti öxlum, og strauk yfirskeggið.
„Já, — okkur hér í fjöllunum vantarmargt,
sem þið hafið í ykkar glæ3ilegu Lundúnum.
Það er langt héðan til Borgó, og ég hefi því
miður ekki marga þjóna, til að reka erindi mín.
En ef þér skrifið í kveld, þá stendur svo á, að
eg þarf líka að skrifa mörg bréf og skal sjá
um þau öll. Skrifið þér nú, vinur“, sagði hann
„og studdi hendinni fast á öxlina á mér, skrifið
heiðursmanninum Pétri Hawkins og annars
hverjum sem þér viljið, og segið þeim að yður
líði vel, eins og ég vona að sé, og að þér ætlið
að dvelja hér þenna tíma, sem okkur hefir kom-
ið saman um“.
Ég gerði síðustu tilraun til að losna úr þessu
varðhaldi.
„Þér gerið yður alt of mikið ómak mín vegna“
sagði ég, „en viljið þér endilega að eg dvelji
svo lengi. — Eg er svo hræddur um, að yð-
ur dauðleiðist að hafa mig“? sagði ég í uppgerð-
argamni.
„Ég hefi sagt yður það, og við það stendur"
sagði hann með þeim málrómi, að ég fann að
það var ekki til neins, að koma með neinar
mótbárur. „Þegar húsbóndi yðar gerði samn-
inginn við mig um ferð yðar hingað, var auð-
vitað ætlast til þess, að minna hagsmuna yrði
gætt og að ég fengi sem mestu að ráða. Þér get-
ið nærri, að ég bið ekki um neinn greiða, sem
eg er ekki fús að endurgjalda“.
„Ég hneigði mig þegjandi. Hann hafði aldrei
talað í þessum róm, og ég get ekki borið á
móti því, að mér hitnaði um hjartaræturnar.
En hann breytti undir eins um málróminn og
sagði:
Ég bjóst ekki við, að aðstoðarmaður vinar
mins Péturs Hawkins felli mér jafnvel í geð
og raun varð á. Þér verðið því að afsaka ein-
þykni mína og gera mér þá ánægju að vera
kyrr“.
Ég hneigði mig aftur. Til hvers var að
mæla á móti? Eg var og er sannfærður um,
að þó hann sé mikill gáfumaður, hlýtur hann
að vera eitthvað geggjaður, og að hann er voða-
maður, ef honum er eitthvað gert á móti, og
verður að varast það eins og nú stendur á.Eg
geri það líka í þarfir húsbónda míns að dvelja
hér.
Ég skrifaði Yilmu konuefninu mínu, og
sagði henni bæði undan og ofan af, að mér
liði vel, að greifahöllin væri skemtileg og að
greifinn hefði beðið mig að dvelja hjá sér
nokkrar vikur.
Ég skrifaði sömuleiðis húsbónda mínum um
það, að greifinn virtist vera ánægður með kaup-
in, og að hann vildi að ég dveldi hjá honum
um tíma.
Þegar ég hafði lokið við bréfin, settist greif-
inn í stól minn við borðið og fór sjálfur að
skrifa, en ég fór að lesa í bók. Ég gat ekki
að mér gert, að svipast eftir því til hverra bréf
greifans áttu að fara og áttu þau að fara til
Samuels Billingtons í Whitby, Seutners útgerð-
armanns í Varna, bmkara Corets í London og
bankara Klopstocks í Yín. Siðan tók greifinn
öll bréfin og fór af stað og kvaddi mig og sagði
að skilnaði:
„Ég þarf ýmsu að sinna í kveld, og vona því
að þér afsakið, þó ég kveðji yður fyrr en vant
er. Ég vona að þér hafið nóg að skemta yður
við hérna“, sagði hann, og benti á bókaskáp-
inn, „þangað til þér farið að hátta. Maturinn
yðar er á borðinu, en mér liggur á að flýta
mér“.
Ég tók eftir því, að hann var óvenjulega
æstur, að augun vóru flóttaleg og varirnar bærð-
ust eins og af taugateygjum, og furðaði mig á
því, af því hann virtist áður vera i rólegu
skapi.
10 maí.
Þegar ég blaðaði í minnisbók minni í gær,
sá ég að ég hafði verið langorður, og hefi ég
því ásett mér að vera stuttorðari framvegis.
Ég fór snemma að hátta í gærkveldi; klukk-
an var ekki mikið meira en 12, þegar ég slökti
Ijósið. Mér fanst hafa sigið að mér, en vakn-
aði þegar litið var farið -ð birta við eitthvert
hljóð, sem mér heyrðist úti fyrir. Mér heyrðist
það líkt hljóði deyjanda manns, hátt óp í
fyrstu, sem síðan smádó út. Þegar ég vakn-
aði til fulls, settist ég upp í rúminu og köldum
svita sló út um mig allan, og mér fanst ég alt
af heyra óminn af hljóðinu. í einum svip fleygði
ég mér í fötin og stökk fram að glugganum;
ég hafði gleymt að setja hlerana fyrir um
kveldið. Ég lauk upp glugganum og svala
loftið streymdi inn. Það sást ljósrák í austrinu
á undan sólaruppkomunni, en þoka lá yfir jörð-
inni, svo að ekkert sást. Ég gægðist svo
langt út um gluggann sem ég gat, og hlustaði.
Loftið var kalt og saggafult, og ég sá að eins
móta fyrir hallarveggjunum þegar lengra dró
frá af því þokan var svo dimm. Þegar ég
hafði staðið alt að hálfri stund við gluggann
virtist mér ég heyra eitthvert þrusk út í myrkr-
inu; það var eins og eitthvað skriði utan á
hallarveggnum, á stétt, sem annað hvort hafði
verið sett til prýðis, eða var í milli efra og
neðra gólfs. Þegar þetta færðist uær, sá ég að
það var í mannsmynd, sem var vafinn í gráa
fótsíða kápu og með einskonar hettu á höfðinu.
Hann skreið á höndum og fótum eins og kött-
ur á þessari mjóu veggjarbrún, en eftir dálitla
stund hvarf hann eins og hann hefði farið ann-
aðhvort iun um sprungn á veggnum eða inn um
glugga-
Ég flýtti mér í dauðans ofboði að loka
glugganum og setja hlerana fyrir.
Þegar ég hafði kveykt Ijósið, jafnaði ég mig
aftur og varð nokkurnveginn rólegur. Ég skalf
af kulda, og mér varð fyrst fyrir að fá vænan
sopa af konjakki úr ferðapelanum. Það væri
annað en gaman fyrir mig að leggjast hér veik-
ur. — Síðan leit ég eftir, hvort hurðin væri
lokuð og hvort marghleypan væri í lagi, lagði
hana á borðið við rúmið og fór niður undir.
Hefði ég orðið var við eitthvað sviplíkt í
Lundúnum, séð kynlega búinn mann skríða
gætilega eftir þakrennunni, þá hefði ekki verið
um annað að hugsa eu að ná í næsta lögreglu-
þjón, komast eftir því með aðstoð hans, hvort
hér væri að ræða um einhverja vesalings svefn-
göngu, eða óvenjulegan innbrotsþjóf og sjá svo
fyrir, að hann yrði settur í örugt varðhald. En
hér vissi ég ekkert hvað ég skyldi taka til
bragðs. Ég rataði ekki um höllina, vissi ekki
einu sinni hvar greifinn svaf, og var enda grun-
ur á, að enginn lifandi maður væri í þessum
hluta hallarinnar nema við. Mér þótti það ær-
in áhætta, að gera hark og reyna að vekja
greifann til þess að segja honum, hvers ég
hefði orðið var. Það væri ekki víst að honum
líkaði það. Ég sá að það mundi verða snjall-
ast fyrir mig að reyna að sjá mér borgið með
þeim ráðum sem ég átti kost á, reyna að láta
sem ekkert væri um að vera og stilla skaps-
muni mína. (Framh.).
Árnessýslu (Grafningi) í marz.
„Heilsa fólks hefir verið yfirleitt góð; veik-
indi gengið á einum bæ helzt, Hagavík; enginn
dáið þar samt, en í Nesjum dó bóndinu Jón
Þorsteinsson, 15. jan., og fyrverandi bóndi á
Stórahálsi, Einar Þorsteinsson, dó líkaí janúar
í vetur. — Veturinn hefir verið mjög misjafn;
á fjalla jörðum í fullu meðallagi harður; inni-
staða föst í 16 vikur. Nægar heybirgðir allstað'
ar. Frost var hér hæst í marz; 15. og 16.
vóru hér 11° á Réaumur og 17. janúar 12° og
18. 14 stig hæst frost á vetrinum. — Skepnu-
hold góð. Fjárpest engin í haust, sem hér í
hrepp hefir oft gert mikið tjón; heyin reynst
íremur létt. Búskapur heldur niðurávið hjá
meiri hlutanum. Ekki held ég neinn fari til
Ameríku í vor héðan, eu órólegir eru sumir
hér“.
Bangárvallasýslu, 1. apríl.
„ Vetur þessi hefir verið með þeim allrabeztu
sem komið hefir á þessari öld. Síðan með febr.
valla sést snjór á jörðu, oftar stillur og logn.
Kæla raeð norðan stormi í kringum 14 febr.
og aftur í kringum 18 marz. — Fénaðarhöld
ágæt, og víðast verða heyfirningar að góðum
mun. — Heilsufar manna hefir veríð alment
gott, svo vor ötuli læknir hefir átt fremur
venju hægt í vetur. — Nú er sagður fullgerð-
ur vegurinn frá Þjórsárbrúnni yfir Holtin,
fyrir utan lítinn spotta kringum Ægis-
síðu, og er ýmislegt sem menn finna að honum,
svo sem það að hann var lagður 1 alin mjórri
en aðrir vegir, er lagðir eru á landssjóðskostnað,
og annað það að menn sjá það fyrir, að hann
muni verða endingar illur og baki því lands-
sjóði mikinn viðha!dskostnað“.
Snœfellsnessýslu (und. Jökli) 15. apr.
Héðan er raunar lítið að frétta annað en það
sem nær yfir allan suður kjálka landsins, sem
sé hina ágætu veðuráttu, eínkanlega nú siðari
part vetrar eða siðan með góu, að aldrei hef-
ir eitt komið hafi öðru hærra; jörð snjólaus og
lítil froat, skepnuhöld allgóð og heyforði næg-
ur. Aflabrögð hafa verið allgóð í vetur undir
Jökli, einkanlega í Ólafsvík; munu hlutir þar
vera að krónutali hjá mörgum um og yfir 100
kr. Blautfisksprís hefir verið í hæsta lagi.
Blautfiskur fullmála eður 20 þuml. og þar yfir
6 au. pd. Smáfiskur allur 5 au. pd. Ýsa 31/*
au. pd. eða 60 au. l.pd. — Fiskur því mest
megnis lagður inn í salthús verzlananna, sem
nú eru 9 að tölu frá báðum Ólafsvíkurverzlua-
um; mjög lítið hefur verið hert og saltað hjá
almenningi. Vörubirgðir vóru í báðum verzlun-
um nægar í vetur, þar til vörur komu nú
nokkrar á gufuskipinu „Nordlyset“ 7. þ. m.. Má
því heita að verzlun sé nú hin hagstæðasta
fyrir Jöklara; þeir hafa stundum ekki verið
góðu vanir í þeim sökum, en eru nú fyrst að
fá dálitla skímu úr mannheimum mentalifsins.
Vöruprísar helztu eru þessir: Rúgur 8 au.pd.
bygg 12 au. pd., heilrís 13 au. pd., hálfrís 12
au. pd. baunir 12 au. pd. rúgmjöl 9 au. pd.,
overheadsmjöl 10—12 eftir gæðum. Kaffi 65
au. pd. sykur 35 au. pd., í kössum 30; í báð-
um verzlununum munu hafa verið nokkuð lík-
ir prísar. Af skuldlausum viðskiftum yfir árið
gefnar 6 prósentur, en engar rentur eruteknar
af skuldum.
Flestir Jöklarar eru lausir við alt pólitískt
meinsemda brugg, enda hafa þeir sjaldan setið
í heppni með sendimenn síua til alþingis; ligg-
ur við að gamli Clausen fari nú að verðabezt-
ur, því ef hann ætlaði eitthvað að tala á þingi
þá gat maður hugsað að hann meinti eitthvað;
hvort þeir hugsa um að senda nokkurn á næsta
þing er enn þá ekki komið í kring; líklegt er
að til þeirrar farar verði fúsastir: séra Eirík-