Fjallkonan


Fjallkonan - 09.06.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 09.06.1900, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. „Þ.“ segir, að þá „fyrjt geti yerið umtals- mál að nema lög tír gildi og setja eJcki önnur í staðinn, þegar þau eru alveg þýðingarlaus“. En hvað segir hann um þau lög, sem eru til 'ometmleqs skaða? Eru þan ekki verri en þýð- ingarlaus? Nú vil eg biðja „Þ.“ að reiðast mér ekki, þó eg taki kafla úr grein hans og breyti í honum íám orðum (hans orð er eg breyti, set eg milli hornklofa, mín í sviga): „[011] íslenzka þjóðin [stendur] (á að etanda) undir vernd fá- tækra- eða framfærslulaganna: fátækrastyrk- þegar að því leyti, að þar á hver að fá nauð- synlega hjálp eftir kringumstæðum; styrkveit- endur að því leyti, að þar á hver að leggja fram sinn skerf, eftir efnum og ástæðum. En[da þótt] fátækralögin ná[i] ekki, [né hafi náð að þessu leyti fullkomlega] (hafi nokkru sinni náð þessum) tilgangi sínum [þá eru þau mikið betri] (og eru því verri) en ekkert“. „Þ.“ finst það ósamrýmanlegt, að sömu menn, sem eru tregir og nndanbragðasamir að hjálpa nauðstöddum eftir lögum, geti verið Ijúfir til þess af sjálfsdáðum, án laga-aðhalds. En þá er „Þ.“ of ókunnugur mannlegu eðii, ef hann eigi veit, að menn finna minna til þeirrar byrðar, sem þeir af eigín hvötum taka á sig, og eru enda fúsari að gera það sem þeir sjá að þarf, ef enginn skipar, heldur en ef skipað er, eða byrðin lögð þeim á herðar af öðrum. Meðan menn vlta, að það er hvers eins laga- skylda, að taka þátt í framfærslu þurfamanna „í réttu hlutfalli við aðra“, metast menn um að gera ekki meira en aðrir. Yæru þessi skyldu- lög afnumin, og siðferðisskyldu-tilfinningiu ein og kærleiksandinn hvetti menn, fyndi enginn til þessa sérplægnis-metnaðar. Eða hvað er sá gestrisni og góðgerðasami að setja þ&ð fyrir sig, að meira leiði gott af sér en náunganum? Ef „Þ.“ heldur vikaungling 15 ára, sem alizt hefir upp á sveit, en er nú matvinningur, og ef þessi unglingur veikist og iiggur eða er írá verki langan tíma, þá reiknar hann líklega hreppnum allan kostnaðinn; en hefði hans eig- ið barn á sama reki orðið fyrir heilsubrestinum, þá bæri hann þann kostnað umyrðalaust. Ef vinnukona „Þ.s“ elur barn, og getur ekki ann- ast það sjálf, sendir hann það auðvitað ásveit- Ina (sýsluna, landið), en &li kona hans tvíbura, tekur hann því möglunarlaust. Honum finst hann ekki mega svifta náungann (sveitar-búa) sínum tiltölulega hluta í þunganum, því þá geri haim of mikið gott, en finnur ekki, að hann gæti átt einn hlut að máli. ef kærleikurinn til fátæka barnsins væri eins heitur, eins og til hans eigin afkvæmis. En væri engin fátækra- löggjöf til, léti „Þ.“ hið sama ganga yfir fá- tæku börnin eins og sín eigin, og aðrir færu að hans dæmi. í kofa við túnið á Mel bjuggu næstl. tvö ár sjötug hjón, svo lúin og iasburða, að þau eigi gátu unnið annað en létta handavinnu. Þau voru á sveit, en vildu nauðug skiíja, eftir 40 ára sambúð. Talsvert gafst þeim fyrir handa- vinnu, en annars átti hreppurinn að hjálpa þeim. Ef þau leituðu til hreppsnefndariunar var þeim hótað skilnaði, og hefða þau heldur soltið til dauða í kofa eínum; það vissi sveitar- stjórnin. Hjónin á Mel urðu því að halda líf- inu í þessum aumingjum í tvö ár endurgjalds- lauat, svo þau vesluðust ekki út af, og virtist bú þeirra standa jafnrétt eftir, en með meiri á- nægju hefðu þau gert þetta, ef þau eigi hefðu vitað, að um 40 aðrir búendur voru að lögum jafnskyldir að annast gamalmennin. Og þetta er sönn saga. Og slík dæmi hygg eg að yrðu jafnmörg og fátækiingarnir, ef engin fátækra- löggjöf væri tíl. „Þ.“ eyðir */„ dálki til að hrekja eina línu og tvö orð í grein minni. Ekkert mislíkar mér þó hann segi að þau orð „hafi við lítið að styð- jast“. Eg er ekkert að „berjast“ við að níða tillögu hans, og getur eins vel verið að sumt sem eg fann að henni, sé grunnhugsað, og finna megi hetri ástæður móti haani. En þó verður hann að ieggjast dýpra, til að hrekja orð mín, eri hann gerir. Hann álítur að „engin syslu- nefnd muni vilja vera þekt fyri?“ að beita sömu meðuíum sem hreppsnefndir. En hver er hér munurinn? Sýslan er, eftir tillögu „Þ.“, einn stór hreppur, og nefndin er skipuð mann- legum verum, er hafa samskonar störfum að gegna sem fátækramála-stjórnendur, eins og hreppsnefndarmenn nú hafa. Eftir röksemd „Þ.“ ættu því stórar hreppanefndir ekki að vilja vera þektar fyrir sömu brögð, sem smárra hreppa nefudir! „Endalaust þras“, „liatur milli merkustu og beztu manna, er spillir sam- vinnu í héraðsmálum og mikilsverðum lands- málum“ kannast „Þ.“ við að sé afleiðing nú- verandi fátækralöggjafar. Þetta virðist „Þ.“ ekki vilja láta gera landrækt. Hann vill að eins stækka fátækrafélögin og fækka þeim. En eian sannleikur felst í röksemdum „Þ.“, sá, að stjórn fátækramála er því erfiðari og ó- nákvæmari, sem hrepparnir eru stærri. Fá- tækrafélögin ættu að vera sem minst. Möðruvallaskólinn. Flestir munu nú á dögum vera farnir að við- urkenna gagnsemi alþýðumentunarinnar. Margt hefir líka verið gert til eflingar henni á síðari árum, því verður ekki neitað. Eitt af því er stofnun Möðruvallaskólans. Hann er nú búinn að starfa í 20 ár. Eins og kunnngt er, hafa dómar manna ver- ið misjafnir um þenna skóla, og eru það enn. Margir hafa álitið hann mjög þarflegan og fleiri munu hafa þá skoðun, að hann hafi gert nokkurt gagn. Eu svo hafa verið, og eru enn, hjáróma radd- ir, sem telja hann gagnslausan, eða verri en það. Flestir kannast við þessi og þvílík um- mæli: „Hvað læra þeirá Möðruvöllum? Ekkert annað en mont og leti; þeir, sem þaðan koma, auðkenna sig með því að vilja ganga fínt til fara og nenna ekki að vinna líkamlega vinnu“. Hefði þessi dómur við rök að styðjast, væri hann sannarlega sorgiegur. Að hugsa sér það, að viðhalda dýrri stofn- un með opinberu fé, til þess að gera ungamenn að bnytjungum, til þess að gera þá verri en þeir voru, það væri meira en grátlegt. En hamingjunni sé lof fyrir, að þessi skoðun á Möðruvallaskólanum er ekki rétt, enda mun hún eiga „formælendur fá“. Það verður auð- vitað ætíð hægt að finna nemendur, sem ekki fullnægja tilgangi skólans, en svo er um alla skóla, og það eru aðeins undantekningar. Það er annais eðlilegt, þó menn spyrji um árangurinn af þessu 20 ára starfi Möðruv.skól- ans. Það er ekki nema alveg rétt, þó menn vilji gera sér grein fyrir ávöxtum þess; slíkt er eðli- leg afleiðíng af áhuga fyrir almennings heill og sýr.ir, að menn bera urahyggju fyrir þessari al- mennings stofnun. Hinn góðkunni forstöðumaður Möðruvalla- skólans hefir nýlega haft orðið um þetta efni í „Fjallkonunni“; hann segist ekki geta svarað þeirri spurningu, hver sé árangurinn af starfi Möðruv.sk. sérstaklega fyrir þá sök, að ncm- endur dreifist jafnóðum út um landið og þeir útskrifast og sér sé þar af leiðandi ekki nógu kunnugt um framferði þeirra til þess að geta kveðið upp nokkurn ákveðinn dóm í þessu efni. En svo beinir hann þessari spurningu til Möðru- vellinga sjálfra, bæði yngri og eldri; vill láta þá svara henni. Eg ætla mér ekki þá dul, að gata svarað þessari spurningu, sízt til hlítar, til þess skort- ir mig margt, en þó sérstaklega hið sama og skólastjórann, það er: kunnugleika, og svo hygg eg um fleiri verði; við Möðruvellingar erum dreifðir um alt land og þekkjum því lítt til hvers annars framkvæmda og dugnaðar; hver um sig getur bezt stungið hendinni í sinn eig- in barm og prófað sjálfan sig, en það ættum við að gera i hljóði. Þeir, sem spyrja um ár- angurinn af starfi skól&ns, og vilja svara spurn- ipgunni, verða að byrja á því, að gera sér Ijósa grein fyrir hvað beri að heimta af öðrum eins skóla og Möðruvallaskóiinn er. Það dugar ekki í því efni að byggja kröfur sínar á tómum loftköstulum, er vautar aila skynsamlega undir- stöðu; það er hægur vandi, ef maður villniðra einhverri stofnun, að búa sér fyrst til kröfur i huga sínum, sem eiga heima langt fyrir utan öll sanngirnistakmörk og segja svo, að af því að þessum kröfum sé ekki fullaægt, þá sé stofn- unin gagnslaus. Mín skoðun er sú, að Möðruv.sk. hafi eftir öllum vouum fullnægt þeirn kröfum, sem með sanngirni verða heimtaðar af honum, þá er litið er á málavöxtu. Hitt er annað mál, hvort skólinn beri svo blessunarríka ávexti, sem gæti verið og ætti að vera, ef fyrirkomulag hans væii öðruvísi en það er. Eg efast um það. Skólatíminn er aðeins 2 vetur (15 mán). Á þessum tveim vetrum á að kenna 2 útiendmál og móðurmálið hið þriðja; þar að auk náttúru- fræði (grasafræði, dýrafræði, jarðfræði og eðlis- fræði), landafræði; söga (bæði Ísland3sögu og mannkynssögu) og stærðfræði. Þegar þess er gætt, að engin undirbúningsmen tun er heimt- uð undir skólann, svo þetta á alt að kenna frá rótum á þessum 2 vetrum, þá er auðskilið mái, að ekki verðnr með sanugirni krafist djúprar þekkingar í öllu þessu eftir svo stuttrn tíma, hversu mikinn áhuga sem bæði kennarar og piltar hafa til að bera. En er nú aíveg nauðsynlegt að kenna þetta alt? Myndi nú ekki heppilegra að sleppa ein- hverju af þessum kenslugreinum, svo piltar næðu aftur meiri festu í því, sem kent væri? Það játa allir, að hver þessara kennslugreina, út af fyrir sig, sé nauðeynleg, en svo að eins eru þær nauðsynlegar, að þær séu Iærðar að verulegu gagni, að þær séu lærðar meira en að nafninu. En svo kemur aftur önnurspurn- ing. Hverju ber þá að sleppa? Það er ekki til neins að draga dulur á það, að kunnátta allflestra pilta, sem frá Möðruv. útskrifast, er mjög bágborin hvað málin sneit- ir. Það er að eins andantekning, ef piltur frá Möðruvöllum getur heitið sjálfbjarga í þeim út- lendu málum, sem þar eru kend, og þetta er líka mjög skiljanlegt, þegar tekið er tillit til hins nauma tíma, sem piltar njóta kenslunn- ar. Það stafar hvorki af ódugnaði pilta, eða á- hugaleysi kennaranna. Mór fyndist nú miklu hyggilegra ráð, að sleppa alveg öðruhvoru hinna útlendu mála, en kenna annað vel, heldur en að kenna bæði, svo kunnáttan verði kák í báðum. Döuskunni getum við naumast slept, vegna hinna mörgu banda, er tengja oss við Danmörku. Enskan hlyti því að verða fyrir því. Hún mun koma fáum piltum frá Möðruvöllum að miklu liði, og erþó kensla í henni þar ágæt. Svo er eitt enn hvað fyrirkomulagið snertir. Ætli það væri ógerningur, að breyta skólan- um í þá átt, að bæta þriðja bekkuum við, svo skólatíminn yrði þrír vetur ? Menn manu svara, að með því móti myndi rnargur, fátæktar vegna, ekki fara á skólann, sem annars hefði gert það; en beri menn kvíð- boga fyrir þvf, væri ekki úr vegi fyrir fjár- veitingarvaldið að leggja nokkru ríflegri styrk til hans en nú á sér stað, því flestir munu þó á einu máli um það, að ekki veiði fé lands- sjóðs til annars betur varið en tií eflingar al- þýðumentunar. Svo framarlega sem aðsókn að skólanum minkaði ekki að miklum mun við það, að bæta þriðja bekknum við, þá álít ég það heppilegt. Það sem ég legg því til í þessu efni er þetta: 1. að enskan verði afnumin viðskólann; 2. að bætt verði við þriðja bekk, svo að náms- tíminn verði 3 vetur. Þetta er nú önnur hlið málsins. Svo kemur hin. Það má alls ekki meta ávexti skólans eingöngu eftir því, hvað nemendurnir vita

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.