Fjallkonan


Fjallkonan - 16.06.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 16.06.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (eriendis 5 kr. eða 1 '/t doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppeögn (Bkrifleg)bund- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda bafi bann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XYIL árg. Reykjavk, 16. júní 1900. Xr. 23. Landsbankinn eropinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Fwngrigasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á priðjudögum og föstu- dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. MEÐ því að ég verð nú uta nokkurn tíma erlendis, gefst viðskiftamönnum Félagsprent- smiðjunnar hér með til vitundar, að herra al- þingismaður Þorleifur Jónsson veitir prentsmið- junni forstöðu í fjarveru minui. Bókbandsverkstofu minni veitir herra bók- bindari Árni Jónsson forstöðu á, sama tíma. Bið ég því alla, sem þurfa að eiga viðskifti við Fólagsprentsmiðjuna og verkstofu mína, að snúa sér til ofangreindra manna. Keykjavík, 16. júní 1900. Halldór Þóröarson. Vand.aö þeltoand., norðlenzkt, mórautt og ljósgrátt, fæst í Þing- holtsstræti 18. Farsóttir í Reykjavík. I. Inflúenza. Hún kom hingað með strandbátunum litlu fyrir miðjan maímánuð. Lögðust 14. maí tvær manneskjur, er komið höfðu með Skálholti af Vesturlandi. Hæsta dag sá ég engan í viðbót, en 16. maí sáég 3 nýja sjúklinga, og úr því fjölgaði dag frá degi þeim, sem mín var vitjað til, svo sem sjá má á þessu yfirliti: Mai 14. — 15. — 16. — 17. — 18. — 19. — 20. 2 0 3 4 7 11 18 21. 39 22. 36 23. 44 24. 36 25. 28 26. 43 Júní Maí 27. — 28. — 29. — 30. — 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 49 57 34 25 13 14 10 4 14 8 2 2 1 Síðan 8. júní hefir enginn mér vitanlega tekið sóttina. Alls hefi ég því séð 502 sjúklinga; af þeim hafa 20 verið börn yngri en eins árs, 33 á aldrinum 1—5 ára, 91 á aldrinum 5—15 ára, 345 á aldrinum 15—65 ára, og 13 gamal- menni eldri en 65 ára. Hér eru ekki taldir þeir, sem aðrir læknar hafa vitjað, og ekki þeir, sem einskis læknis hafa leitað, en ég hygg nærri sanui að hér um bil 90°/0 af bæarbúum hafi fengið sóttina. Af þeim 502 sjúklingum, sem ég hefi séð, hafa 32 fengið lungnabólgu og hafa 7 dáið; af af þessum 7 voru 5 veikir af öðrum sjúkdóm- um. Auk þess hafa 3 manneskjur dáið án þess lungnabólgu hafi verið um að kenna. Hafa því dáið af þeim 502 sjúklingum, sem ég hefi séð, = 2°/0. Kunnugt er mér, að fleiri hafa dáið en hér er getið, en ekki veit ég tölu á þeim. Ekki virðist nein þörf á að lýsa því, hvernig veikin hefir hagað sér — allir þekkja hana. Þess skal að eins getið, að allmargir sjúkling- ar hafa fengið rauða flekki á kroppinn hingað og þangað ðg fáeinir jafnvel á allan líkamann. Þetta rauða útþot hefir stundum líkst mislinga- roða, stundum skarlatsroða, en jafnan befir fylgt því kláði; oft hefir hörundið hreistrað lítils hátt- ar á eftir. Menn hafa hór í bæ gefið þessu mikinn gaum — margir haldið að þeir hefðu skarlatssótt. í öðrum iöndum hafa læknar oft tekið eftir þessum roða og segja, að hann só stundum algengur fyigifiskur inflúenzunnar. Þegar von var á strandbátunum snemma í maím., var mikið umtal meðal manna um það, hvort eigi mundi vinnandi verk, að verja bæ- inn fyrir sóttinni. Slíkt hefði auðvitað aldrei iánast. Þegar bátarnir komu hingað, var in- flúenzan komin landveg vestur í Húnavatns- sýslu, og hefði haldið áfram óstöðvandi hingað eins fyrir því, þótt bátarnir hefðu verið brend- ir með kviku og dauðu, sem í þeim kom. Ann- að mál er það, að aðalatvinnuvegur bæjarins, þil- skipaútgerðin, hefir beðið svo mikið tjón af in- flúenzunni, að sjálfsagt nemur mörgum tugum þúsunda. Þau voru hór öll inni þilskipin, þeg- ar bátarnir komu. Ef bátunum hefði verið stí- að frá landi vikutíma, meðan þilskipin voru að búa sig á stað eftir lokin, þá hefði þessu tjóni verið afstýrt. Nú hefir frézt að vestan, að sótt- in hafi komið upp á flestum skipunum, eftir að þau voru lögð út. Því miður var engin lögheimild til þess að króa strandbátana, eius og á stóð — veikin á næstu grösum á landi. Inflúenzan kemnr jafnan frá útlöndum. Hún á ekki fast heimili hér á Iandi, eins og aðrar kvefsóttir. Hún kemur ávalt sjóveg. Þess- vegna œtti oft að vera hægt að verja landið fyrir henni með því að hefta útlend skip, ef grunur leikur á að þau flyti með sér in- flúenzu. Nái hún landgöngu, þá er erfiðara við hana að fást, ekki útlit fyrir að hægt sé að hefta för hennar úr einu héraði í annað, nema stórir þröskuldar séu í milli, eins og Skeiðarársandur sunnanland og Mývatnsöræfi að norðan. Það er víst, að inflúensan hefir undanfarin ár kom- ið á Austfirði og stöðvast — hér um bil af sjálfsdáðum — við þessa þröskulda. Eu á sumrum fara strandskipin í kringum þá. Læknar eru oft spurðir að því, er farsóttir ganga, hvort ekki sé hægt að fá neina „inn- töku“ til þess að verja sig. Ég hefi orðið þess var, að sumir ætluðu að verjast inflúenzunni með kamfóru; aðrir töldu konjak óyggjandi varnarmeðal; en hvorirtveggju féllu í vallinn, bæði konjakskarianir og kam- fórukonurnar. Það er algeng hjátrú i Dan- mörku, að áfengir drykkir séu varnarlyf gegn farsóttum, og hefir sú trú lengi verið boðuð hér á landi; margir látið skírast. Sannleikurina er sá, að áfengismönnum or yfirleitt meiri hætta búin af f&rsóttum en bindindismönnum. Ýmsir hafa þrifið til þess, að taka inn kínín (sulfas chinicus — 30 til 50 centigröm á dag) til þess að verja sig inflúenzunni. Mér er nær að halda, að í því sé einhver vörn. Nokkurir útlendir læknar hafa og þá skoðun. En enginn ætti að neita þessa bragðs án þess að tala við lækni. Inflúenzan er ekki eins meinlaus kvilli og margur hyggur. Hún er ein af þeim farsótt- um, sem skilur fáa eftir. Fólkið legst hrönn- um. Þá dagana, sem mest bar á henni hér í bænum, var svo fátt manna á ferli, að ekki sáust fleiri úti um hádegi en ella um lágnætti. Nokkrir deyja, margir missa heilsuna. Mjög er það algengt, að menn Ieggjast tvisvareða þris- var, og seinni legan er jafnan verri hinni fyrri Allur þorri manna er lengi eftir sig, ná sér ekki margir fyrren að nokkurum vikum liðnum. Öll þessi illu afdrif eru aðallega því að kenna, að menn fara ekki nógu varlega með sig fyrst framan af, meðan á veikinni stendur. Inflúenzan komur aftur — það má telja víst — áður en mjög Iangt líður og ættu því allir að festa sér í minni þessar meginreglur um með- ferð sjúkþómsins: 1. SjúMingarnir eiga að vera í rítminu, þangad til állur hiti (feber) er horfinn. 2. Þeir eiga elcki að fara undir bert loft, fyrr en hósti er horfinn. 3. Enginn tná vera skemur inni en 8 daga hversu létt sem veikin legst á hann. Þessar reglur hefi ég sett þeim, sem til mín hafa ieitað, og allir þeir, sem hafa getað og viljað hlýða þeim og verið heilbrigðir uudir, hafa sloppið vel og náð sér furðufljótt. — Er enginn efi á því,að þessi varúð er yfirleitt miklu meira virði en öll þau meðid, sem alment eru notuð. — Þar með er engan veginn sagt, að meðul séu gagnslaus. Farsóttirnar koma hart niður á læknnnum, þó að þeir veikist ekki. Síðan inflúenzan byrjaði, hefi ég ekki átt marga næðis-stund; sjálfur hefi ég komist undan henni. Menn hafa á hverjum degi margir saman spurt mig að því, hvort ég væri ekki uppgefinn af þreytu, viljað vita hyern- ig á því stæði, að ég kæmist yfir svo mikið annríki og léti ekki á sjá. Þessum spurning- um hefi ég aldrei svarað, af því að ég hefi ekki viljað gera fólki gramt í geði, meðau það var veikt; en nú eru veikindin að mestu um garð gengin og svarið er þetta: Það er orðið al-kunnugt og viðurkent um allan heim, að þair, sem leggja á sig þunga þraut, svo sem kappleiki, kappgöngu eða kapp- róður, klifra upp á jökla eða leita uppi heim- skautið o. s.frv., endast þá lang-bezt, reynast bæði röskvastir og þolnastir, ef þeir gæta þess að hafa holla og kjarngóða fæðu og neyta alls engra áfengra drykkja. Þessum reglum fylgi eg, og ræð öðrum til að reyna þetta, þeim er annríkt eiga. Þetta er allnr Ieyndardómuiinn. Maturinn er mannsins megin; áfengið ómeg- in. II. Skarlatssótt. Siðan 5. maí (sbr. Fjallkonuna 8.mai) hefir ekk- ert orðið vart við þessa farsótt, þar til er mín í gærkveldi var vitjað til unglingspilts á Efri- Vegamótum hér í bænum. Hann hafði veikst deginum áður, og er enginn efi á því, að hann hefir skarlatssótt. — Mér er ekki unt euu að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.