Fjallkonan


Fjallkonan - 16.06.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 16.06.1900, Blaðsíða 3
FJALLIK'ONAN. 3 Þar er grein um „nútímann og trúarlíflð“. Hún er á danskri íslenzku eins og ritið alt. Þar talar meistarinn meðal annars um „hjarta- lausar(I) kenningar“. í þýddri grein í sama bl. stendur: „Ef guð vildi flytja mennina með öll- um þeirra syndum inn í himnaríki, svo væri öll veröldin reiðubúin til þess“. Llkt mál þessu er að mig minnir á Sturms hugvekjum, og hefir þýðandinn að líkindum haft þær til fyrirmyndar. Síðast í þessn blaði vitnar meistarinn í Saka- rías í 23. kap. Eftir því hlýtur hann að hafa öðru vísi biblíu en hina almennu, líklega álíka aukna og Mormónabók, því í Sakarías eru ekki nema 14 kapítular. í öðru tölublaðinu fræðir meistari Östlund oss meðal anuars um „transsubstiations kenningu". Þetta mun eiga að vera „transsubstantiations kenningin“. Svo kemnr meira af viðlíka latínu: semper ladem, sem vonandi er að meistarinn skýri fyrir fáfróðum lesendum betur en hann hefir gert. Þriðja tölubl. bls. 22: „Stepánitsch, svo hét gamli hermaðurinn, var látinn vera hjá kaup- manninum“ o. s. frv. Þetta er ekki íslenzka. — Bls. 23: „Meðan ég var að hugsa um þetta kom svefninn yfir mig, og svo heyrði ég ein- hvern hrópa á mig“. Ekki íslenzka. — Bls. 24. Sjóndeyfð getur í mörgum tilfellum gefið sig(l) með því að hætta tóbaksnotkuninni". Eng- in íslenzka og alveg óskiljandi mál.* Þessi dæmi eru að öllu leyti tekin af handa- hófi, og má auðvitað finna mörg siík á hverri blaðsíðu. í fjórða tölublaði hefst ritgerð móti (Verði ljós’ og hinni nýju biblíu-„kritik“, því eins og kunnugt er, eru aðventistar einhverir hinir mestu bókstafaþrælar og fjendur allrar frjálsr- ar rannsóknar. í þessn tölublaði ætlar Östlund að bjarga bókstafatrú sinni með því að vitna til ritgerð- ar eftir séra Friðrik Bergmann í „Aldamót." IH. ári, og segir hann að séra Friðrik segi að engar mótsagnir séu í biblíunni. En séra Friðrik er sérstaklega að ræða um mótsagnir sem settar eru fram í ameríksku riti, sem heitir „The Con- tradictions of the Bible“, og síðan segir hana (og það tekur Östlund upp eftir honum): „Eg hefi nú tekið nokkrar af þessum svo köll- uðu mótsögnum af handa hófi, og vér höfum komist að þeirri niðurstöðu, að þær væru eng- ar mótsagnir. Gamla testamentið verður al- drei felt úr gildi með slíkum mótsögnum, þótt þær væru settar i mílu-langa dálka hver gagn- vart annari“. í staðinn fyrir að séra Friðrik segir að þær (þessar einstöku mótsagnir sem hann er að tala um) væru engar mótsagnir, lætur Östlund hann segja að þar (í biblíunni) væru engar mótsagn- ir. En ekki er nóg með það, að þessi tilvitn- un er fólsuð, heldur sleppir Östlund málsgrein þeirri, sem hér fer á eftir hjá séra Friðrik. Hún sýnir, að séra Friðrik er á slt annaii skoðun, og að Östlund fer með vísvitandi ósann- indi, þar sem hann ber séra Friðrik fyrir því að þar (í biblíunni) séu engar mótsagnir. Hvað segir svo séra Friðrik í næstu línum á eftir? Hann segir svo: „Eru þá alls engar mótsagnir til í biblíunni? O-jú, ég skal ekki leyna því, að mér finnast þær vera til — og það mótsagnir þess eðlis að litlar eða engar líkur eru til að þær verði Ieystar“. Síðan segir séra Friðrik, að þessar mótsagn- ir séu fremur þýðingarlitlar, en hafi þó ofur- litla þýðingu fyrir þá aem trúa því að hver einasti bókstafur biblíunnar sé af guði, en þeir séu tilíölulega fáir sem því trúi, og meðal þeirra telji hann hvorki sjálían sig né sitt kirkjufélag. Meistari Östlund mun þykjast hafa gefið „trúlega gaum að því, hvað satt er og sóma- samlegt, hvað réttvíst er og dygðugt og lofs- vert, þegar hann var að skrökva því upp að séra Friðrik Bergmann hóldi því fram, að eng- ar mótsagnir væru í biblíunni. Enginn samvizkusamur maður mundi hafa leyft sér að breyta þannig orðum, sem tekin eru úr prentuðu riti, og fella þar að auki burt úr þeim heilar málsgreinir, svo að meiningin yrði öfug, eins og hr. Östlund hefir gert. Þetta er siðferðisleg afturför í íslenzkum rit- höfundskap. Fá dæmi munu vera til þess hér, að menn skrökvi þannig upp orðum annara höf- unda, sem standa á prenti, þegar hver roaður getur sannfærst um ósannindin. — En altmun vera á sömu bókina lært hjá hr. Östlund, eins og síðar mun sagt verða. Bifhog'tXog. Bátaútvegur. Um bátaútveg í Noregi og Svíþjóð hafa fyrir skömmu staðið ritgerðir í norskum og sænskum blöðum, sem vert er fyrir íslend- irga að veita eftirtekt. í báðum þessum ritgerðum er það tekið fram, að bátfiski sé að hætta meir og meir. Menn hafa orðið að sækja dýpra til að ná í fiskinn og þá hafa hinir opnu bátar ekki dug- að. Hefir þá verið farið að byggja stærri báta með fullkomnu þilfari, en með því að þessi þilskip hafa ekki reynst vel, hafa menn alment keypt „kúttara“ frá Englandi og Skot- landi, og fengið þá með góðu verði, síðan farið var smám saman að taka þar upp eim- skip til fiskveiða í stað seglskipanna. Þessa kúttara segja þeir nokkurn veginn örugga. En jafnframt segja þeir að útvegur á opnum bátum sé að mestu hættur, og að menn séu hættir að fara að heiman í verið eins og áð- ur hafi verið títt. Þessir höfundar tala báðir um, að mesta nauðsyn sé á, að vanda betur opnu bátana að gerð og búnaði, því að bátaútvegurinn megi alls ekki hætta. Menn kunna nú að segja, að þessir menn séu ekki sjómenn, og hafi ekki vit á þessu máli, en annar þeirra er Magnús Anderson, sem fór við annan mann á opnum báti yfir Atlantshaf að einkis manns dæmi, og mun enginn geta neitað þvi, að hann só sjómaður og muni hafa vit á lögun báta og og öllum útbúnaði, en hann kveður því mjög ábóta vant í Noregi, þó norskir bátar hafi lengi þótt góðir. Svíinn kvartar um það, að svo fair af fiski- mönnum og sjómönnum kunni sund. í Sví- þjóð segir hann að drukni um 1000 manna á ári, og só þessi slys oft að kenna því að menn kunni ekki sund. Ef maður, sem ekki kann að synda, dettur í sjó, sekkur hann oft- ast til botns fyrir hræðslu sakir en annars ekki. Yill hann láta kenna sund í öllum al- þýðuskólum og einkum vill hann láta kenna að fleyta sór í fötunum og afklæða sig í vatni, og að ekki megi ráða sjómenn nema þeir sýni námsvottvorð um sundkunnáttu. Ef lagið á bátunum* yrði bætt eins og hægt er og sund yrði alment kent, mundu miklu færri drukna í sjó. Til þess að efla sjávarútveginn bendir þessi höfundur á ýms ráð. Fyrst leggur hann til að veitt verði vaxta- laus lán til bátakaupa, netja og annara veið- arfæra og megi þá ekki heimta of harðar tryggingar. Enn fremnr leggur hann til, að duglegir fiskimenn séu fengnir til að kenna almenningi að leita sór þessarar bjargar. En þeir verði þó sjálfir að vinna með þeim sem þeir eigi að kenna og þola súrt og sætt með þeim. Hann vill láta veita verðlaun fyrir sela- dráp, og auk þess vill hann láta stjórnina gera út menn til selaveiða. Loks leggur hann til að stjórnin veiti verð- laun og heiðursmerki þeim mönnum, sem skara fram úr öðrum í bátaútvegi. Skarlatssöttin. Eins og sjá má af hinni greinilegu ritgerð Guðmundar héraðalæknis Björnssonar hér i blað- inu, hefir skarlatssóttin komið upp aftur hér í bænum, og hefir nú lagzt í henni ank manns þess, sem læknirinn skýrir frá, barn á 6. ári á Melstað vestast í bænum. Má því miður bú- ast við, að ekki hepnist að stöðva útbreiðslu hennar, þó treysta megi þvi, að héraðslæknir- inn geri alt sem hann getur í því efni. Líklegast er að veikin sé nú hingað komin beint frá útlöndum, en ekki sunnan með sjó, þaðan sem hún gekk í vor. Hún hefir verið óvenjulega tíð í Kaupmannahöfn í vetur. Ný fregn. 1 dag (16. júní) kom liingað kraðboði ofan úr Borgarfirði með þá fregn, að skar- iatssóttin sé komin upp í Borgarnes og í Bakkakot í Borgarfirði, en þar býr Jó- kann bóndi Björnsson, og eru miklar líkur til að kann kafi flutt sóttnæmið með sér þangað sunnan úr Höfnum. llann var þar á vertíðinni og liafði mikil viðskifti við botnverpinga. Yonandi að yfirvöldin reyni einnig til að stemma stigu fyrir útbreiðslu veikinnar þar efra. Yesturfarir. Mesti fjöldi af vesturförum er nú kominn hingað til bæjarins, einkum úr nær- sýslunum. Þar á meðal er Halldór Daníelsson, alþingismaður Mýramanna, Jóhann Guðmunds- son bóndi frá Stangarholti, einn af efnuðustu bændum þar um slóðir og margir bændur fleiri. Sumt eru gamalmenni og ein örvasa kona var flutt á kviktrjám, hvernig sem hún kemst vest- ur. — Ameríku-blöðin íslenzku segja að héðan muni fara í sumar um 700 manus. Maunalát. í maí lézt að Melum í Hrúta- firði Jbn bóndi Jónsson, sonur Jóns sýslumanns á Melum, á áttræðisaldrl. Kona hans sem lifir hann, er Sigurlaug Jónsdóttir Ólafssouar frá Helgavatni, og meðal barna þeirra, sem á lífi eru, er Jón prófastur Jónsson að Stafafelli og og Ingunn kona Björns alþingismanns Sigfús- sonar á Kornsá. — Jón bóndiáMelum varíröð merkustu bænda. Nýdáinn er og sagður Jón bóndi Þorkels- son á Svaðastöðum i Skagafirði, ríkasti bóndi á landinu, hniginn að aldri. Átti yfir 100 þús. kr. eignir, ogfundust eftir hann að sögn 60 þús. krónur í gullpeningum. 4. júní lézt húsfrú Þórunn Sveinbjörnsdótt- ir á Þorfinnsstöðum í Önundarfirði, kona Guð- mundar hreppstjóra Eiríkssonar. Dánir í Reykjavík: 17. apríl Ingiríður Gísladóttir, Bjúklingur á Lauganes- spítala, ógift (53). — 26. Vigfús Brlendsson, sjúklingur á Laugarnesspítala, kvæntur (51). — 3. maí Ástríður Ey- vindsdóttir, ógift stúlka í Eyvindarholti (18). — 17. Mál- fríður Einarsdóttir, ógift stúlka á Laugavegi (21). — 19. Lydia Angelika Magnúsdóttir, ógift stúlka, Skólavörðustíg (16). — 19. Eósa Sveinsdóttir, ungbarn, Vesturgötu(ál). — 22. Þorvaldur Sveinsson, ungbarn, Vesturgötu (á 1). — 22. Þorsteinn Bjarnason, ókvæntur, húsmaður í Veg- húsum (54). — 24. Agnes Narfadóttir, ógift, Laugarnes- spítala (29). — 29. Þuríður Þorkelsdóttir, ungbarn, Olafshúsi við Bjargarstíg (á 1). — 30. Jón Ólafsson, ó. kvæntur lausamaður, frá Lónakoti, dó á Bútsstöðum (54). — 31. Sigurbjörg Níelsdóttir frá Vatnsenda I Seltjarnar- neshreppi, dó á sjúkrahúsinu (17). — 31. Björg Þórðar- dóttir ekkja, i Stýrimannaskóiahúsinu (86). — 31. Þóra Gísladóttir ekkja, í Mjóstræti (68). — 31. — 1. júní Þorsteinn BjörnsBon, sjómaður frá Vatnsleysu, kvæntur (41). — 1. Guðrún Gísladóttir gift kona í Skild- inganesi (56). — 1. Ólafur Sveinar Haukur Benediktsson kvæntur bóndi á Vatnsenda (27). — 2. Pétur Holm Frí- mann Kristinn Pétursson, barn Laugaveg (á 1). — 3. Jóhann Guðmundsson, kvæntur þurrab. í Sundi í Kasthúsa- hverfl (38). — 3. Sigurbjörg Sigurðardóttir, ekkja í Vaktarabæ (77). — 3. Hólmfríður Guðmundsdóttir, ekkja á Bræðraborgarstíg — 3. Ingiríður Einarsdóttir, ekkja í Lindargötu (72). — 7. Þórður Gíslason, Laugaveg nr. 27 (11). — Guðmundur Sigurðsson skipstjóri, kvæntur, Ný- lendugötu (27). — 8. júní Gestur Sigurðsson, sjómaður, kvæntur, úr Garði. — 8. Sigurður Sigurðsson, sjómaður frá Butru. — 8. Ólafur Sigvaldi Ebenesersson, sjómaður. (18) — 9. Guðrún Árnadóttir, barn Árna Árnasonar í Hansbæ við Bakkastíg (á 1). — 9. Þórunn Jónsdóttir, kona i Báðagerði á Seltjarnarnesi (49). 10. Jónína Sigríð- ur Sveinsdóttir, dóttir þurrabúðarmanns í Vesturgötu (8). — 10. Margrét Jóhannsdóttir, ógift, Bergstaðastræti (28). — 11. Sigríður Magnúsdóttir Waage, Pósthússtræti. (65).

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.