Fjallkonan


Fjallkonan - 16.06.1900, Page 2

Fjallkonan - 16.06.1900, Page 2
2 FJAI/LKONAN. gera greia íyrir, hvaðan ham hefir fengið veik- ina. í dag hefir hann hann verið flnttur í hús það er leigt var til sóttvarna um daginn (Fram- farafélagshúsið). Þótt nú þetta hafi að borið, þurfa menn ekki að vora úrkula-vonar um, að tekist geti að stemma stigu fyrir veikinni. Stúlkan, sem veiktist 5. maí, er nú aibata að kalla má, og verður henni slept út að viku liðinni. Húsið, sem leigt hefir verið, getur tekið 10—12 sjúkiinga, og er því hægra að taka á móti veikinni nú en fyrst, þá er vart varð við hana. Búast má við, að fólk út um land verði hrætt við alt, sem keraur frá Reykjavík, þá er þessi fregn berst, og það er engum láandi; en þetta tvent ættu menn að athuga: 1) Hér í Reykjavík verður öllum brögðum beitt til þess að stemma stigu fyrir veikinni. 2) í Danmörku hefir í vetur verið mikill faraldur af skarlatssótt, langt fram jfir venja; þar í landi sáu læknar í febrúarmánuði rúm þús- und tilfeili af veikinni, í marzm. hátt á tíunda hundrað og í apríim. aftur annað eins. Heyrst hefir og að skarlatssótt hafi einnig gert venju fremur vart við sig á Englandi þetta árið. AUir kaupstaðir á landinu mega því vara sig í sumar á útlendum skipum, engu síður en þeim skipum sem koma frá Reykjavík — geralækni viðvart, ef nokkur grunur leikur á því, að menn á skipum séu skarlatssjúkir (sbr. lýsingu á skarlatssóttinni í Fjailk., 20. apríl þ. á.). u/6 1900. O. Björnsson. Fátækramálið. (Eftir B. B.J. II. Þegar ég skrifaði fyrri kafla greinar þessar- ar, sem kominn var í prentsmiðjuna nokkuru áður en ég sá II. og III. kafla greinar „Þ s.“ um sama mál í „Þjóð“. 27., bjóst ég við að framhald greinar hans mundi gefa meiri ástæðu til svars; en nú sé ég, að þar er í raun réttri svarað öllum mótbárum h. h. höf. Þó skaí ég enn leyfa mér að fara um málið fám orðum, svo þessi grein endi ekki á I. kafla. Að „sama útsvarsþunga-misvægið yrði milli hreppa“ segir Þ. sé „algerlega röng áíyktun“. Röksemd hans móti þessu er: „Eftir því sem fátækrahérnðin stækka, eftir því vex útsvars- þunga-jafnvægið“. En með engu minni rétti get ég sagt þessa ályktun ranga; því þótt sleg- ið sé saman nokkurum sveitarþyngsla-hreppum (t. d. Gullbr.sýslu) og aftur nokkurum útsvars- léttum er auðsætt, að jafnvægið um land alt yrði engu meira, en nú milii hreppa í sömu sýslu. Og höf. játar, að hugsjón iians sé jöfnuð- uður (á pappírnum!) um land alt eins og ég benti á. í næstu tveim málsgreinum kannast höf. við að jafnaðarhugmyndin sé ómöguleg. Hann full- yrðir að jöfnuði verði ekki heldur á komið með því, að „nema lög úr gi!di“. En ég segi með töluvert meiri rétti, að í þessu máli finni menn minna til hins óhjákvæmilega ójafnaðar, ef eng- in boðorð um jöfnuð eru til á pappírnum. Og ég skal bæta því við, að samkvæmt framþró- unar lögraáli því, sem mannkynið er háð, er líklegt að tillaga mín sé eini vegurinn til að ná nokkurum jöfnuði í þessu atriði. Óháð fátækrafélög myndast, smá, stækkandi, stór, alt eptir ástæðunni, mannkostum, siðferðis- þroska, staðháttum o. .s. frv. Einstaklingur tok- ur að sér fátækling til að hjálpa, og minsta fátækrafélagið er myndað. Fleiri slá sér sam- an til að hjálpa fátæknm, og félagið fer stækk- andi. Nokkur slík félög gera samband sin á milli, og stórt félag myndast, ef til vill yfir land alt. Þetta getur orðið á þann hátt, að fátækra- líknarstofnanir, bygðar á Tcærleika, skoða hver aðra sem systur; stofnunin á Nesi á erfitt; þar er svo mikil fátækt; en stofnunin í Dal hefir fáa að annast. Kærleikurinn hvíslar að henni: „Þú getur hjálpað henni systur þinni á Nesi sem á bágt; og svo gerirdiún það. Get- ur Þ. neitað því að þetta sé fegursta og full- komnasta hugsjón, sem hægt er að byggja fá- tækraliknarstarfsemi á, eða brugðið þeim manni um „hreppapólitík og þröngan sjóndeildar- hring“, sem talar fyrir slíkri hugsjón? Hin eina mótbára er með nokkurri sanngirni er unt að hreyfa gegn tillögu minni, er þessi: Óviturlog lög og stjórnarfar hefir skapað svo öfugar réttar-hugmyndir og biindað svo sjóa manna á þessu máli, að líkur eru tií, að lang- an tíma þurfi til að opna augu þjóðarinnar og fá þessu breytt, og að til bráðabirgða verði því að láta sér nægja að stíga styttra spor. En í rétta átt — þessa átt, ætti það spor að s|íga; og af þeim breytingartillögum, sem fram hafa komið, hygg ég að sú liggi næst, að ákveða hverjum framfærslu(rétt) þar sem hann á lög- heimili, er hann verður styrkþurfandi (sbr. greinir séra Þorkels, Guðm. í Elliðakoti o. fl.). „Þ“. skrifar dálklangt mál úfr af orðinu „flökta“, án þess að hafa nokkura átyllu til að byggja á því þann skilning á meining minni, sem hann gerir. Ef einhver segði: „Þarna er fugl á flökti“, mundi „Þ“ skilja þá setningu þannig: „Þarna er fugl, sem ætti að væng- stýfa, svo hann ekki gæti flogið!“ Mörg dæmi eru til þess, að ráðleysingjar og óreglumenn eyða því meira, eða verður því minna úr afla sínum, sem þeir „flökta" víðar, og komast í kynni við fleiri, er nota sér breysk- leika þeirra, og sé ekki eyðslusemi og óregla vegur til „þurfamensku11 — þá þekki ég ekki mannlífið; það er svo „skrítið“. Að endingn skal ég með „Þ“. játa, að svar hans til mín hafi verið aiveg „óþarft11, úr því hann eigi hafði annað til brunns að bera, en kemur fram. „Eimreiðin". Nokkrar leiðréttingar við Reykjavíkur-ritgerð- ina munu koma í næsta hefti „Eimreiðarinnar" ; hér að eins: að hús Arinbjarnar er einloftað, en ekki tvíloftað, eins og stendur á 66. bls., bókbandsverkstofa Arinbjarnar er nú ekki leng- ur í Austurstræti (bls. 100), heldur í Þingholts- stræti, enda er ómögulegt að fylgja öllum slik- um breytingum. — „Einar HeIgasou“ (b!s. 110) á að vera „Einar PáIsson“. „Þórður Jónsson“ (bls. 112 og 15) á að vera „Þórður Guðmunds- son“. — Prentvillur eru „pururablæ“ (bls. 63) og „Hjálræðishex“ (bls. 95) fyrir „Hjálpræðis- hei“. — „manga“ (bls. 95) fyrir „mange“. — Það sem sagt er um Fox (á 73. bls.) minnir mig ég hafi lesið þannig, en annars stendur mér alveg á sama, hvenær hana ætlaði að borga „rykkurunum“, því ég átti ekkert hjá hon- um. — Ennfremur, hefir ekki verið getið um skrauthýsi Ásgeirs Sigurð3sonar, som er fegurst allra að stíl og bj^ggingu; þá var „landsbank- inn“ i smíðum, og ýmislegt fleira vantar, sem síðan hefir komið. Mér finnst heldur ekki ástæða til að finna að því, þótt flest húsin sé köliuð „snotur“, eða átti ég að segja hið gagn- stæða? Smiðir eru hér yfirleitt góðir og ekki vert að draga af þeim það sem þeir eiga. Þeir eru fult eins góðir og erlendir smiðir. Ann- ars verður ekki alt sagt, sem hverjum einum kynni að detta í hug. Ben. Or. Palladómar um alþingismenn 1899. vm. J'on Þórarinsson, 2. þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, hefir á eíðustu þingum meira verið til uppfyllingar og til þess að prýða sitt sæti á þinginu, þar sem hann hefir setið síðan hann misti handleiðalu föður síns, heldur en hann hefir tekið þátt í þingstörfum. Bæði af því að hann hefir svo lítið látið til sín taka, af því að þingmensku hans hefir áður verið getið í þessu blaði og af því, að hann mun að líkindum ekki bjóða sig til þings næst, er rétt- ast að sleppa honum við frekara umtal í þetta sinn. Klemens Jónsson, 2. þingmaður Eyfirðinga, er að vísu ekki eins guðhræddur og tekur sér ekki eins nærri spillingu þingsins eins og 1. þingmaður þeirra, enda er hann ekki jafn- ákafur flokksmaður, en þó lætur hann ekki sitt eftir iiggja, þegar því er að skifta. Hann er einn af þeim þingmönnum, sem mest nefnda- störf hlaðast á, líkiega bæði af því, að hann hefir traust samþingmanna sinna og af því að hann er Iögfræðingur. Hann er einkar ötull í héraðsmálum, ekki sízt fyrir sitt eigið hérað, og er því ekki ólíklegt að Eyfirðingar kjósi hann aftur á þing, því fremur sem hann er manna bezt máli farinn. En annars ætti stefn- an að vera sú, að bændur yrðu fleiri á þingi en að undanförnu, og sérstaklega ætti að gjalda varhuga við þvi, að fjölga ekki sýslumönnum og prestum við næstu kosningar, sem þegar eru ofmargir á þingi, eins og síðar munu færð rök fyrir. Afturför í bókagerð og prentiðn. iii. Nokkur dráttur hefir orðið á framhaldi grein- ar minnar, því ég vildi sjá, hver endir yrði á atlögu sjöundadagsaðventistans Östlunds gegn ritstj. Fjallk. út af grein minni. Hann ætlaði svo sem að rjúka i mál við ritstj. og stefndi hon- um. En lítið varð úr því höggi, sem við var að búast. Þegar á sáttafundinn kom hélt aðventistinn því ekki einusinni til streitu, að ummæli mín væru afturkölluð, sem hann taldi þó saurga sitt nafu og sinn heiður (!), og lét sér að eins nægja, að ritstj. lýsti yfir því sem sjálfsagt var, að greinin væri ekki tekin í blað- ið í þeim tilgangi að meiða hann persónulega. Það stendur við þaðsama, sem eg hefi sagt; þar er ekki eitt einasta orð afturkallað. Þessi stefnuför hefir því sannarlega verið kattarþvott- ur á hans velæruverðugheitum. Ég ætlaði mér annars að minnast lítJð eitt á rithöfundskap Ostlunds aðventista. Sem rit- höf. verð ég þó að setja hann skör lægra en Mormónana, sem hér hafa gefið út nokkur sam- kynja rit og hann. Eiríkur minn á Brúnum er kóngborinu hjá Östlund; málið er æfinlega skemtilegt hjá honum karlinum og rammíslenzkt. — Aumara bögubósamál minnist ég ekki að hafa séð en hjá Östlund. Það mátti nú svo sem nærri geta, að hann þyrfti að fara að gefa út blað fremur tvö en eitt. Hið síðara þeirra sem hann mun sjálfur mest fjalla um eftir handbragðinu að dæma, heitir (Frækorn’. Það mátti ganga að því vísu, að útlendur maður, sem ekki hefir dvalið hér nema svo sem tvö ár og er þar að auki lítt mentaður, mundi alls ekki vera fær um að rita íslensku lýtalaust, en allir bjuggust við að Östlund mundi gera Jón Ólafsson eða e-n þvílíkan mann að aðstoðarmanni sínum við aðventista- blaðið. Þá hefði það þó verið læsilegra og minna af málleysum í því, hvað sem öðru hefði liðið. Ég ætla svona rétt í svip að líta á nokkur tölublöð af (Frækorni’. Östland sjöundadagsaðventisti hefir sett á hausinn á blaði sínu þessi einkunnarorð: „Bræð- ur mínir, hvað sem satt er og sómasamlegt, hvað réttvíst er, hvað skírlíft er, hvað elsku- vert er eða gott afspurnar, hvað dygðugt er, hvað lofsvert er, gefið því gaum“. Sjálfur kveðst þessi látlausi meistari „ekki setja takmarkið fyrir ritstörf sín hærra eu það, að framfylgja með trúfesti þessari gullnu reglu“. En alt hold er breyskt, og er mér nær að halda að guðs- maðurinn sé meira eða minna sekur við öll þessi boðorð í þessu riti sínu, nema ég get þó undantekið eitt — skírlífið; það er satt; klám hefir hann ekki skrifað; það má hann eiga. Ég tek þá 1. tölublaðið.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.